Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 13
DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 13 Þrælabúðir barna Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa rannsókn- arnefnd sem hefur það hlutverk að kanna aðbún- að barna á barnaheimilum sem rekin voru á árum áður. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardaginn eru meðal þeirra heimila stúlkna- heimilið Bjarg, Unglingaheimili ríkisins, Kumb- aravogur, Silungapollur og Breiðavík. „Ég þekkti ekkert annað en að vera á barnaheimili á æskuárum mínum,“ segir Elvar Jakobsson, tæplega fimmtugur maður, sem búsettur er í Þýskalandi. „Ég er næstyngstur sex systkina og vegna veikinda minna í bernsku og mik- ils vinnuálags á foreldrum mínum var mér komið fyrir á vöggustofu og barnaheimilum. Þegar ég var ellefu ára kom ég að Kumbaravogi, sem átti eftir að verða heimili mitt næstu fimm árin.“ Forstöðumenn Kumbaravogs voru hjónin Hanna Guðrún Hall- dórsdóttir og Kristján Friðbergs- son. Þar segist Elvar hvorki hafa fengið ástúð né blíðu, en verið not- aður til vinnu eins og önnur börn á heimilinu. „Þetta voru þrælabúðir barna,“ segir hann með mikilli áherslu. Sagan hefur legið á honum eins og mara í áratugi og hann tekur sér nokkra daga til að undirbúa þetta viðtal. „Við vorum tólf eða fjórtán börn á bænum þegar ég dvaldi þar og vorum öll látin vinna hörð- um höndum. Þarna var hænsna- bú með yfir þúsund hænum og ég gleymi aldrei þegar við vorum að moka skítinn úr hænsnahúsinu með skóflum þar til við fengum blöðrur á hendurnar. Frá Kumb- aravogi var mikil „útgerð“, þaðan voru seldir kjúklingar og egg og það var í verkahring okkar barn- anna að hlaða eggjunum upp og sjá um þetta bölvaða hænsnahús, svo ég taki vægt til orða,“ segir hann og hlær lítillega. „Almáttug- ur, hvað ég hataði þetta hænsna- bú! Ef við vorum dugleg fengum við ís að launum.“ Í grænmetisgarðinum frá morgni til kvölds Auk vinnunnar við hænsna- húsið segist Elvar hafa verið látinn stjórna stórri kartöfluvél og negla tjörupappa á þök, ellefu ára að aldri. „Annars lágum við mest á fjór- um fótum á Kumbaravogi. Við vor- um að taka upp gulrætur, gulrófur og kartöflur frá morgni til kvölds og látin bera níðþunga kartöflu- pokana í kartöflugeymsluna. Við vorum líka látin festa þakplötur, ellefu, tólf ára börnin og þau einu sem ég veit til að hafi sloppið við þrældóminn voru þrjú systkini sem komu um það leyti sem ég var að fara af Kumbaravogi. Sum barnanna voru í eftirlæti hjá hjón- unum... Sá yngsti sem var með mér í þessari þrælkunarvinnu var Einar heitinn Agnarsson, sem var níu ára þá.... Við vorum lát- in negla tjörupappa á húsþök, hreinsa timbur, grafa skurði og bera sérstakt efni á timbur svo ég nefni þér dæmi. Og ekki nóg með það, heldur var sett upp pokaverk- smiðja þarna og við börnin vorum látin sauma heyábreiður og ann- að. Við sátum við risasaumavél- ar sem fæst okkar réðu við, enda saumaði ég í gegnum fingurinn á mér. Ef það er ekki barnaþrælkun að láta börn koma beint úr skóla til að setjast við vinnuvélar, þá veit ég ekki hvað barnaþrælkun er. Hér í Þýskalandi, þar sem ég hef búið í áratugi, væru forstöðumenn slíks heimilis löngu komnir á bak við lás og slá. Það var komið fram við okk- ur eins og vinnudýr og sem dæmi þá fengum við aldrei að koma inn í húsið nema bakdyramegin.“ Hann segist aldrei hafa fundið fyrir hlýju eða alúð af hálfu hjón- anna. Eina manneskjan sem hann hafi tengst sterkum böndum hafi verið jafnaldra hans, stúlka úr Reykjavík sem hann kallar fóst- ursystur sína. Hún er sú eina sem hann heldur sambandi við af Kumbaravogsbörnunum. „Ég man aldrei eftir að nokkur hafi sýnt mér ástúð á æskuárum mínum,“ segir Elvar og þagnar. „Og þó. Ég man þegar ég var nokkra daga í Reykjavík hjá mömmu minni þegar ég var að fermast að þá fékk ég nokkra hlýju frá henni.“ Hann segist oft hafa reynt að strjúka ásamt öðrum börnum. En annaðhvort náðust þau eða hann sneri til baka að eigin ósk. „Ég átti nefnilega hest þarna,“ segir hann til útskýringar. „Það eina sem ég gat sýnt blíðu voru dýrin. Ég elskaði að vera innan um dýr, tók að mér veika fugla og hlúði að þeim. Eini tíminn sem gafst þó til þess að sinna hugðarefnunum var á laugardögum, því þetta var aðventistaheimili þar sem laugar- dagurinn var hvíldardagur.“ Langaði til himinsins, til Guðs... Herbergjum deildu börnin ým- ist tvö eða þrjú saman. Að sögn Elvars voru herbergin þrifaleg og þótt honum hafi ekki þótt matur- inn góður, var nóg af honum. „Það sem mér fannst best voru stappaðar gulrætur, rófur og kart- öflur í smjöri,“ segir hann hlæjandi. Framhald á næstu opnu AnnA Kristine blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is elvar Jakobsson „Ég er búinn að grafa minningarnar svo djúpt að ég held að enginn nái þeim úr þessu. Ég veit ekki hvort það sé hægt að hjálpa mér lengur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.