Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 23
„Ég held að það megi augljóst vera að það sé nánast útilokað að reka slíka starfsemi án verulegrar opinberrar fyrirgreiðslu og það er sjálfsagt að standa fyrir henni, ég tala nú ekki um þegar um er að ræða að starfsemin gengur vel og kostnaður er hóflegur, eins og fram hefur kom- ið,“ sagði Halldór Ásgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, á Alþingi þann 13. febrúar 2002. Halldór svar- aði þá fyrirspurn Kristjáns Pálsson- ar um réttarstöðu og framtíð Byrgis- ins. Halldór sagði það vel mega vera að kostnaðurinn hefði orðið meiri en ráð var fyrir gert, en taldi rétt að geta þess að aldrei hefði verið gert ráð fyrir að starfsemin þyrfti á opin- berum stuðningi að halda. „Það hefur verið verulegt gagn að þessari starfsemi. Þar hafa marg- ir dvalið og haft mikið gagn af. Ég geri mér hins vegar ljóst að þessi starfsemi á í erfiðleikum og það hef- ur verið til umfjöllunar,“ sagði Hall- dór. DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 23 Starfshópur aðstoðarmanna þriggja ráðherra Framsóknarflokks- ins fékk það verkefni á út- mánuðum 2002 að kafa ofan í svarta skýrslu um Byrgið. Ætlunin var að hópurinn kæmi með tillögur að því hvernig bæta mætti úr fjárhagsó- reiðu Byrgisins. Skýrslan var kynnt fyrir ríkisstjórn. Sex ráðherr- ar úr ríkisstjórn árs- ins 2002 sitja enn. Það eru þau Geir H. Haarde forsætisráð- herra, Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Birkir Jón Jónsson yfirgaf félagsmálaráðuneytið og er nú formaður fjárlaganefndar. Mörg spjót hafa staðið á Birki. Hann hefur í störfum sínum sem formað- ur fjárlaganefndar afgreitt framlög til Byrgisins. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokki: Kostnaðurinn hóflegur „Það var engin skýrsla. Stjórn- armenn Byrgisins sögðu mér að skýrsla væri til,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 2003 vitnaði Guðjón Arnar í skýrslu um starfsemi Byrgisins á Miðnesheiði. Málið snérist um að veita Byrginu fimmtán milljóna króna aukafjárveitingu til þess að greiða skuldir. Flutningur frá Mið- nesheiði var yfirvofandi. „Nú vill svo til að ég hef hér und- ir höndum nokkrar upplýsingar um starfsemi Byrgisins. Ég verð að segja alveg eins og er að þessi fjár- veiting sem þarna er nefnd er ótrú- lega lítil til þeirrar starfsemi sem á sér stað í Rockville, endurhæfing- arsambýlinu á Miðnesheiði,“ sagði Guðjón Arnar í ræðustól á Alþingi, þann 5. desember 2002. Guðjón segir að Byrgið hafi ver- ið illa skuldsett á þessum tíma. „Það var verið að skikka þá til að flytja þannig að okkur þótti sjálf- sagt að tryggja að þeir skildu ekki eftir sig slóðann.“ Guðjón Arnar Kristjánsson Frjálslynda flokknum: Skýrslan var ekki til „Í starfsemi Byrgisins undir stjórn Guð- mundar Jónssonar hefur verið unnið kraftaverk á undanförnum árum í meðferð og umhirðu heimilislauss fólks sem hvergi annars staðar hefur átt höfði sínu að halla,“ sagði Kristján Páls- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í janúar 2002. Kristján lagði fram fyrirspurn til utanríkisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, um réttarstöðu og fram- tíð Byrgisins. Í fyrirspurninni sagði Kristján frá úttekt Aðalsteins Sigfússonar, félagsmálastjóra í Kópavogi, á starfsemi meðferðarheimilisins. „Þar kemur fram að starfsemi Byrgisins sem meðferðar- stofnunar sé í góðu lagi og ekki gerðar veiga- miklar athugasemdir við hana,“ sagði Kristján á Alþingi. Aðalsteinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að fjármál Byrgisins séu í molum. Ekkert bókhald hafi verið fært fyrir árið 2001 og sem dæmi greiði Byrgið af 22 símtækjum þótt þar starfi aðeins þrettán manns. Kristján Pálsson Sjálfstæðisflokki: Starfsemin í góðu lagi „Í Byrginu er fjöldi fólks sem ella væri húsnæðislaust, væri í reiði- leysi á götum bæja og borga, en fær þarna skjól,“ sagði Ögmundur Jón- asson á Alþingi í umræðu um fjár- aukalög í desember 2002. Þá sátu vistmenn í Byrginu á þingpöllum til þess að þrýsta á Alþingi að sam- þykkja fjárveitingu. Ögmundur sagði við sama tæki- færi að hann þekkti ekki vel til mál- efna Byrgisins og benti á að það væri mikill ábyrgðarhluti að ráð- stafa fjármunum ríkisins. „Öllu máli skiptir að þetta fólk, vistmenn í Byrginu og forráðamenn þar, hafi fast land undir fótum.“ Ögmundur vildi fá úr því skorið hvort Byrgið gæti þjónað sem fram- tíðarheimili fyrir vistmenn eða ekki. Mikilvægt væri að fá sérfræðinga til þess að móta framtíðarlausnir fyr- ir starfsemina. „Það vakti athygli mína af hve mikilli þolinmæði eða þrautseigju fólkið sat hér og hlust- aði á misskemmtilegar ræður um fjáraukalög og fjárlög í dag.“ Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingunni – grænu framboði: Þurfa fast land undir fót Ráðherrar og starfslið þeirra vissu um fjármálaóreiðu Byrgisins: Vissu um óreiðuna Ögmundur Jónasson Lagði áherslu á að hann þekkti ekki vel til málefna byrgisins. Vistmenn í byrginu söfnuðust á þingpalla og hlýddu á umræður um fjárlög í desember 2002. Kristján Pálsson sagði að byrgið kæmi vel út í úttekt aðalsteins sigfússonar. úttekt aðalsteins sagði að fjármál stofnunarinnar væru í molum. Guðjón Arnar Kristjánsson Vildi að byrgið fengi aukafjárveitingu til þess að hreinsa upp skuldir eftir reksturinn í rockville á Miðnesheiði. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herrann sagði það sjálfsagt að byrgið nyti fyrirgreiðslu, einkum vegna þess að starfsemin gengi vel og kostnaður væri hóflegur. Birkir Jón Jónsson Var aðstoðarmað- ur Páls Péturssonar félagsmálaráðherra og sat í starfshópi um skýrsluna. Hann er nú formaður fjárlaganefndar. Egill Heiðar Gíslason Var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og sat í starfshópi um skýrsluna. Elsa Björk Friðfinnsdóttir Var aðstoðarmaður Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra og sat í starfshópi um skýrsluna. Húsnæði Byrgisins að Efri-Brú eftir flutninginn frá rockville á Miðnesheiði fékk byrgið húsakost að efri-brú við sog. Blekkingar- Vefur í málum Byrgisins Byrgið1996-2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.