Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 10
föstudagur 16. febrúar 200710 Fréttir DV
Dómar Hæstaréttar í kynferðisbrotamálum
n 26. janúar 2006 - 4 mánuðir
Hæstiréttur dæmdi mann í fjögurra mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára
stúlku. Hann strauk brjóst hennar og kynfæri inn-
anklæða. Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlk-
unni 300 þúsund krónur í miskabætur.
n 26. Maí 2005 - 12 mánuðir
Tvítugur karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fang-
elsi. Hann hafði haft samræði við þrettán ára stúlku
á heimili sínu. refsingin var ákveðin með tilliti til
húsbrots og líkamsárásar sem maðurinn hafði einn-
ig gerst sekur um. Honum var gert að greiða stúlk-
unni 500 þúsund krónur í miskabætur.
n 10. Mars 2005 - frávísun
Hæstiréttur vísaði frá máli þar sem fimmtán ára
sakhæfur piltur hafði fjórum sinnum samræði við
þrettán ára stúlku. Málatilbúnaður ákæruvaldsins
þótti það slakur að óhjákvæmilegt væri að vísa mál-
inu frá dómi.
n 10. febrúar 2005 - sýkna
Karlmaður á fimmtugsaldri var sýknaður eftir að
hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku
þegar hún var á aldrinum frá níu til þrettán ára.
sannað þótti að maðurinn hefði áreitt stúlkuna
kynferðislega árið 1994. brotið var talið fyrnt þegar
rannsókn hófst og leiddi það til sýknu. Manninum
var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í
miskabætur.
n 16. deseMber 2004 - 3 mánuðir, skilorð
Þrítugur karlmaður fékk þriggja mánaða skilorðs-
bundinn fangelsisdóm fyrir að þukla innanklæða
á ellefu ára gamalli stúlku. Manninum var gert að
greiða stúlkunni 150 þúsund krónur í miskabætur.
n 7. oKTóber 2004 - 6 mánuðir, skilorð
sautján ára piltur hlaut sex mánaða skilorðsbund-
inn fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán
ára stúlku. Hann hafði farið með fingur í leggöng
stúlkunnar og fengið hana til að eiga við sig munn-
mök þar til hann fékk sáðfall. bótakröfu stúlkunnar
var vísað frá dómi þar sem henni hafði ekki verið
beint að lögráðamanni gerandans.
n 18. júní 2004 - 10 mánuðir
Hæstiréttur dæmdi 58 ára karlmann í tíu mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum,
sex og átta ára gömlum. Maðurinn hafði brotið
margvíslega gegn stúlkunum, meðal annars lagt
getnaðarlim við kynfæri þeirra, haft við þær munn-
mök og tekið myndir af kynfærum þeirra. Maðurinn
þurfti að greiða stúlkunum samtals 300 þúsund
krónur í miskabætur.
n 6. Maí 2004 - 12 mánuðir
Hæstiréttur dæmdi 39 ára karlmann í tólf mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum,
stjúpdóttur sinni og vinkonum hennar. brot hans
gegn einni stúlkunni þóttu sérlega gróf. Hann var
hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa brotið
gegn stjúpdóttur sinni. Honum var gert að greiða
stúlkunum miskabætur.
n 29. apríl 2004 - sýkna
Tæplega fimmtugur maður var sýkn-
aður fyrir gróft kynferðisbrot gegn
stúlku þegar hún var sex ára og
aftur þegar hún var níu ára.
Maðurinn var jafnframt
ákærður fyrir að hafa
margsinnis fengið stúlk-
una til kynferðisathafna
með sér. sakirnar töldust
fyrndar.
n 26. febrúar 2004
- 2 ár
sextugur karlmað-
ur hlaut tveggja ára
fangelsisdóm fyrir
brot gegn þremur
stúlkum á aldrinum
sex til þrettán ára.
Hann hafði sett fingur
í kynfæri stúlknanna,
káfað á þeim og
kysst þær. Hann
þurfti að greiða
stúlkunum samtals
950 þúsund krónur
í miskabætur.
„Ég hef miklar áhyggjur af þessari þró-
un,“ segir Helga Leifsdóttir, lögfræðing-
ur og réttargæslumaður fórnarlamba
kynferðisbrota. Tuttugu nauðganir
hafa verið framdar það sem af er ári.
Aðeins þrjár þeirra hafa verið kærðar
til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Alls bárust lögreglunni nítján
kærur vegna kynferðisbrota í janúar.
Þar af eru brot sem varða barnaklám
fyrirferðarmikil en einnig er nokkuð
um kærur eftir tilkynningar frá barna-
verndaryfirvöldum.
„Samfélagið er orðið mjög klám-
vætt og í kjölfarið verður viðhorf
margra hreinlega sjúkt,“ segir Helga
Leifsdóttir, réttargæslumaður fórn-
arlamba kynferðisbrota. Hún hefur
fengist við slík mál í mörg ár og hefur
mikla reynslu sem lögmaður í þess-
um brotaflokki. Hún segir töluna yfir
fjölda brota verulega háa og telur of-
beldi gagnvart konum fara harðn-
andi. Hún segir að sífellt færist í auk-
ana að nokkrir menn taki sig saman
og nauðgi konu, en því miður rati slík
mál allt of sjaldan til dómstóla. Í flest-
um tilvikum eru nauðgararnir vinir
eða kunningjar fórnarlambsins en sí-
fellt færist í aukana að um ókunnuga
sé að ræða.
Grófara ofbeldi
„Nauðganir eru að verða gróf-
ari,“ segir Helga en stutt er síðan er-
lend stúlka var numin á brott í bif-
reið á Laugaveginum. Hún hafði
verið að skemmta sér þegar maður
ginnti hana upp í bíl og bauðst til að
aka henni heim. Hún taldi að bifreið-
in væri leigubíll. Maðurinn ók með
hana út fyrir bæjarmörkin þar sem
hann nauðgaði henni hrottalega. Síð-
an keyrði hann stúlkuna niður í Laug-
ardal þar sem hann hleypti henni út
úr bílnum. Stúlkan kærði atvikið en
vegna þess hversu langan tíma það
tók að hafa upp á manninum var ekki
hægt að sýna fram á að maðurinn
væri sekur um nauðgunina.
Þetta mál er ekki einsdæmi en
fæstar nauðgunarkærur virðast enda
með sakfellingu.
Þrjár nauðganir á viku
„Það koma að meðaltali þrjú
nauðgunarmál upp á viku,“ segir Eyr-
ún Jónsdóttir, yfirlæknir á neyðar-
móttöku nauðgana.
Hún segir að tólf konur hafi leit-
að til neyðarmóttökunnar í janúar en
aðeins þrjár kærðu nauðgun. Þar að
auki hafi átta stúlkur leitað til neyð-
armóttökunnar á fyrstu tveimur vik-
um febrúarmánaðar. Því hafa minnst
tuttugu stúlkur lent í kynferðisofbeldi
það sem af er ári.
Aðspurð segir Eyrún að ekki sé
hægt að leggja mat á það strax hvort
um óvenjulega háa tölu sé að ræða.
Hún játar þó að talan sé í hærra lagi
enda nauðganir framdar annan
hvern dag frá áramótum. Hún segir
nauðganirnar þó að mestu bundnar
við helgar og áfengisneyslu.
nítján kynferðisbrot
„Þetta er í hærra lagi,“ segir Björg-
vin Björgvinsson, yfirmaður kynferð-
isbrotadeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Hann segir brotin af
öllum toga en þar af eru þrjár nauð-
ganir til rannsóknar. Í öllum tilvik-
um hafi meintir gerendur náðst og
þeir verið yfirheyrðir. Þau mál eru til
rannsóknar hjá lögreglunni og verða
að því loknu send til ríkissaksóknara
sem tekur ákvörðun um hvort menn-
irnir verði ákærðir. Björgvin segir eng-
in mál hafa komið upp þar sem stúlk-
um er nauðgað meðvitundarlausum
eða undir áhrifum lyfja.
barnaklám og blygðunarsemi
„Minnst fimm kærur hafa bor-
ist vegna barnakláms í tölvum,“ seg-
ir Björgvin en í síðustu viku stað-
festi Hæstiréttur gæsluvarðhald yfir
manni sem hafði barnaklám undir
höndum. Þá kom í ljós að eitt mynd-
skeiðið sem fannst í tölvu hans var af
íslenskri stúlku að eiga munnmök við
eldri mann. Einnig kom upp umdeilt
mál Ágústs Magnússonar sem Komp-
ás vakti athygli á í janúar. Fleiri mál
komu í kjölfar þess og hefur lögreglan
nú málin til rannsóknar.
„Þá var einnig nokkuð um blygð-
unarbrot og tilkynningar frá barna-
yfirvöldum,“ segir Björgvin. Þau mál
eru til rannsóknar hjá lögreglunni.
Kynferðisbrotum fjölgar en
kærum fækkar
Árið 2006 leituðu alls 143 einstakl-
ingar til neyðarmóttöku nauðgana
vegna kynferðisofbeldis. Þó voru að-
eins sextíu kynferðisabrot tilkynnt
til lögreglu og enn færri málum lauk
með dómsuppkvaðningu. Samkvæmt
ársskýrslum lögreglustjórans í Reykja-
vík hefur nauðgunum fjölgað ár frá
ári síðan 1999. Það vekur þó athygli
að kærum fækkar um leið og má sjá
mikla dýfu árin 2002 og 2003. Einn-
ig fækkar kærum nokkuð árið 2004.
Kynferðisbrot voru flest árið 2003 en
þá rannsakaði lögreglan 166 mál.
17 nauðgarar ganga lausir
Alls hafa tuttugu konur leitað til Neyðarmóttöku nauðgana það
sem af er ári, að sögn eyrúnar jónsdóttur yfirlæknis. Aðeins
þrjár þeirra leituðu til lögreglu og lögðu fram kæru vegna
nauðgunar. Að sögn björgvins björgvinssonar, yfirmanns kyn-
ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bárust
nítján kærur vegna kynferðisbrota í janúar einum. Helga leifs-
dóttir réttargæslumaður segir klámvæðinguna sjúka.
Helga leifsdóttir segir klámvæðinguna
sýkja hugarfar gerenda.
aðeins þrjár kærur Lögreglu
rannsakar þrjár nauðganir og
hefur tekið skýrslu af meintum
nauðgurum.
valur GreTTisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is