Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 96

Læknablaðið - 01.07.1978, Side 96
164 LÆKNABLAÐIÐ áttir. Heimilis- og heilsugæslulæknum ber að sjálfsögðu sama skylda og sérfræðingum tii að senda bréflega allar þær upplýsingar um sjúkling, er þeir kunna að hafa með höndum, og ættu engin vandkvæði að vera á slíku með þeirri ritaraaðstöðu sem fæst á heilsugæslu- stöðvum. Tengsl og samstarf heilsugæslulækna og sér- fræðinga eiga að vera mikil og góð. Mér finnst þó ekki hafið yfir umræðu að þessi tengsl eigi endilega að vera á heilsugæslustöðvunum, eins gæti til greina komið að þau verði fyrst og fremst á sjúkrahúsunum, þar sem sköpuð verði aðstaða fyrir heilsugæslulækna til að fylgjast með sínum sjúklingum, jafnvel þótt meðferð þeirra verði að mestu í höndum sérfræðinga. Vona ég að þetta verði í framtíðinni tengt sam- an i umræðu, þannig að lausn fáist, sem geti hvort tveggja í senn bætt þjónustu og samhengi (kontinuitet) fyrir sjúklinga, og um leið aukið á starfsfullnægju heilsugæslulækna og sérfræð- inga. F or mannar áðstef nan Frh. af bls. 132 ar, sem eru fastráðnir hjá ríki og borg, geta hins vegar sótt um dvöl í húsum B.H.M. Rætt var um, að til greina kæmi, að fleiri læknar en nú eru, gerðust virkir aðilar að orlofs- heimilasjóði og á þann hátt mundi sjóðurinn eflast og meiri möguleikar verða í framtíðinni á því að reisa viðbótarhús á öðrum stöðum á landinu. 9. Stefán Karlsson, fulltrúi ungra lækna á ráðstefnunni, ræddi um, að æskilegt væri í framtíðinni að fá upplýsingar frá hinum ýmsu sér- og svæðafélögum innan læknasamtakanna á formannaráðstefnum. Hann skýrði einnig frá því, að til stæði að halda norrænt þing ungra lækna í Reykjavík í júní á þessu ári, þar sem rætt muni verða um menntun á kandidatsári. Lagði hann til, að mál þetta yrði rætt á næsta aðalfundi L.I. Ákveðið var að fara fram á það við fulltrúa F.U.L., að hann kynnti niðurstöður þingsins á aðalfundi L.I. Er hér var komið sögu, var orðið áliðið dags og fundarmenn allþreyttir. Þar sem ekki voru fleiri mál á dagskrá, sleit formaður fundi og þakkaði fulltrúum fundarsetuna. AuÖólfur Gunnarsson, ritari. LÆGEFORENINGENS MEDICINFORTEGNELSE 1977. TILBUD Áttunda útgáfa þessarar handbókar danska Iæknafélagsins kom út á síðasta ári. Næstu útgáfu er ekki að vænta fyrr en seint á árinu 1979. Hingað komin hefir bókin undanfarið kostað rúmar 8000 krón- ur. Er læknum og öðrum, sem áhuga hafa á að eignast bókina fyrir 1500 KRÖNIJR, hér með gefinn kostur á að panta bókina hjá skrifstofu læknafélaganna. Læknablaðinu hefir tekist að ná samn- ingum við útgáfufyrirtæki danska lækna- félagsins að kaupa í heildsölu þær birgðir, sem enn eru til hjá forlaginu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.