Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 2
föstudagur 16 febrúar 20072 Fréttir DV Velferðarsvið Reykjavíkurborgar út- hlutar íbúðum hálfsmánaðarlega á vegum Félagsbústaða og þurfa um- sækjendur að fylla út sérstakt mats- viðmiðunarskjal, þar sem þeim eru gefin ákveðin stig eftir félagslegum aðstæðum, fjölda barna og stöðu maka. Ef litið er á matsviðmiðið kemur í ljós að einstæð tveggja barna móðir á minni möguleika á því að fá íbúð heldur en fólk í sambúð. Á götunni um jólin Þórdís Bjarnleifsdóttir er einstæð tveggja barna móðir og 75% öryrki. Í ágúst á síðasta ári var leigusamn- ingi hennar sagt upp og henni gert að rýma íbúðina fyrir 1. desember. Þórdís sagði í samtali við DV að Fé- lagsbústaðir hefðu verið látnir vita af málinu strax í ágúst. Hinn 1. desem- ber hafði fjölskyldan ekki enn feng- ið úthlutað íbúð þrátt fyrir að hafa ítrekað haft samband við félags- málayfirvöld. „Ég ákvað að sækja um í allri Reykjavík til þess að greiða fyr- ir því að fá íbúð, en ég fór í gegnum 11 íbúðaúthlutanir frá því að ég vissi að ég myndi missa íbúðina, án þess að nokkuð gerðist,“ segir hún. Í byrj- un desember neyddist Þórdís til þess að leigja sér lít- ið herbergi og bjuggu börn- in hjá vinkonu hennar á með- an. Aðskilnað- urinn var fjöl- skyldunni afar erfiður því eldri sonur hennar er sjálfur veik- ur og þarf að vera í öruggu umhverfi, að hennar sögn. „Mér var sagt að ég hefði verið sett í forgang, en listinn er svo óhemju- langur og alltaf kom einhver inn sem var í ennþá verri stöðu en ég. Ég hafði samband við Þjónustumið- stöðina í Laugardal og Háaleiti nær daglega, en mér var alltaf sagt að bíða róleg, sem er mjög erfitt þegar maður á hvergi heima. Loksins fékk ég íbúð þann 29. janúar eftir að hafa verið heimilislaus í tvo mánuði. For- gangurinn sem mér var lofað var ekki meiri en svo að ég þurfti að bíða í fimm mánuði eftir húsnæði. Í þrjár vikur var ég aðskilin frá börnunum mínum.“ Þórdís segir þau úrræði sem sér hafi verið boðin á meðan hún var á götunni, hafa verið fáránleg. „Okkur var boðið að leigja pínulítið herbergi hjá Félagi ein- stæðra foreldra, sem kom aldrei til greina vegna aðstæðna sonar míns. Almenn- ingur trúir því að hann búi í vel- ferðarríki, en því fer fjarri, ég þekki allavega fleiri dæmi af fólki sem hefur lent í svip- uðum aðstæðum og ég.“ Bjó í bíl í Öskjuhlíðinni Hjá Velferðar- sviði Reykjavíkur- borgar fengust þær upplýsingar að þeir sem fái flest stig á mat- sviðmiðinu fari í forgang í íbúðarút- hlutunum, en undantekningar séu þó gerðar í neyð. Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri Velferðarsviðs sagðist þó ekki geta metið það hversu lengi þeir verst settu þurfi að bíða eftir íbúð. Varðandi sértæk úrræði fyrir þá umsækjendur sem lenda á götunni, segir hún: „Reykjavíkurborg er með sérstak- ar húsaleigubætur sem bætast ofan á venjulegar húsaleigubætur, þær fara eftir fjárhagsaðstæðum og eiga að hjálpa fólki að leigja íbúð á frjálsum markaði.“ Hún viðurkennir jafnframt að mikill skortur sé á íbúðum og við- urkennir að hún þekki dæmi þess að fólk hafi lent á götunni á meðan það bíður eftir húsnæði. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðar- maður borgarstjóra skellir skuldinni á fyrrverandi meirihluta í borgar- stjórn. „Það var mjög lítið byggt og keypt af félagslegum íbúðum á tím- um R-listans og í dag finnum við fyr- ir alveg gríðarlegri þörf og eftirspurn. Í sumar var ég persónulega í því að taka inn fólk í félagslega húsnæðis- kerfið, sem bjó í bíl í Öskjuhlíð- inni, fólk sem hafði lent utan gátta og hafði ekki efni á öðrum búsetu- möguleikum. Sjö hundruð umsækjendur eru á biðlista eftir félagslegum íbúðum í Reykjavík. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í fimm mánuði eftir húsnæði og lent á götunni í milli- tíðinni. Þórdís Bjarnleifsdóttir, 75% öryrki, var á götunni í tvo mánuði. Hún segir svör- in sem hún fékk hjá félagsmálayfirvöldum hafa verið fáránleg. Aðstoðarmaður borgar- stjóra þekkir sjálfur dæmi um fólk sem bjó í bíl í Öskjuhlíðinni. Heimilislausir öryrkjar sofa í bílum í öskjuHlíð InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Gunnlaugur heitinn Þórðar- son hæstaréttarlögmaður kom mikið við sögu í þeim málum sem undanfarnar vikur hafa verið tekin til umfjöllunar í DV og öðrum fjölmiðlum. Gunn- laugur var í raun maðurinn sem „skrúfaði fyrir kranann“ á vist- heimilunum Bjargi og Breiðu- vík. Gunnlaugur átti þá sæti í Barnaverndarráði Íslands, fyrst sem lögmaður og síðar formaður ráðsins. „Gunnlaugur var einstakur maður, duglegur, góður og örlát- ur. Hann bar hag barna fyrst og fremst fyrir brjósti og átti stór- an þátt í því að stúlknaheimil- inu Bjargi og drengjaheimilinu í Breiðuvík var lokað. Ég hafði nóg á minni könnu en var honum algjörlega sammála í þessari bar- áttu,“ segir Herdís Þorvaldsdóttir leikkona. Í opnuviðtali Önnu Kristine í DV í dag ræðir Herdís með- al annars um eiginmann sinn til áratuga, segir frá viðhorfum sínum til umhverfismála og rifjar upp æskuár sín. Sjá síður 38–39. Gunnlaugur skrúf- aði fyrir kranann Tekinn með hass Lögreglan á Akureyri handtók í vikunni karlmann, eftir að fíkniefni fundust við leit á honum. Að sögn lögreglu var um lítilræði af hassi að ræða og játaði karl- maðurinn að efnið hefði verið ætlað til einkaneyslu. Það var fíkniefnalögreglumaður á flugvellinum á Akureyri sem kom auga á manninn sem hef- ur ekki komið við sögu lögreglu áður. Málið telst nú upplýst. Biðlisti eftir félagslegum íbúðum í Reykjavík hef- ur aldrei verið lengri. 1. nóvember síðastliðinn biðu 700 umsóknir afgreiðslu félagsmálayfirvalda og stærsti hluti þeirra er margra mánaða gamall. Valgeir Örn ragnarsson blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is Matsviðmiðunarskjal Velferðarsviðs umsækjend- ur fá stig eftir búsetuskilyrð- um, félagslegum aðstæðum og hjúskaparstöðu. ekið á eldri borgara Ekið var á 78 ára mann við gatnamót Mávahlíðar og Löngu- hlíðar rétt fyrir klukkan þrjú í gærdag. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Bílstjór- inn, sem einnig er roskinn, fór á slysadeild og þáði þar áfallahjálp. Að sögn lögreglunnar var honum verulega brugðið. skoða gögn um einokun Samkeppniseftir- litið hefur ekki tekið afstöðu til kaupa Frumherja hf. á Að- alskoðun hf. Með kaupunum verð- ur Frumherji eina bifreiðaskoðunar- fyrirtækið. Hlynur Hallsson þingmaður gagnrýndi Samkeppniseftirlitið fyrir linkind í málinu. „Við höfum fengið tilkynningu um kaupin og tökum afstöðu innan þrjátíu daga. Við getum þó beðið um frest til þess að skoða málið nánar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins. Handrukkarar í SPRON í Skeifunni Börðu fórnarlamb sitt í bankanum Handrukkarar voru á ferð við úti- bú Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis í Skeifunni á ellefta tímanum í gærmorgun. Að sögn lögreglu lítur út fyrir að árásarmennirnir hafi ætlað að pína ungan mann til að taka út pen- inga og nota þá til að greiða skuld. Fórnarlambið er karlmaður á þrí- tugsaldri. Hann var numinn á brott úr bankanum eftir að árásarfólkið gekk í skrokk á honum á staðnum. Þá var honum hótað frekara ofbeldi ef hann yrði sér ekki úti um peninga til að greiða skuldina sem fólkið ætlaði að innheimta. Lögregla hefur karlmann og konu í haldi. Þau eru bæði á þrítugsaldri. Fólkið er grunað um barsmíðarnar og að hafa numið manninn á brott. Maðurinn sem varð fyrir árásinni leitaði sér aðstoðar eftir árásina. Hann er með áverka á öxl og í andliti eftir aðfarir fólksins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Þar á bæ vörðust menn allra frétta af málinu. Ekki er ljóst hvort atvikið í SPRON í gær tengist öðrum handrukkunar- málum sem komið hafa upp að und- anförnu. lögreglan við sPron Maður á þrítugsaldri var handrukkaður við útibú sPrON í skeifunni. Ísland minnki útblástur Árið 2050 ættu Íslendingar að losa helmingi til 75 prósent minni koltvísýring en árið 1990, sam- kvæmt stefnu sem umhverfisráð- herra kynnti í gær. Þessu markmiði verður með- al annars náð með því að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa og með því að binda meiri koltvísýr- ing með skógrækt og endurheimt votlendis. Þá verður stutt við íslenskt hug- vit og rannsóknir á leiðum til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Þórdís Bjarnleifsdóttir Varð heimilislaus með börnin sín tvö. Þórdís er 75 prósent öryrki. Fellahverfi Margar félagslegar íbúðir eru í því hverfi. Það vantar fleiri íbúðir til að anna þörfinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.