Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 18
föstudagur 16. febrúar 200718 Helgarblað DV
Um síðustu helgi boðaði kona á
sextugsaldri börn sín til fundar við
sig. Hún vildi segja þeim leyndar-
mál sem hún hafði falið í fjörutíu
ár. Leyndarmálið var vist hennar
á stúlknaheimilinu Bjargi á Sel-
tjarnarnesi.
„Ég hef þagað yfir dvöl minni á
Bjargi í fjörutíu ár,“ segir Valgerð-
ur Kristjánsdóttir, sem hringir á
ritstjórn DV og segir að sér finnist
tímabært að lækna sárin. „Þegar
ég losnaði af Bjargi og það barst í
tal að ég hefði verið þar var ég
spurð hvort ég hefði verið „vand-
ræðabarn“. Þá ákvað ég að fela
þessa staðreynd og ætlaði aldrei
að ræða hana aftur. En þegar ég
las greinina í DV í síðustu viku
ákvað ég að ræða málin, sjálfrar
mín vegna og annarra.“
Valgerður er fædd suður með
sjó en eftir skilnað foreldranna var
hún send í fóstur til frænda síns og
konu hans vestur í Stykkishólmi.
„Blóðmóðir mín mun hafa vilj-
að fá mig aftur og meðan verið var
að greiða úr þeim málum var mér
komið fyrir á Bjargi,“ segir Val-
gerður. „Þar dvaldi ég í níu mán-
uði og þar fékk ég nóg af Guðsorði
fyrir alla ævina og meira til,“ seg-
ir hún og hlær lítillega „Við vorum
látnar fara með borðbænir sí og æ
og sækja nánast allar samkomur
Hjálpræðishersins og þarna fékk
ég ofskammt af trúartali. Mér hef-
ur gengið illa að sækja messur í
kirkjum eftir þessa upplifun.“
Eins og hundar í bandi
Valgerður man vel eftir húsa-
kynnum, starfsfólki og kennurum
að Bjargi.
„Niðri var skólastofan, þvotta-
hús, eldhús, borðstofa og heim-
sóknarherbergi, á efri hæð var
stofa og einhver herbergi og efst
uppi voru svefnherbergi okkar
stúlknanna. Á herbergjunum voru
rúm og kommóður, en á mínu
herbergi var enginn fataskápur.
Kennararnir sem ég man best eftir
voru guðfræðinemar, séra Sigurð-
ur Sigurðsson, nú vígslubiskup í
Skálholti, séra Gunnar Kristjáns-
son og séra Sigurður Guðmunds-
son. Mér fundust þessir menn
ágætir en talaði ekkert við þá fyrir
utan kennslustundirnar. Það má
vel vera að einhverjar stúlknanna
hafi sagt þeim frá vistinni, ég kaus
að þegja. Dagarnir voru ákaf-
lega einmanalegir,“ segir hún og
klökknar við að rifja upp dvöl-
ina. „Við vorum læstar inni eins
og í fangelsi og það var útilokað
að fá þá tilfinningu að þetta væri
heimili. Við máttum fara í göngu-
ferð einu sinni á dag, annaðhvort
í tíu mínútur eða klukkustund.
Ég kaus alltaf tíu mínútna göngu-
ferðina því mér fannst ákaflega
niðurlægjandi að vera á göngu
með einkennisklæddum Hjálp-
ræðisherskonum. Við vorum eins
og hundar í bandi og máttum þola
augngotur vegfaranda.“
Þegar Valgerður mætti í ljós-
myndatökuna vestur á Nes, var
það í fyrsta skipti frá því hún losn-
aði af Bjargi sem hún stendur við
það hús. Hún segist hafa viljað
gleyma öllu sem sneri að stúlkna-
heimilinu.
„Þetta er skrýtin tilfinning,“
segir hún þegar hún horfir á
Bjarg.“ Erfiðara en ég átti von á...
En þetta minnir mig líka á ljós-
ið í lífinu,” segir hún allt í einu
og brosir. „Stundum þegar við
Umfjöllun DV um síðustu helgi um stúlknaheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi hreyfði við
minningum sem legið höfðu í dvala áratugum saman. Nokkrar konur höfðu samband
við blaðið og staðfestu það sem þar kom fram í frásögn Gísla Gunnarssonar, prófess-
ors í sagnfræði, og Matthildar Hafsteinsdóttur, frænku færeysku stúlkunnar sem
var í raun kveikjan að því að Bjargi var lokað.
Ómanneskjulegur harmleikur
DV mynD: gúnDi
AnnA KristinE
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is