Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 21
Tekjuskattgreiðslur fyrirtækja eru í heildina mun lægri en tekjuskatt- greiðslur einstaklinga. Á síðasta ári greiddu einstaklingar 78 milljarða króna í tekjuskatt samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins. Tekjuskatt- greiðslur einstaklinga hafa aukist undanfarin ár, farið úr 62 milljörð- um króna 2004 í 69 milljarða árið eftir. Á síðasta ári voru þær svo tæp- lega þriðjungi hærri en 2004. 27 milljörðum frestað Sjö af átta stærstu fyrirtækjun- um í Kauphöllinni höfðu um síð- ustu áramót frestað skattgreiðslum upp á tæpa 27 milljarða króna. Þetta er svipuð upphæð og sem nemur skattgreiðslum allra lögaðila á síð- asta ári. Þessi fyrirtæki eru Kaup- þing, Glitnir, Landsbankinn, Exista, FL Group, Straumur-Burðarás og Bakkavör. Eina fyrirtækið sem met- ið er yfir hundrað milljarða króna og hefur ekki sent frá sér ársreikn- ing sinn er Actavis. Því er ekki vit- að hvernig skattastaða fyrirtækis- ins er. Kaupþing hagnaðist allra fyrirtækja mest á síðasta ári og frestaði einnig mestum skattgreiðsl- um. Alls námu þær þrettán milljörðum króna í árslok samkvæmt ársreikningi fyr- irtækisins. Næst kom Exista með tæpa sex milljarða króna í frestuð- um skattgreiðslum. Óskað var upplýsinga frá Baugi um hagnað fyrirtækisins, skatt- greiðslur og frestaða skatta síðustu tvö árin. Þær upplýsingar fengust ekki og liggja ekki frammi þar sem fyrirtækið er ekki í Kauphöllinni. Fyrirtækjakaup og íbúðakaup Skattgreiðslum fyrirtækja vegna hagnaðar þeirra af sölu hluta- bréfa hefur verið líkt við hús- næðisviðskipti almennings. Tökum dæmi: Einstakling- ur kaupir íbúð á 10 milljón- ir króna og selur hana á tólf milljónir innan tveggja ára. Hann ætti lögum sam- kvæmt að greiða tíu prósenta fjár- magnstekjuskatt af tveggja milljóna króna söluhagnaði. Til þess kemur ekki ef viðkomandi kaupir sér ann- að húsnæði annað hvort strax eða innan tveggja ára. Hafi einstakl- ingur átt íbúðina lengur en tvö ár greiðir hann eng- an skatt af sölu- hagnaði. DV Fréttir græddu 60 milljarða Nokkur stærstu fyrirtæki landsins högnuðust um 325 milljarða króna á síðasta ári og greiddu um 27 milljarða í tekjuskatt. Þau nýttu sér lagaheimildir til að fresta greiðslu 27 milljarða króna tekjuskatts með því að endurfjárfesta söluhagnaði. og borga nær enga skatta Sýnd veiði en ekki gefin „Þetta sýnir að það er sýnd veiði en ekki gefin þótt fyrirtækin skili miklum bók- færðum hagnaði. Það þýðir ekki að féð komi til skattlagningar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, um skattgreiðslur stórfyrirtækja. Steingrímur segir þetta til marks um skattkerfi þar sem áhersla hafi verið lögð á að hafa skatta á fyrirtæki sem lægsta. Samhliða því eiga fjármagnseigendur svo möguleika á að færa fé sitt milli landa til að komast hjá að greiða skatta hérlendis. „Mér finnst heldur lélegt hjá þessum stóru körlum sem eru að græða þessi reiðinnar býsn að þeir geta ekki einu sinni tollað með þessi eignarhaldsfélög í landinu. Ég viðurkenni að skattalegt umhverfi á að vera samkeppnishæft en það á ekki að elta einhverjar karabískar skattaparadísir,“ segir Steingrímur og rifjar upp hugmyndir hægrimanna um að gera Ísland að skattaparadís. Það líst honum ekki á. Fundur í miðborginni Á 3ju og 4ðu hæð Iðu-hússins eru tveir fallegir salir. Stærri salurinn tekur allt að 150 manns og minni salurinn 120 manns. Allur aðbúnaður og tæknibúnaður er fyrsta flokks; þráðlaus kerfi, nettengingar og aðstaða fyrir starfsfólk svo eitthvað sé nefnt. Lídó er glæsilegur salur á horni Ingólfsstræti og Hallveigarstíg. Salurinn tekur allt að 400 manns í sæti og hentar frábærlega fyrir funda- og ráðstefnu- hald. Veisluþjónusta okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fag- mönnum. Við leggjum áherslu á sveigjanleika, enda eru kjörorð okkar: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og við lögum okkur að þínum þörfum. Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði og fyrirtaks veisluþjónustu. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Hannes Smárason FL Group hefur ekki greitt skatta síðustu tvö árin. Skattgreiðslur af 44 milljarða hagnaði á síðasta ári nema 800 milljónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.