Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 6
Samskiptum einstaklinga við við-
skiptabanka sína var líkt við hjóna-
band í umræðum á Alþingi í gær.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, benti á að aðeins tæp
tvö prósent einstaklinga skiptu um
banka á lífsleiðinni. „Þessi trúnað-
ur minnir dálítið á hjónaband, held-
ur kannski dálítið lengur,“ sagði Pét-
ur og taldi þennan trúnað skaðlegan
þar sem hann kæmi í veg fyrir sam-
keppni.
Ósiðleg markaðssetning
Þetta sagði Pétur leiða til þess
að bankar beindu markaðssetn-
ingu sinni æ meira að ungmennum.
Þannig helltu bankarnir skuldsetn-
ingu yfir ungmenni í formi yfirdrátt-
ar. „Sem ég tel vera ósiðlegt,“ sagði
Pétur, einn margra þingmanna til að
gagnrýna bankana í gær.
Jóhanna Sigurðardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, hóf um-
ræðuna. Hún spurði Jón Sigurðsson,
ráðherra bankamála, hvort hann
teldi ekki ástæðu til að grípa til að-
gerða vegna mikils bankakostnaðar
landsmanna og samkeppnishaml-
andi þátta á borð við uppgreiðslu-
gjald og stimpilgjald. Þegar ráðherra
svaraði því til að hann fylgdist með
stöðu mála en teldi ekki ástæðu til
lagasetningar gagnrýndi Jóhanna
hann fyrir svör sín. „Það er átakan-
legt að heyra hvernig viðskiptaráð-
herra stillir sér upp með bönkunum
en ekki neytendum. Það liggur fyrir
að vextir hér eru glæpsamlega háir,“
sagði Jóhanna og lýsti fullri ábyrgð á
hendur Jóni ef hann aðhefðist ekk-
ert.
„Nú erum við að verða vitni að
því að okrið hefur aldrei verið meira
en nú,“ sagði Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs, og sagði
engu skipta hvort menn horfðu til
vaxta, vaxtamunar eða þjónustu-
gjalda.
„Þrátt fyrir góða afkomu bank-
anna virðast viðskiptavinir ekki fá
að njóta þess,“ sagði Ásta Möller,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og
spurði hvort bankarnir misnotuðu
sér tryggð viðskiptavina sinna. Sæ-
unn Stefánsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, sagði eðlilegt að
neytendur nytu í meira mæli góðs
af góðri afkomu bankanna en nú er.
Hún lagði áherslu á að styrkja Íbúða-
lánasjóð og efla þannig samkeppni.
Eftirlitið lagt niður
Kristinn H. Gunnarsson, hinn
nýi þingmaður Frjálslynda flokks-
ins, lagði áherslu á starfsemi eftirlits-
stofnana. Hann sagði að þegar Sam-
keppnisstofnun lét til sín taka vegna
samráðs olíufélaganna hefði stofn-
unin verið lögð niður og forstjórinn
rekinn. Það sagði Kristinn ekki upp-
örvandi fyrir þá sem ættu að hafa eft-
irlit með bönkunum og öðrum stór-
fyrirtækjum.
Stimpilgjöldin voru þingmönn-
um líka ofarlega í huga. Löngum
hefur verið rætt um að stimpilgjöld-
in séu ósanngjörn og til þess fallin
að koma í veg fyrir að fólk skipti um
banka. Þetta rifjuðu þingmenn upp í
umræðunum í gær og lögðu áherslu
á að stimpilgjöldin yrðu afnumin.
Í lok umræðunnar hét Jóhanna
Sigurðardóttir á bankamálaráðherr-
ann að grípa til aðgerða. „Komdu í
lið með okkur í Samfylkingunni. Burt
með þetta bankaokur,“ sagði Jóhanna
við Jón Sigurðsson sem sagðist frekar
fara að lögum en óstaðfestum hvatn-
ingarorðum. Hann hafði áður vísað
til þess að hann gæti ekki látið Sam-
keppniseftirlitið eða Fjármálaeftirlit-
ið kanna málin. Þetta væru sjálfstæð-
ar stofnanir og þeim skipaði hann
ekki fyrir verkum. Hann sagðist þó
geta tekið undir það sem sagt hefði
verið um óeðlilega og hættulega háa
vexti.
föstudagur 16. febrúar 20076 Fréttir DV
sandkorn
Mikil ósköp er Dagfari undrandi
þessa dagana. Það er ekki nóg með
að á kaffistofum og í heitum pott-
um vogi fólk sér, og það jafnvel hik-
laust, að kenna stjórnmálamönnum
um hvernig komið er í Byrginu. Nei,
það er ekki nóg, hræsnaraskapurinn
og fullyrðingagleðin hefur náð inn
í helsta vígi mannlegrar reisnar og
mannlegrar virðingar. Hræsnin og yf-
irboðin hafa komist inn á hið háa Al-
þingi. Dagfara er ekki skemmt, bara
alls ekki.
Það er eitt að sótsvartur almúg-
inn reyni að finna ójafnvægi sínu
stað í fullyrðingum um ábyrgðarleysi
stjórnmálamanna. Hitt er verra þeg-
ar fulltrúar á Alþingi taka undir með
óupplýstum lýðnum. Það er ekki
hinu háa Alþingi til sóma þegar hátt-
virtir þingmenn láta eins og hann
Össur Skarphéðinsson gerði um
daginn. Hann var svo óforskamm-
aður að hann taldi næsta víst að
framsóknarmenn á hinu háa Alþingi
bæru ábyrgð á hvernig komið er fyr-
ir Byrgisfólki. Þetta fannst Dagfara
meira en nóg.
Það kann að vera rétt hjá Össuri
að framsóknarmennirnir á hinu háa
Alþingi og einstaka sjálfstæðismenn,
einnig á hinu háa Alþingi, hafi vitað
að ekki var allt með felldu í Byrginu.
Og hvað með það, Össur Skarphéð-
insson? Máttu þeir ekki bara vita það?
Vissulega er það rétt hjá hinum hátt-
virta alþingismanni Össuri Skarphéð-
inssyni að þeir sem vissu um óreið-
una létu sem ekkert væri og héldu
áfram að láta ríkið borga til Byrgis-
ins. En hvað með það? Ábyrgðarleysi
kannski, er það ekki næst, á að kenna
háttvirtum alþingismönnum á hinu
háa Alþingi um ábyrgðarleysi?
Það gengur ekki að grafa undan
grunni samfélagsins. Það er eitt ef ein-
staka leigubílstjórar og hárgreiðslu-
fólk kannski gerir það, en ómögulegt
er fyrir þjóðina að þola slíkt frá hátt-
virtum þingmönnum.
Dagfari reynir að fylgjast með.
Dagfari hefur heyrt hina mætustu
þingmenn og jafnvel ráðherra svara
fyrir Byrgismálið. Þarf meira? Þeir
hafa sagt að þeir hefðu mátt gera bet-
ur, en gerðu það bara ekki. Er það ekki
nóg, Össur?
Hver ætlast til meira af háttvirtum
þingmönnum og hæstvirtum ráðherr-
um á hinu háa Alþingi en þeir segist á
einum tíma hafa mátt gera betur?
Dagfari biður þess af einlægni,
ekki fara fram á meira. Ekki setja alla
þjóðina í angist vegna hugsanlegrar
velferðar þingsins. Hins háa Alþing-
is. Látum ásakanir vera, ekki kalla eft-
ir meiri ábyrgð en þegar hefur komið
fram. Þingmennirnir sem vissu meira
en við hin, ráðherrarnir sem héldu
áfram að verja peningum í Byrgið,
hafa lítið sagt, annað en að svona er
þetta bara. Er það ekki næg yfirbót?
Verum róleg, treystum hinu háa Al-
þingi, háttvirtum þingmönnum og
hæstvirtum ráðherrum. Þá mun okk-
ur vel farnast.
Þjóðin verður að vara sig
dagfari
Tröllaukið lýðræði
Nafn ku vera
komið á fram-
boðið sem Mar-
grét K. Sverris-
dóttir keppist
nú við að koma
á koppinn. Sög-
ur herma að
framboðið komi
til með að bera
nafnið Lýðræð-
ishreyfingin og
er búist við að það verði kynnt
formlega á næstu vikum. Hvort
sem Margrét horfir til fortíðar eða
framtíðar og setur stefnuna hátt
gefur listabókstafurinn til kynna
að eitthvað mikið sé í vændum.
Eða hvernig á að túlka XL?
Sendi-
boðinn
skamm-
aður
Guðni
Ágústsson,
varafor-
maður Framsóknarflokksins, fór
mikinn í aðsendri grein í Moggan-
um í vikunni. Þar lét hann að því
liggja að Fréttablaðið falsaði nið-
urstöður kannana sinna til að láta
stöðu Framsóknar líta sem verst
út. Fyrir síðustu kosningar gagn-
rýndi Guðni Fréttablaðið af sömu
ástæðum og sagðist bíða eftir
Gallupkönnun sem væri mark-
tækari. Þegar hún kom hafði fylgi
Framsóknar minnkað.
Bæjarstjóri
verður
kosninga-
stjóri
Tryggvi
Harðarson,
fyrrverandi
bæjarstjóri á Seyðisfirði, náði ekki
þeim árangri sem hann stefndi
að í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Kraganum síðla á síðasta ári. Ekki
hefur hann þó tapað tiltrú sam-
flokksmanna sinna. Þeir hafa nú
gert hann að kosningastjóra Sam-
fylkingarinnar í Suðvesturkjör-
dæmi og ætla honum að koma
sem flestum frambjóðendum á
þing þrátt fyrir misjafnt gengi í
skoðanakönnunum.
Pólitíska
pressan
Og meira
af Samfylk-
ingarfólki í
Kraganum.
Tveir vanir
fjölmiðla-
menn hafa
tekið að sér
að koma út kosningablaði Sam-
fylkingarinnar og hafa þeir nokk-
uð ólíkan bakgrunn. Guðmundur
Steingrímsson Hermannssonar
Jónassonar er annar og stýrði um
skeið settlegu helgarblaði Frétta-
blaðsins. Hinn er Símon Örn Birg-
isson sem vægði engum þegar
hann var á DV undir stjórn Mika-
els Torfasonar. Spurning hvernig
þeir ná saman.
Vegsemd og vandi bloggsins
Leitarvélar netsins eru ekki
aðeins nauðsynlegar á stundum
heldur geta niðurstöður þeirra
komið á óvart. Þannig skrifar
Nanna Rögnvaldardóttir matar-
gúrú á bloggið sitt: „Ég komst að
því áðan að ef maður gúglar Geira
á Maxims kemur bloggið mitt upp
sem fyrsti möguleiki.“ Skýring-
una er að finna í
þriggja ára bloggi
Nönnu. Hún
var þá að eigin
sögn fáklædd-
asta konan í út-
gáfuteiti Bogb,
allt þar til Geiri
á Max-
ims birt-
ist í hópi
fagurra
meyja.
„Okrið hefur aldrei ver-
ið meira en nú.“
Jóhanna Sigurðardóttir sagði að neytendur hefðu verið blóð-
mjólkaðir síðan bankarnir voru einkavæddir. Hún lýsti fullri
ábyrgð á hendur Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra ef hann gerði
ekkert í málunum.
BrynjÓlfur Þ. GuðmundSSon
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Þingmenn allra flokka sameinuðust um að gagnrýna háa vexti bankanna í utandag-
skrárumræðum á Alþingi í gær. Bankaokur var sagt meira en nokkru sinni áður og
kvartað var undan því að viðskiptavinir fengju ekki að njóta góðrar afkomu bankanna.
Enginn tók þó jafn sterkt til orða og jóhanna Sigurðardóttir:
GlæpsamleGa
háir vextir
Bankaokrið fordæmt á Alþingi
Þingmenn fóru hörðum orðum um það
hversu háan kostnað almenningur ber af
viðskiptum sínum við bankana.