Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 16
föstudagur 16. febrúar 200716 Fréttir DV DV mynD Stefán Upplifun barnanna sem dvöldu á Kumbaravogi um árabil er misjöfn. Einn þeirra sem þar bjó um átta ára skeið er Róbert Har- aldsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, sem segist hafa fundið þar bæði ástúð og hlýju. „Ég dvaldi á Kumbaravogi frá árinu 1967 fram til 1975 og þar leið mér vel,“ segir Róbert. „Ég fann fyrir ástúð og hlýju frá fóstur- foreldrum mínum, en það leiddi af verkaskiptingu þeirra daga að mæðurnar sinntu börnunum meira en feður og ég fann því sér- staklega mikla hlýju frá Hönnu, fósturmóður minni. Hún var ein- staklega elskuleg kona.“ Róbert segist vissulega hafa saknað foreldra sinna oft, enda raun að þurfa að yfirgefa þá á við- kvæmum aldri. „En mér leið vel á Kumbara- vogi og fannst vel að mér búið,“ segir hann. „Það var gaman að al- ast upp á Stokkseyri.“ Í viðtali við Elvar Jakobsson hér í blaðinu líkir hann miklu vinnu- álagi á börnin á Kumbaravogi við þrælkun. Ert þú ekki sama sinnis? „Nei, mér finnst það alltof fast að orði kveðið. Fósturforeldr- ar mínir lögðu vissulega mikla áherslu á að við tækjum þátt í heimilisstörfum og myndum venjast allri algengri vinnu. Það var mikil virðing borin fyrir vinnu- semi á heimili okkar.“ Vinnuálag árstíðabundið En var mikil vinna lögð á herð- ar ykkar? „Við unnum meira en ung- menni eiga að venjast nú í dag, en vinnuálagið var árstíðabund- ið. Það var til dæmis unnið hörð- um höndum á haustin við upp- skeruna. Við unnum líka við hænsnarækt, byggingarvinnu og í pokagerðinni. En við fengum líka mikinn tíma til að leika okkur, ferðast og stunda námið. Ég varði miklum tíma í Stokkseyrarfjör- unni og í móum og mýrum norð- austur af Kumbaravogi þar sem er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Raunar undrast ég hve oft og hve víða fóst- urforeldrar okkar ferðuðust með okkur um Ísland, þennan stóra barnahóp. Við fórum á skátamót víða um land, lengri og skemmri bíltúra og iðulega í styttri ferðir á laugardögum. Við unnum líka í frystihúsinu á Stokkseyri í fisk- vinnslu líkt og önnur ungmenni í þorpinu.“ Ykkur var launað með ís ef þið stóðuð ykkur vel. Finnst þér það eðlileg uppeldisaðferð? „Ég minnist þess nú ekki að ís hafi verið eitthvert sérstakt uppeld- istæki á Kumbaravogi, að minnsta kosti ekki meira en gerist á venju- legum íslenskum heimilum!“ Þið fóruð alltaf inn bakdyra- megin. Finnst þér það eðlilegt? „Ég skil ekki hvað spurningin gefur í skyn og hef í raun aldrei leitt hugann að þessu, því um- gengni öll var hin eðlilegasta. Mjög eðlilegt skipulag sem tíðkast víða til sjávar og sveita og var einn- ig hjá okkur. Þurrkklefi og slík að- staða var bakdyramegin og miklu meira rými til að geyma yfirhafnir en við aðalinnganginn. Við hefð- um hlegið hressilega strákarn- ir á Kumbaravogi, er ég hræddur um, ef við hefðum fengið á okkur þessa spurningu.“ Öruggt og gott heimili Hvaða hug berð þú til æskuár- anna núna? „Ég ber góðan hug til æskuára minna. Það var gott að alast upp á Stokkseyri. Heimilið var öruggt og gott og reyndar mikil framför frá þeim tveimur heimilum eða stofnunum sem ég þekkti til og hafði áður dvalið á í stuttan tíma. Ég tel mig heppinn að hafa dval- ið á Kumbaravogi miðað við þær aðstæður. Ég hef heyrt í öðrum uppeldissystkinum sem eru sama sinnis.“ En hvernig hugsaðirðu um þessar aðstæður þegar þú varst yngri? „Ég man að ég saknaði oft for- eldra minna og það er svo margt sem barnshugurinn ekki skilur. En eftir því sem ég best man var ég sáttur krakki og glaðvær.“ Tengdistu vel öðrum börnum á Kumbaravogi? „Auðvitað misvel í svo stórum hópi, en ég eignaðist afskaplega góða félaga og vini í hópnum. Og ég átti góð samskipti við öll fóstur- systkini mín, án undantekningar.“ Tengdistu hjónunum vel? „Ég hef lært að meta þau betur og betur með hverju ári sem líður. Ég ber mikla virðingu fyrir ævi- starfi þeirra sem ég tel einstakt að mörgu leyti.“ Kristján þykir hlýlegur maður af sumum, en er illa liðinn af öðr- um. Upplifðir þú hann aldrei sem harðan mann? „Það hefur aldrei nokkur mað- ur sagt í mín eyru að hann hafi haft illan bifur á Kristjáni. Kristj- án gat verið hlýr og hann gat ver- ið strangur líkt og góðir foreldr- ar. Ég varð hins vegar aldrei fyrir neinu harðræði af hans hálfu. Ég ber mikla virðingu fyrir Kristjáni og ævistarfi hans. Mér hefur fund- ist hann með fádæmum útsjónar- samur og úrræðagóður maður og hann er með fjölmörg járn í eld- inum ennþá þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur.“ Varst þú einn þeirra sem var í eftirlæti hjá hjónunum? „Ég minnist þess ekki að þau hafi gert upp á milli okkar barn- anna. Mér finnst ég hafi átt gott samband við þau bæði en það var auðvitað ekki eins náið og sam- band milli barns og foreldris í lít- illi kjarnafjölskyldu. Það gefur augaleið.“ fjarri því að harðræði væri beitt Einar Agnarsson er sagður hafa verið sá minnsti en jafn- framt sá hugrakkasti og sagð- ur hafa svarað fyrir sig, staðið uppi í hárinu á Kristjáni sem hafi hegnt honum. Einar var sendur í Breiðuvík í hegningarskyni. Hvað finnst þér um það núna í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum um Breiðuvík? „Ég veit ekki til hvers þú ert að vísa hér og ég vil ekki ræða einstaka einstaklinga. Þegar ég hugsa til Einars heitins þá get ég almennt sagt að sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Það var fjarri fóst- urforeldrum mínum að beita nokkurn harðræði. Lýsingu af þessu tagi kannast ég ekki við. Og ég verð að segja almennt að mér finnst miður að æskuheimili okk- ar skuli sett í samhengi við þessa umræðu um Breiðuvík. Þessu tvennu verður ekki líkt saman.“ Þið talið hvert um annað sem „systur“ eða „bróður“. Bundust þið svona sterkum böndum? „Já, mér hefur alltaf fundist ríkja hlýhugur á milli okkar fóst- ursystkinanna. Ég skynja hann enn í dag í hvert sinn sem ég hitti þau.“ Hvert er samband ykkar í dag, barnanna sem dvöldu á Kumb- aravogi? „Ég hef mismikið samband við þau. En eins og ég segi þá finn ég fyrir miklum hlýleika milli okkar. Við hittumst langflest að minnsta kosti einu sinni á ári, á annan í jólum hjá Kristjáni á Kumbara- vogi og verjum eftirmiðdegi sam- an.“ Leiðarljósið var að skapa eðlilegt fjölskyldulíf Hefur þú þurft að vinna í minningunum, er eitthvað sem þú varst ósáttur við úr æsku eftir að þú fullorðnaðist? „Mér finnst ég ekki hafa meira af slíku í mínu lífi en gerist og gengur. Það er ekkert eitt sem ég hef þurft að gera upp, eða neitt af því tagi. En sjónarhorn manns breytist með árunum og maður áttar sig betur á því hverjir hafa reynst manni vel.“ Hvert er viðhorf þitt til þess að ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á aðbúnaði barna á barnaheimilum „fyrri tíma“? Er slíkt nauðsynlegt að þínu mati? „Mér sýnist að þessi heimili hafi verið mjög ólík og haft mjög ólíkar hugsjónir að leiðarljósi. Sú hugsjón sem fósturforeldrar mín- ir höfðu að leiðarljósi var að skapa börnum sem komu úr erfiðum fjölskylduaðstæðum eðlilegt fjöl- skyldulíf þar sem móðir og faðir voru til staðar og börnin mynduðu systkinahóp. Við töluðum aldrei um Kumbaravog sem barnaheim- ili heldur sem heimili okkar. Og við litum ekki á þau hjónin sem forstöðufólk sem gæti komið og farið. Flest börnin kölluðu þau mömmu og pabba. Mér sýnist að hin kristna hugmyndafræði þeirra hafi skilað góðum árangri, skapað festu og öryggiskennd hjá okkur börnunum.“ Telur þú rétt að þau börn sem bjuggu á barnaheimilum og eiga enn um sárt að binda fái sálfræði- aðstoð? „Að sjálfsögðu.“ Telur þú líklegt að mörg þess- ara barna hafi grafið reynsluna djúpt í undirmeðvitund og hafi ekki náð að fóta sig í lífinu? „Langflestir krakkanna á Kumbaravogi hafa náð að fóta sig í lífinu og mörgum hefur gengið vel, jafnvel mjög vel. Meirihluti okkar hefur hlotið háskólamenntun eða sérhæfða iðnmenntun og ég veit ekki betur en flest okkar starfi á vettvangi sem við erum sátt við og höfum náð að mynda okkar eigin fjölskyldur. Undantekningar frá þessu eru ekki margar, en þær eru til. Ég lít svo á að þessi árangur sé mikil meðmæli með því starfi sem fósturforeldrar mínir unnu og þeim hugsjónum sem þau lögðu til grundvallar.“ Þakklátur fyrir þá aðstoð sem mér var veitt Í viðtalinu við Elvar kemur fram að hann var beittur kyn- ferðislegu ofbeldi af gestkomandi manni, sem var tíður gestur á heimilinu. Grunaði þig einhvern tíma að slíkt ætti sér stað? „Það tekur mig mjög sárt að heyra að hann hafi orðið fyrir ein- hverju slíku af hálfu gestkomandi manns. Sjálfur varð ég ekki vitni að því. Og ég veit ekki hvort rétt sé að tala um þennan mann sem tíð- an gest á heimilinu. Hitt veit ég að grunsemdir vöknuðu um þennan mann og var brugðist við því svo ákveðið að ég minnist þess ekki að hafa séð hann á heimilinu eft- ir að þær grunsemdir vöknuðu. En mig langar líka að taka fram að neikvætt viðhorf til heimilis- ins sem virðist koma fram í þessu viðtali er mikið minnihlutaviðhorf. Ég veit að meirihluti okkar hefur þau jákvæðu viðhorf til fósturfor- eldranna sem ég hef lýst. Það hef ég skynjað fyrr og síðar, til dæmis þegar við fósturbörnin sömdum minningargrein um fósturmóður okkar árið 1992.“ Hvað telur þú gott hafa leitt af uppeldinu á Kumbaravogi? „Ég lærði dugnað, þrautseigju, reglusemi og virðingu fyrir mik- ilvægi menntunar á Kumbara- vogi. En það sem situr ef til vill dýpst í mér er virðing fyrir lífrík- inu og náttúrunni enda er fjaran á Stokkseyri dásamleg og lífrík- ið allt. Ég fer oft austur til að fá mér göngutúr í fjörunni, einn eða með fjölskyldu minni.“ Leiddi eitthvað slæmt af þeirri dvöl? „Ég ber ekki kala til nokkurr- ar manneskju eftir dvöl mína á Kumbaravogi. Þvert á móti er ég þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég og fjölskylda mín fengum á erf- iðum tíma. Ég var einnig svo lán- samur að eiga góða foreldra sem héldu góðum tengslum við mig og ég sneri aftur til þeirra fimmt- án ára gamall. Fósturforeldra minna og -systkina á Kumbara- vogi minnist ég með hlýhug og þakklæti.“ Þakklátur fyrir árin á kumbaravogi Sama lífið, misjöfn sýn. Á Kumbaravogi dvöldu börn árum saman en upplifðu veruna á mis- jafnan hátt. elvar og Róbert geyma ólíkar minningar innra með sér. Viðhorfin til fóstur- heimilisins eru gjörólík. Róbert Haraldsson er þakklátur „sú hugsjón sem fósturforeldrar mínir höfðu að leiðarljósi var að skapa börnum sem komu úr erfiðum fjölskyldu- aðstæðum eðlilegt fjölskyldulíf, þar sem móðir og faðir voru til staðar og börnin mynduðu systkinahóp.“ „Ég ber góðan hug til æskuára minna. Það var gott að alast upp á Stokkseyri. Heimilið var öruggt og gott.“ AnnA KRiStine blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.