Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 11
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 11 n 26. febrúar 2004 - 18 mánuðir rúmlega sextugur maður hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á meðan hún var á aldrinum sjö til ellefu ára. Maðurinn hafði káfað og þukl- að á brjóstum og kynfærum stúlkunnar og sett fingur í leggöng hennar. Mað- urinn neitaði stað- fastlega sök. Honum var gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í miskabætur. n 20. nóveMber 2003 - 18 mánuðir 43 ára karlmaður hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrin- um ellefu til sextán ára. Maðurinn hafði margsinn- is þuklað stúlkurnar, innan og utan klæða, reynt að þvinga tungu upp í munn þeirra og sett fingur í leggöng einnar stúlknanna. Stúlkurnar fengu miskabætur. n 8. Maí 2003 - 3 mánuðir auk skilorðs Hæstiréttur dæmdi 27 ára karl í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðs- bundna, fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum. brotin áttu sér stað á sex ára tímabili. Stúlk- urnar voru á aldrinum fimm til sextán ára. Sök í einum ákæru- liðanna var fyrnd. Hann þurfti að greiða stúlkunum alls 1.400 þúsund krónur í miska- bætur. n 13. febrúar 2003 - 30 mánuðir Karlmaður hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn tveimur þrettán ára stúlk- um. Hann lét aðra stúlkuna sjúga á sér getnaðar- liminn og hafði skömmu síðar samræði við hina stúlkuna. Til refsiþyngingar kom að hann hafði tælt fjórar stúlkur inn í íbúð með sér til þess að taka af þeim kvikmynd. Honum var gert að greiða stúlkun- um alls hálfa milljón í miskabætur. n 19. SepTeMber 2002 - 3 mánuðir, skilorð 72 ára karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum, ellefu til tólf ára gömlum. Hann hafði káfað á stúlkunum, berað kynfæri sín í við- urvist þeirra og reynt að fá þær til að snerta getn- aðarliminn. Honum var gert að greiða stúlkunum samtals átta hundruð þúsund krónur í miskabætur. n 16. Maí 2002 - 18 mánuðir Hæstiréttur staðfesti átján mánaða dóm héraðs- dóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferð- isbrot gegn tveimur stúlkum. Stúlkurnar voru níu ára og sautján ára. Sakir voru margar en sýknað var í öllum utan einni sem varðaði yngri stúlkuna. Honum var gert að greiða yngri stúlkunni 600 þús- und krónur í miskabætur. n 24. apríl 2002 - 12 mánuðir Karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fanglesi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sjö og þrettán ára. við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að eldri stúlkan var að verða fjórtán ára og ekki þótti sannað að samskipti þeirra hefðu verið gegn vilja hennar. Manninum var gert að greiða stúlkunum hálfa milljón í miskabætur. n 18. apríl 2002 - 2 ár Hæstiréttur dæmir karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nokkrum sinnum haft mök við níu ára stúlku ásamt fleiri brotum gegn sömu stúlku. Manninum var gert að greiða stúlkunni 600 þús- und krónur í miskabætur. n 21. febrúar 2002 - 3 mánuðir auk skilorðs Karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir þrjú kynferðis- brot gegn ungum dreng. Kynferðisbrot voru sönn- uð en þó tókst ekki að sanna að maðurinn hefði látið drenginn hafa við sig endaþarmsmök. Miska- bótakröfu var vísað frá. n 31. janúar 2002 - 3 mánuðir, skilorð Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að þukla innanklæða á ellefu ára stúlku í skála í Þórsmörk. Hann þurfti að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur. 17 nauðgarar ganga lausir Átján mánaða fangelsisdómur yfir kynferðis- brotamanni 1. febrúar síðastliðinn er meðal þyngstu dóma sem Hæstiréttur hefur kveðið upp í sambærilegum málum. Brot mannsins vörðuðu við 202. grein almennra hegning- arlaga, sem felur í sér bann við samræði eða öðrum kynferðismökum við barn yngra en fjórtán ára. Í lagagreininni er einnig bann- að að áreita kynferðislega barn undir fjór- tán ára. Refsiramminn er allt að fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni og allt að tólf ára fangelsi fyrir samræði við barn. Hálft ár eða minna DV tók saman dóma Hæstaréttar í sam- bærilegum málum frá byrjun árs 2002 til dagsins í dag. Dómarnir eru allir kveðnir upp í málum þar sem brotið er gegn 202. grein hegningarlaganna. Málin teljast því sam- bærileg þótt brotin séu misalvarleg. Í helm- ingnum af þeim tuttugu dómum sem skoð- aðir voru er um að ræða hálfs árs fangelsi eða styttra, skilorðsbundið eða sýknu. Þyngsti dómurinn er tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir samræði og áreitni við tvær þrettán ára stúlkur. Einn karlmaður hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa ítrekað mök við níu ára stúlku. Þrír menn hlutu átján mán- aða fangelsisdóm og aðrir þrír fengu eins árs fangelsi. afleiðingar fyrir lífstíð „Afleiðingum af nauðgunum og kynferðisofbeldi má jafna við þau áföll sem fólk verður fyrir í kjölfar náttúruhamfara, stríðsátaka og stórslysa. Fræðimenn þekkja þess- ar afleiðingar,“ segir Atli Gíslason hæstaréttarlög- maður. Atli hefur gagn- rýnt íslenskt réttarkerfi fyrir að viðurkenna ekki afleiðingar kynferðis- brota á þolendur. „Réttarvörslukerfið íslenska virðist ekki hafa skoðað þetta. Skýrsl- ur eru teknar við komu á neyðarmóttöku og það nánast látið duga,“ segir hann. Atli segist þekkja tilvik þar sem þolandinn hefur þurft á sérfræðiaðstoð að halda langt fram á fullorð- insár. „Það er talað um þetta sem áfallarösk- un. Ef þessar afleiðingar koma fram, þá hef ég sagt að það séu löglíkur á nauðgun.“ Hæstiréttur slakar á „Að því er varðar brot gegn börnum er talið að Hæstiréttur hafi slakað á sönnun- arkröfum og heldur þyngt dómana,“ segir Atli Gíslason. Hann telur þetta þó ekki vera greinilega þróun. „Ríkissaksóknari held- ur þessu fram,“ segir Atli. Hann bendir á að ýmsar úrbætur hafi átt sér stað í rannsókn á kynferðisbrotum gegn börnum. Börnin fái talsmann og yfirleitt sitji sérfróðir einstakl- ingar sem meðdómendur. Einnig séu til kall- aðir sérfræðingar til að rannsaka afleiðingar brotanna. „Þetta er ekki gert í nauðgunar- málum. Þar er alveg afleiðingar.“ Kynferðisbrotamenn betrast Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur bendir á að lausnirnar liggi ekki ávallt í harð- ari refsingum. „Menn aðhyllast það gjarnan að lausnin sé að herða refsingarnar. Vægari refsingar virðast ekki auka líkurnar á að ein- staklingur brjóti aftur af sér. Það er líka at- hyglisvert að kynferðisbrotamenn hafa sýnt lægri endurkomutíðni í fangelsin en aðrir af- brotamenn,“ segir Helgi. Hann segir þennan mun ekki vera mikinn, en vel mælanlegan. Orð gegn orði Mildanir dóma í Hæstarétti eru ekki nýj- ar af nálinni. Hæstaréttardómarar greiða sér- atkvæði ef þeir eru ekki sammála meirihluta dómsins um refsingar. Þann 20. október 2005 greiddi Jón Steinar Gunnlaugsson sératkvæði í máli þar sem maður var ákærður fyrir alvar- leg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Mað- urinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi. Í sér- atkvæði sínu taldi Jón Steinar að sýkna bæri manninn, þar sem sakfellingin væri eingöngu byggð á framburði stúlkunnar. Sama óvissa kom upp í dómi Hæstarétt- ar frá því í janúar síðastliðnum. Maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast að mágkonu sinni. Ólafur Börkur Þor- valdsson taldi varhugavert að nota framburð konunnar til þess að sakfella. Hann lagði til að maðurinn yrði sýknaður. ólæknandi barnagirnd „Það hefur verið talað um að tíu til fimmt- án prósent barnaníðinga séu haldnir ólækn- andi barnagirnd. Ég tel að við ættum að at- huga úrræði eins og rafræna vöktun með barnaníðingum sem afplána hluta sinnar refsingar utan við fangelsi. Það er nokkuð góð reynsla af þessu í öðrum löndum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður. Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot er þung refs- ing miðað við fyrri dóma Hæstaréttar. atli Gíslason segir fórnarlömb kynferðisglæpa bera afleiðingar til lífstíðar. jóhanna Sigurðardóttir telur athugandi að koma upp rafrænu eftirliti með barnaníðingum. afleiðingar til lífstíðar SiGTryGGur jóHannSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Það koma að meðaltali þrjú nauðgunarmál upp á viku.“ 1999 2000 2001 2002 2003 6,82 7,27 6,69 5,75 5,71 0,99 1,10 1,18 1 ,30 1,33 fj öl di á h ve rj a 10 00 íb úa Ofbeldisbrot Kynferðisbrot Kærð ofbeldis- og Kynferðisbrot TilKynnT KynferðiSbrOT 1999 85 2000 111 2001 136 2002 136 2003 166 2004 128 2005 140 2006 143 fjöldi brota á hverja 1.000 íbúa í reykjavík árin 1999 til 2003. Tuttugu fórnarlömb alls hafa tuttugu konur leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgana á árinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.