Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 8
Gurbanguly Berdymukhamedov hefur þegar sýnt að vafasamir stjórn­ málahættir eru ekki bundnir við fyr­ irrennara hans. Morguninn eftir að einræðisherrann lést úr hjartaáfalli eftir 21 ár á forsetastóli var forseti þingsins, sem var réttmætur varafor­ seti, handtekinn og settur úr emb­ ætti. Þá var stjórnarskránni breytt til þess að Berdymukhamedov, sem sitj­ andi bráðabirgðaforseti, gæti boðið sig fram í forsetakosningunum. Staðið við einræðisstefnuna Túrkmenbashi sá til þess að arf­ leifð hans yrði ekki auðgleymd. Gull­ styttur og minnismerki um hann standa á víð og dreif um landið en jafnvel þótt slíku yrði rutt burt í kommúnistastíl, þá lifir áróðurinn í ljóðum með þjóðinni. Auk þess lif­ ir minning um kúgun og spillingu – en slíkt má ekki tala um. Þetta er búið sem Gurbanguly Berdymuk­ hamedov tekur við. Hann hefur lof­ að að standa við stefnu fyrirrennara síns í meginatriðum en veit jafnframt af þörfinni á umbótum. Hann hefur þess vegna heitið því að þjóðfélagið verði opnara en verið hefur, skólar verði opnaðir á ný og internetteng­ ing verði almennari. Einungis eitt prósent Túrkmena hefur aðgang að internetinu í dag. Hætta á uppreisn Blátt bann er við opinberri gagn­ rýni eða mótmælum en óánægja Túrkmena kraumar undir þög­ ulu yfirborði. Túrkmenistan deil­ ir landamærum með íslamistum í Íran og talibönum í Afganistan og Berdymukhamedov getur ekki látið getspár um íslamska byltingu í Túrk­ menistan sem vind um eyru þjóta. Slíkt hefði einnig afdrifaríkar afleið­ ingar fyrir alþjóðasamfélagið, ekki síst vegna þess að Túrkmenar búa yfir fimmtu stærstu jarðgasbirgðum í heimi – á einu eldfimasta átakasvæði í heimi. föstudagur 16. febrúar 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Lána gestum föt Ferðamálaráð Grænlands gengur nú í hús í Nuuk til að safna saman hlýjum vetrarföt­ um frá íbúum. Þjóðminjasafn Grænlands boðaði til alþjóðlegr­ ar ráðstefnu í Nuuk í vikunni og af fenginni reynslu þótti rétt að hafa tiltæk hlý föt fyrir gestina. Gestirnir koma meðal annars frá Afríku, þar sem hlífðarflíkur fyrir heimskautavetur eru ekki á hverju strái. Heilbrigðisráðherrann með langa nafnið lærði framapot af nafntogaðasta einræðis- herra í heimi. Gurbanguly Berdymukhamedov ætlar að halda stefnu Túrkmenbashis í meginatriðum, með nokkurri nútímavæðingu þó. Menntafólk flýr Kína Tveir þriðju hlutar Kínverja sem sækja háskólanám utan heimalandsins snúa aldrei heim á ný, samkvæmt nýrri rannsókn sem China Daily birti í vikunni. Óvíða í heiminum er atgervis­ flóttinn meiri samkvæmt ríkis­ fjölmiðlinum. Hundrað þúsund Kínverjar hafa haldið utan til náms síðustu fimm ár en ein­ ungis er áætlað að tæpur þriðj­ ungur þeirra hafi snúið til baka. Um 35 milljónir Kínverja búa utan heimalandsins. Evrópa endurvinni Evrópubúar ættu að skila helmingi minna rusli á haugana árið 2020 en þeir gera árið 2008, samkvæmt tillögum sem Evrópu­ þingið samþykkti í vikunni. Mið­ að er við að árið 2020 verði heim­ ilisrusl 50% minna en árið 2008 og iðnaðarúrgangur 70% minni en þetta sama viðmiðunarár. Evrópubúar skila um hálfu tonni á mann á haugana á ári hverju. Endurvinnsluhlutfallið er frá 10% og allt upp í rúm 50% í sumum löndum. Afneita megrunarspeglum Breska verslanakeðjan Marks & Spencer þverneitar ásökunum um að fólk sé blekkt í mátunar­ klefum búðanna með speglum sem sýni fólk grennra en það í rauninni er. Evrópuþingmaður­ inn Kilroy­Silk sendi opið bréf til Evrópuþingsins þar sem hann undraðist það að í allri reglu­ gerðaflóru ESB, sem snerti allar hliðar daglegs lífs, séu ekki regl­ ur sem banna blekkingarspegla eins og þá sem M&S noti í mát­ unarklefum. Verslanakeðjan vís­ ar þessu á bug. Tvöfalt fleiri Bandaríkjamenn lét­ ust af of stórum lyfjaskammti árið 2004 heldur en árið 1999. Næst á eft­ ir bílslysum er ofneysla lyfja orðin al­ gengasta dánarorsökin í Bandaríkj­ unum þegar um er að ræða slys eða mistök. Í dánarvottorðunum sem skýrsla Sjúkdómarannsóknarstofu Banda­ ríkjanna byggir á kemur ekki fram hvaða lyf eru oftast ofnotuð á ban­ vænan máta. Vísindamenn á Sjúk­ dómastofunni telja líklegast að ávís­ unarskyld róandi lyf og verkjalyf eigi mestan þátt í aukningunni. Verkja­ lyfið OxyContin er orðið svo algengt í sveitahéruðum Appalachia­fjallanna að það er uppnefnt „hillbilly hero­ in“ eða sveitalubbaheróín. Dreifing dauðsfalla af lyfjanotkun yfir land­ ið þykir sýna að fíkniefnavandamál­ ið sem eitt sinn var talið að mestu bundið við stórborgir og þéttbýlis­ staði leggst nú æ meira á sveitir og strjálbýlari svæði. Fyrri rannsóknir sýna að öfugt við dauðsföll vegna ofneyslu lyfja sem læknar ávísa fjölgar dauðsföllum vegna ofneyslu ólöglegra fíkniefna ekki. Konum sem látast af of stórum skammti fjölgar um ríflega 100% en karlkyns fórnarlömb eru samt enn tvöfalt fleiri en konurnar. Æ fleiri Bandaríkjamenn deyja af of stórum skammti: Látast vegna læknadóps GurbAnGuLy oG GuLLstytturnAr Á meðan Saparmurat Niyazov ríkti í Túrkmenistan undir gælu­ nafninu Túrkmenbashi voru sögur af afkáralegum stjórnháttum hans vinsælt skemmtiefni í vestrænum fjölmiðlum. Fyrir Túrk­ mena sem bjuggu undir ægistjórn hans var hins vegar erfitt að hafa húmor fyrir því þegar olíugróðanum var eytt í gullstyttur af leiðtoganum þegar þjóðina skorti nauðsynjar. Nýr forseti reynir að tipla á mjórri línu, annars vegar er virðing fyrir sjálfskipuðum þjóðföður, hins vegar brýn nauðsyn á umbótum. HERDÍS SIGURGRÍMSDÓTTIR blaðamaður skrifar: herdis@dv.is auk þess lifir minning um kúgun og spillingu – en slíkt má ekki tala um. Stóri bróðir gullstyttan af einræðisherranum látna starir frosnu augnaráði á fyrstu kjörkassana sem sjást í landinu í 15 ár. Læri að hemja skap sitt Leikarinn góðkunni Omar Shar­ if þarf að sækja 15 klukkustunda námskeið og læra að hemja skap sitt samkvæmt úrskurði dóm­ ara í Beverly Hills. Sharif sló bílastæðavörð í andlitið og nefbraut hann þegar vörður­ inn neitaði að taka við evrum. Sharif var að auki dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir bar­ smíðarnar. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu, taldi of dýrt að fljúga alla leið frá Egyptalandi vegna málsins. Enn á eftir að taka afstöðu til bótakröfu varðarins en hann krefst rúmlega 1.100 þúsund króna fyrir nefbrotið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.