Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 9
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 9 Mestur skortur er á vélvirkjum og öðrum sérfræðingum. Þetta hefur í för með sér að meira mæðir á þeim sem eftir eru, þannig að þeir hugsa sér líka til hreyfings. Þúsund manns hættu á síðasta ári, þar af 80 herfor- ingjar, sem hafa að baki að minnsta kosti 10 ára starfsaldur og þjálfun. Herinn hyggur á ráðningarherferð á vormánuðum til þess að snúa þessari óheillaþróun við. Vilja hvorki stríð né sveitalíf Ein aðalskýringin er sú að ung- menni nú til dags hafa svo mörg tæki- færi á atvinnumarkaðnum. Fólk þarf ekki lengur að binda tryggð við einn vinnuveitanda, eins og metorða- stigi hersins byggir á, heldur fer það óhindrað frá einum vinnuveitanda ef annar býður betur. Margir forðast eða flýja herinn af ótta við að verða sendir í stríðsátök í Afganistan eða í Írak, þar sem 6 danskir hermenn hafa látið líf- ið. Annar landfræðilegur þáttur sem hefur áhrif er byggðastefna hersins, sem rekur þjálfunarbúðir á Jótlandi, fjarri höfuðborgarsvæðinu. Slíkt er ekki freistandi fyrir fólk sem þegar hefur komið sér fyrir með maka og jafnvel börnum. Víðar en í Danmörku Danski herinn græðir þó á því að karlmenn þurfa að gegna herskyldu. Slíku er ekki að fagna til dæmis í Bret- landi, þar sem hershöfðingjar hafa varað við því að herinn muni hrein- lega brotna niður ef áfram verði keyrt á erfiðum verkefnum eins og Írak, meðan bæði vantar mannskap og búnað. Hermenn eru sendir út án þess að hafa hlotið næga þjálfun og á annan tug 17 ára unglinga voru send- ir til Íraks á árunum 2003 til 2005. 14 þúsund manns yfirgáfu herinn á síð- asta ári en aðeins 12 þúsund ráðnir í staðinn. Í ár er stefnan að ráða 8.500 manns en nú þegar lítur út fyrir að það markmið náist ekki. Hermenn vilja út aftur Þrátt fyrir þetta sýnir nýleg dönsk könnun að hlutfall þeirra hermanna sem hafa verið sendir út á átakasvæði og vilja gjarnan fara út aftur eykst. Þeir segjast fá mikla reynslu sem nýt- ist þeim seinna í lífinu. Samskiptin við fólkið heima hafa verið bætt og það skiptir miklu að geta verið í góðu sambandi við foreldra, maka og börn. Danski herinn útilokar ekki heldur að launakjör hermanna verði bætt, að minnsta kosti fyrir útsenda hermenn. Eins og er lítur þó ekki út fyrir að bjartsýnisspá forsætisráðherrans um 2000 útsenda hermenn rætist fyrir næsta ár. herdis@dv.is erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Vinstrimenn í borgarstjórn Kaupmannahafnar í vanda: Mútumál skekur ráðhúsið Ásakanir ganga þessa dagana á milli borgarfulltrúa og þingmanns Venstre annars vegar og verktakafyr- irtækisins NCC hins vegar í dönsk- um fjölmiðlum. Verktakafyrirtækið leitaði á náðir Ritt Bjerregaard, borg- arstjóra í Kaupmannahöfn, í síðustu viku þar sem það taldi að fulltrúi Venstre í umhverfis- og byggingar- ráði borgarinnar hefði reynt að krefja það um mútur til að greiða fyrir af- greiðslu byggingarleyfis. Bjerrega- ard bað lögregluna í framhaldinu að rannsaka málið. Borgarfulltrúar Venstre neituðu allri sök en á mið- vikudag var fyrrverandi borgarstjóra- efni flokksins og þingmaður, Søren Pind, bendlaður við málið en með misjöfnum hætti. Þannig hélt Ekstr- ablaðið því fram að NCC hefði reynt að beita hann þrýstingi vegna máls- ins á meðan Nyhedsavisen sagði málinu þveröfugt farið. Í framhaldi af því skrifaði Pind pistil á heimasíðu sína þar sem hann tekur að hluta til undir frétt Ekstrablaðsins. Talið er að verktakafyrirtækið muni tapa sem samsvarar tæpum einum milljarði íslenskra króna á verkefninu ef ekk- ert verður af því. Borgarstjóri í bobba ritt bjerregaard, borgarstjóri Kaupmannahafnar vísaði ásökunum um meinta spillingu fulltrúa Venstre til lögreglu. Þrátt fyrir þetta sýn- ir nýleg dönsk könnun að hlutfall þeirra her- manna sem hafa verið sendir út á átakasvæði og vilja gjarnan fara út aftur eykst. Árið 2003 setti Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra danska hernum fyrir að geta sent 2.000 hermenn í alþjóðleg verkefni árið 2008. Heryfirvöld óttuðust strax árið 2004 að markmiðið væri óraunhæft og nú er ekkert sem bendir til að það náist. Nýliðar í danska hernum ná ekki einu sinni að fylla í skörð þeirra sem hverfa úr þjónustunni. Danski herinn á í mesta basli með að ná í nýja hermenn og halda í þá sem fyrir eru. Írak og Afganistan fæla frá og þjálfunarbúðir á Jótlandi eru ekki freistandi heldur. Danir hunsa herinn Forðast stríð Óttinn við Írak og afganistan er ein af ástæðunum fyrir brotthvarfi úr hernum. Þrátt fyrir þetta eykst hlutfall þeirra hermanna sem verið hafa á átakasvæði og segjast vilja fara út aftur. Úgandamenn til Sómalíu Fyrstu friðar- gæsluliðar Afr- íkusambandsins gætu komið til Sómalíu þeg- ar um helgina. Úgöndsk her- yfirvöld segjast geta sent 1.500 friðargæsluliða þegar í stað, en þeir gætu einungis gætt friðarins í höfuðborginni Mogadishu. Mik- ið ofbeldi hefur geisað þar síðan íslamskir uppreisnarmenn voru reknir frá borginni. Afríkusam- bandinu gekk bölvanlega að safna þeim 8.000 friðargæsluliðum sem stefnan var að senda til Sómalíu. Mikill alþjóðlegur þrýstingur er hins vegar á Afríkuríki að bregðast skjótt við til þess að ættflokka- höfðingjar nái ekki yfirhöndinni á ný. réttað í Madríd Réttarhöld hófust í gær yfir 27 manns sem grunaðir eru um að hafa drepið 191 í sprengjuárás á lestir í Madríd á Spáni í mars 2004. Sjö þeirra eru ákærðir fyrir 191 morð og 1755 morðtilraunir á þeim sem særðust í sprenging- unum. Hinir 22 eru ákærðir fyrir að meðhöndla sprengiefni og aðstoða hryðjuverkahóp. Þetta eru stærstu réttarhöld yfir ís- lömskum hryðjuverkamönnum sem haldin hafa verið í Evrópu. Búist er við að þau taki nokkra mánuði. Darfur-krísan dreifist Breska hjálparstofnunin Oxfam varar við því að neyðar- ástand blasi við í Afríkuland- inu Tsjad ef kynþáttaátök fái að halda þar áfram. Tsjad á landa- mæri að átakahéraðinu Darfur í Súdan. Hundruð þúsunda Súd- ana hafa flúið til nágrannalands- ins en átökin í Darfur eru einnig að breiða úr sér yfir landamær- in. Sameinuðu þjóðirnar eru að íhuga að senda friðargæsluliða til austurhluta Tsjads. Misreiknuðu Írak Stríðsáætlun Bandaríkja- hers sem gerð var í ágúst 2002, áður en ráðist var inn í Írak, gerði ráð fyrir því að árið 2007 væru aðeins 5.000 bandarískir hermenn eftir í landinu. Her- foringjarnir reiknuðu með því að fjórum árum eftir að Sadd- am væri steypt af stóli hefði írösk ríkisstjórn náð sterkum ítökum í landinu og íraski herinn gætti sjálfur friðarins. Þetta kemur fram í glæru- sýningu sem hershöfðinginn Tommy R. Franks og hans menn tóku saman. Sjálfstæð rannsóknastofnun, skjalasafn um þjóðaröryggi, fékk glær- urnar afhentar með vísan til upplýsingalaga. Þær má sjá á heimasíðunni nsarchives.org. hjálpa íröskum flóttamönnum Bandaríkin stefna á að taka við um 7.000 flóttamönnum frá Írak fyrir septemberlok, sem er talsvert stökk frá síðasta ári þegar 202 íraskir flóttamenn fengu hæli í landinu. Þingmenn gagnrýndu harðlega í vikunni að Bandaríkjastjórn tæki við svo fáum flóttamönnum. Aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna Paula Dobriansky segir Bandaríkin hins vegar best hjálpa Írökum með því að stöðva ofbeldið í Írak, þannig geti flóttamenn snúið til síns heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.