Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 93

Læknablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 93
LÆKNABLAÐIÐ 161 Það liggur í hlutarins eðli, að skurðlækn- ingar fara fyrst og fremst fram á sjúkrahúsum og þarf ríka ástæðu til þess að breyta frá því. Um þjónustu slysaskurðlækna á heilsugæzlu- stöðvum á Reykjavíkursvæðinu vildi ég segja þetta: Áverkameðferð hefur í meginatriðum farið fram á einum stað, þ.e. Borgarspítalanum, nú um all langt skeið. Að visu hefur þröngt og óhentugt húsnæði nokkuð háð þeirri starfsemi. Ég fullyrði þó, að í meginatriðum hefur þjón- ustan verið góð, ekki sízt ef miðað er við hlið- stæða þjónustu á erlendum spitölum, er ég hef kynnzt eða haft spurnir af. Risin er nú af grunni við Borgarspítalann viðbygging, sem hýsa á þessa starfsemi og þeg- ar hús þetta verður tekið í notkun, sem von- andi verður innan tíðar, verður þar nægjanlegt rými og góð aðstaða til þess að veita alla bráða slysaþjónustu göngudeildarsjúklingum um langa framtíð, svo og veita frumaðhlynningu þeim, er innlagnar þarfnast vegna slysa. Haft hefur verið á orði, að heilsugæzlustöðv- ar á Reykjavíkursvæðinu ættu að sinna svo- kölluðum minni slysum, Mér sýnast þar vera á ferðinni vægast sagt hæpnar hugmyndir. Ein helzta ástæða til slikrar breytni á að vera húsnæðisvandræði núverandi Slysadeildar Borgarspítalans og örtröð af þeim sökum. Telja má þó nær fullvíst, að hið nýja Slysa- deildarhúsnæði verði komið í gagnið löngu áð- ur en heilsugæzlustöðvar hafa náð útbreiðslu á Reykjavíkursvæðinu. Þessi rök fyrir dreif- ingu sjúklinga til heilsugæzlustöðva eru þvi haldlaus. Nefnt hefur verið einnig, að þægilegra sé fyrir sjúkling með minni háttar áverka, að fara á næstu heilsugæzlustöð, heldur en alla leið á Borgarspítalann. Ég held að næsta litlu máli skipti, hvort farið er nokkuð hundruð metrum lengra eða skemmra, er flytja þarf meiddan mann til meðferðar. Loks hefur verið talið áverkameðferð á heilsugæzlustöðvum til ágætis, að þar þurfi sjúklingar minna að bíða en á Slysadeild Borg- arspítalans. Ósýnt er, að þetta verði svo í raun, þar eð biðtími, sem þegar er hóflegur á Slysa- deildinni, myndi væntanlega styttast verulega, eftir að aðskildir hafa verið þar endurkomu- sjúklingar og nýlega slasaðir eða meiddir. Hins vegar er ekki víst, að læknar og annað starfslið væri fyrirvaralaust tiltækt á heilsu- gæzlustöðvum, þegar slasaðan mann bæri þar að garði, nema því aðeins, að sérstöku starfs- liði væri ætlað að vera viðbúið á hverri heilsu- gæzlustöð að taka á móti slösuðu fólki. Slíkt myndi þó verða næsta dýrt, enda mun slíkt fyrirkomulag ekki hafa hvarflað að neinum ábyrgum aðila. Enn er þess að geta, að enginn hefur, svo ég viti, skýrgreint hugtakið minni háttar slys. Mér dettur í hug, að þar sé t.d. átt við skurð- áverka ýmis konar, tognun í liðum og sum brot, svo sem úlnliðsbrot, svo nokkuð sé nefnt. Einfalt kann að virðast að meðhöndla þessa áverka, en ekki er það alltaf eins auðvelt og 1 fyrstu sýnist. Þannig getur t.d. þurft tvo aðstoðarmenn við að sauma lítið sár á andliti á órólegu barni, ef það á að ganga greiðlega og vera vel gert. Nokkurn tækjakost þarf einnig við meðferð á sáráverkum, svo og sótthreinsunaraðstöðu. Við meðferð á brotum þarf yfirleitt góða deyfing- artækni og ennfremur krefst slík meðferð að- stöðu til röntgenmyndatöku. Almennt mun vera talið, að dreifing röntgentækja umfram þörf, út fyrir sérstakar röntgendeildir, sé ó- heppileg frá geislavarnasjónarmiði. Naumast er heldur hægt að líta framhjá hinum aukna kostnaði í fjárfestingu og rekstri, sem dreifing á tækjum og starfsliði hefur í för með sér. Ef röntgentæki verða ekki til staðar í heilsu- gæzlustöðinni, þýddi það, að heilsugæzlulæknir þyrfti að senda sjúkl. í myndatöku á röntgen- deild fyrir meðferð á broti og síðan til eftirlits eftir að brotið hefur verið sett og enn ef frekar lagfæringa reynist þörf. Slíkt yrði aug- ljóslega ekki neinum aðila til hagræðis. Greining og ákvarðanataka um meðferð á svokölluðum minni háttar brotum og lið- áverkum, krefst oft á tíðum verulegrar reynslu. Þess er ekki að vænta, að heilsu- gæzlulæknar hafi yfirleitt þá reynslu til að bera. Framhaldsmeðferð og eftirlit á beinbrotum krefst einnig verulegrar reynslu læknisins, ef svo á að tiltakast, sem bezt verður á kosið. Mat á endurhæfingarþörf eftir áverka er einn- ig verulegt reynsluatriði. Ef heilsugæzlulæknar hafa sérstakan áhuga á því, gæti ég hins vegar hugsað mér, að minni háttar umplástranir færu fram á heilsugæzlu- stöðvunum og jafnvel að læknar saumuðu þar minni háttar sár, svo fremi það ylli ekki truflun á starfi stöðvanna a.ö.I. Fremur virðist mér þó koma til greina, að einföld eftirmeðferð áverka fari fram á heilsu- gæzlustöðvum, svo sem saumataka úr sárum og jafnvel umbúðaskiptingar. Til þeirra hluta þarf lítinn útbúnað, sérstaklega til saumatöku, en tvennt mælir þó gegn þvi að framhaldsmeð- ferð færist í verulegum mæli til heilsugæzlu- stöðvanna. Annað er, að til þess að geta metið þróunina, þarf maður að þekkja frumáverkann og meðferð hans. I öðru lagi yrði að bóka sjúkl. inn á tveimur stöðum, vegna sama áverkans, annars vegar þar sem frummeðferðin færi fram og hins vegar þar sem eftirmeðferðin ætti sér stað. Hætt er við, að þetta leiddi annað hvort til ófullnægjandi upplýsingamiðlunar eða til óhóflegrar skriffinnsku, þar sem senda þyrfti einhvers konar læknabréf með hverjum sjúkl., sem e.t.v. myndi fara á heilsugæzlustöð til eftirmeðferðar. Einnig yrðu með þessu móti sköpuð vandkvæði í útgáfu vottorða, t.d. í bótamálum ýmis konar. Loks má nefna, að ábyrgðaraðild yrði ærið óljós, ef illa til tækist um áverkameðferðina. Ég tel þannig, að stefna beri að því, að áverkasjúklingar verði meðhöndlaðir á einum stað og stuðla beri að því, að byggja upp eina miðstöð fyrir áverkameðferð í Reykjavík, þar sem fram fari bæði frummeðferð, og, í flestum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.