Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 24
föstudagur 16. febrúar 200724 Fréttir DV Breiðuvíkur- börnin „Þessir piltar voru dæmdir til vistunar,“ segir séra Tómas Guð- mundsson, sem er eini eftirlifandi meðlimur Breiðuvíkurnefndar sem fór með yfirstjórn yfir drengjaheim- ilinu á meðan það var rekið. Hin- ir tveir meðlimir nefndarinnar eru látnir, en það voru þau Jóhanna Eggertsdóttir og Ágúst H. Péturs- son, sem einnig gegndi formanns- hlutverki í nefndinni. Að sögn Tóm- asar var verksvið nefndarinnar aldrei skilgreint og sá hún aðallega um starfsmannaráðningar og fjár- mál. Presturinn Tómas Guðmunds- son sat í stjórnarnefnd drengja- heimilisins í Breiðuvík á sjöunda áratugnum. Hann hætti í nefnd- inni þegar hann fluttist frá Patreks- firði árið 1969. Sjálfur var hann vel kunnugur Þórhalli Hálfdánarsyni sem hefur verið sakaður um misk- unnarlaust harðræði við piltana sem þar bjuggu. Hann segist aldrei hafa orðið var við það ofbeldi sem fjölmargir menn hafa sagt frá í DV og Kastljósi undanfarið. Sjálfur tel- ur hann að það hafi verið dóms- málaráðuneytið sem dæmdi þessa pilta til refisvistar en þeir höfðu nær allir komist í kast við lögin þegar þeir voru sendir til heimilisins al- ræmda. Dæmdir til vistunar „Þessir piltar brutu af sér og voru í kjölfarið dæmdir til vistunar í Breiðuvík, þannig var þetta hugs- að í upphafi,“ segir Tómas Guð- mundsson fyrrverandi prestur á Vestfjörðum. Á meðan hann gegndi nefndarstörfum þurfti hann að eiga í samskiptum við dómsmálaráðu- neytið og segist hann sjálfur oft hafa reynt að fá meira fé til reksturs Breiðuvíkur. Það hafi gengið erfið- lega og að auki hafi verið afar erf- itt að fá starfsfólk til þess að vinna á heimilinu. Tómas segir að kennsla hafi verið í molum því ekki hafi ver- ið hlaupið að því að halda í starfs- fólkið. Hann segir að allt sem reynt var að gera fyrir piltana hafi verið ómögulegt vegna þess að ríkið vildi engu til kosta við uppeldi þeirra. Hann segir að það hafi verið mikill skortur á fólki með sérfræðiþekk- ingu á aðstæðum barnanna sem þar dvöldu. Þó hafi Símon Jóhannesson sálfræðingur komið árlega. Það hafi í raun verið betra en ekkert. Földu börnin „Þetta var náttúrulega mjög af- skekkt og í rauninni voru stjórnvöld að reyna að fela vandræðabörnin,“ segir Tómas um einangrunarstefnu stjórnvalda á þeim tíma. Börn voru send úr sínu eðlilega umhverfi en það voru barnaverndaryfirvöld sem stóðu fyrir því að taka börnin af heimilum sínum og senda þau vestur. Eftirlitsskyldan var á herðum Barnaverndarráðs Íslands og var sú skylda bundin í lög. Framkvæmda- stjóri nefndarinnar á þeim árum sem drengjaheimilið var hvað verst er látinn í dag. Svo virðist sem ekk- ert eftirlit hafi verið með staðnum. Sjálfur segir Tómas að hann hafi þó komið til Breiðuvíkur að minnsta kosti einu sinni í mánuði þegar heimilið var starfrækt. Sá ekkert ofbeldi „Ég varð alls ekki var við of- beldi þegar ég gegndi nefnd- arstörfum þarna,“ segir Tómas og er enn vantrúað- ur á þær sög- ur sem fjöldi manna hafa sagt í DV og öðrum fjöl- miðlum und- anfarið. Hann segir það af og frá að börnin hafi ekki feng- ið nægju sína af mat. Tómas segir að þeir hafi orðið var- ir við að eldri piltarnir nídd- ust á þeim yngri en tekið hafi verið fyrir það. Aðspurð- ur hvernig það hafi verið gert segir Tómas að það hafi verið rætt við þá. „Hafi Þórhallur tek- ið í strákana þá hafa þeir rækilega unnið til þess,“ segir Tómas. Hann vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þeir menn sem sagt hafa sögu sína séu hreinlega að ljúga. Réðum ekki Þórhall Tómas segir stjórnar- nefnd heimilisins ekki hafa séð um ráðningu Þórhalls Hálfdánarsonar og segist að- spurður ekki vita hver stóð að henni. Þórhallur var Stýri- mannaskólagenginn en hafði enga reynslu af uppeldi pöru- pilta. Að sögn Tómasar virtist Þórhallur heiðarlegur maður og var auðveldur í umgengni. Hann blæs á allar fullyrðing- ar sem fram hafa komið um myrkraverk forstöðumannsins. „Við reyndum bara að gera vist piltanna sem bærilegasta,“ segir Tómas Guðmundsson að lokum. Séra Tómas Guðmundsson frá Patreks- firði sat í stjórnarnefnd drengjaheimilisins í Breiðuvík þegar Þórhallur Hálfdánarson réði þar ríkjum. Hann segir að vistun pilt- anna hafi verið hugsuð sem refsivist fyrir afbrot sem þeir frömdu í Reykjavík. Sjálfur segir hann að dómsmálaráðuneytið hafi dæmt börnin til vistunar en menntamála- ráðuneytið séð um kennsluna, en á henni voru miklar brotalamir. Valdstjórnin ákvað að senda börn til vistunar í breiðuvík Breiðavík dómsmálaráðuneytið sendi börn til refsivistar í breiðuvík. „Piltarnir brutu af sér og voru í kjölfarið dæmdir til vistunar í Breiðuvík, þannig var þetta hugsað í upphafi.“ Séra Tómas Guðmundsson segir breiðuvík hafa verið hugsaða sem barnafangelsi. DV Fréttir föstudagur 2. febrúar 2007 11 BreiðuvíkurBörnin Framhald á næstu opnu þoldu Barsmíðar, niðurlægingu og kvöl Gísli Guðjónsson vann ritGeðrð um breiðuvík, hún var falin gísli guðjónsson réttarsálfræðingur vann samantekt um afleiðingar þess a ð vista unga og óharnaða drengi í breiðuvík. Niðurstaða gísla var sláandi og leiddi í ljós að flestir drengjanna sem þurftu að þola hið ömurlega líf við y sta haf snéru þaðan forhertir glæpamenn. Þeir hafa hlotið þunga dóma, með al annars fyrir manndráp. flestir þeirra urðu afbrotamenn. Þegar samantekt gísla birtist, fyrir um þrjátíu árum, var hún stimpluð sem trúnaðarmál og hefur legið ónotuð síðan. dV komst yfir eintak og þar má lesa óhugnanlegar afleiðing ar vistunarinnar í breiðuvík. Nú hefur leyndarhjúpnum verið aflétt. strákar voru sendir í breiðuvík og sumir voru þar árum saman. stundum vegna þess að þeir nutu ekki ástar og umhyggju heima fyrir. í breiðuvík lifðu þeir við hörmungar sem mótaði þá fyrir lífstíð. flestir urðu afbrotamenn. Helvíti á jörðu DV grefur upp leyniritgerð ritgerð sem gísli guðlaugsson skrifaði um breiðuvík árið 1975 var umsvifalaust flokkuð sem trúnaðarmál innan menntamálaráðuneytisins hið sama ár. Í ritgerðinni kom fram að ekki hafi vist barnanna á heimilinu einungis verið helvíti líkust – heldur haft skemmandi áhrif á líf þeirra. af þeim 79 prósentum barna sem komu á heimilið með afbrotaferil á bakinu reyndust 83 prósent þeirra komast í kast við lögin eftir vistina. úrræði stjórnvalda brást gjörsamlega. Þar kemur meðal annars fram að vist barnanna hafi verið of löng, þau fengið litla sem enga menntun og í raun hafi glæpamenn framtíðarinnar verið framleiddir þar. sjálfur sagði gísli í viðtali við dV að skýrslan hefði verið gríðarlega slæm en skildi þó ekki af hverju hún var falin svo kirfilega næstu þrjátíu árin. Stíflan brestur „Í kjallaranum var hálfgerður fangaklefi. Hann var um einn og hálfur metri á breidd og þrír á lengd. búið var að hólfa hann með trérimlum þannig að það var ekki einu sinni hægt að fara með höfuðið á milli,“ sagði Helgi davíðsson sem varð fyrstur þeirra sem vistaðir voru í breiðuvík til þess að segja frá hrikalegri lífsreynslu sinni. Helgi var sendur til breiðuvíkur ellefu ára gamall og mátti þola gegndarlausar misþyrmingar ásamt öðrum börnum á meðan hann dvaldi þar. saga hans var myrk og dró upp veruleika sem hafði verið falinn í þrjátíu ár. Í kjölfarið komu fjölmargir menn fram sem höfðu sömu sögu að segja. Þessir menn tengdust fæstir innbyrðis en allir höfðu þurft að þola sömu vítisvistina. Hugrekki Helga varð til þess að einn ógeðfelldasti blettur í sögu íslensku þjóðarinnar var dreginn fram í sviðsljósið. „Þetta náði út fyrir allt hugmyndaflug sem við höfðum,“ sagði sveinn allan Morthens sem var starfsmaður í breiðuvík eftir að Þórhallur lét af störfum. Hann var sjokkeraður þegar hann sá fangaklefann sem gekk undir nafninu svartholið. sveinn líkir staðsetningu heimilisins við gúlagið, sem voru alræmdar síberískar fangabúðir í sovétríkjunum um miðja síðustu öld. „Það er ótrúlegt að segja frá því að í byrjun þurfti Landhelgis- gæslan að sigla með börnin til breiðuvíkur vegna þess að þangað var alltaf ófært,“ segir sveinn allan en staðsetning heimilisins var fráleit að hans mati. Hann segir að staðurinn hafi í raun verið valinn af tilviljun þegar gísli Jónsson, sem þá var þingmaður og ötull talsmaður heimilisins, fékk samþykkt fyrir því. síðar kom í ljós að um raunverulegt gúlag var að ræða en dómsmálaráðuneytið sendi börn til breiðuvíkur þegar þau frömdu þjófnað eða urðu uppvís að öðrum afbrotum. Barnagúlagið Breiðavík sigurður sigurðarson, vígslubiskup í skálholti, starfaði í breiðuvík sumrin 1966, 1967 og 1968. Hann leysti svo af sem forstöðumaður heimilisins árið 1970, þá aðeins 26 ára gamall. Maron bergmann brynjólfsson og fleiri sem vistaðir voru í breiðuvík hafa lýst því að sigurður hafi orðið vitni að ofbeldi sem þar var stundað. Þegar fullyrðingar fyrrverandi vistmanna í breiðuvík um ofbeldi, svelti og kynferðislegt ofbeldi voru bornar undir sigurð, vildi hann ekkert tjá sig opinberlega um málið. Hann sagðist búast við því að rannsókn verði gerð á starfseminni í breiðuvík og þá þurfi hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. fyrr muni hann ekki tala opinberlega. Maron bergmann segir það vera öruggt að sigurður hafi vitað um það ofbeldi sem fór fram í breiðuvík. „Herbergið hans var á ganginum okkar. Veggirnir voru þunnir og barsmíðar og óp fóru ekki framhjá neinum,“ segir Maron. einar vinur hans gengur lengra og fullyrðir að sigurður hafi horft upp á barsmíðar á drengjunum af hálfu Þórhalls Hálfdánarsonar forstöðumanns og hlegið. Saka vígslubiskup um aðgerðarleysi 15 DV Fréttir föstudagur 2. febrúar 2007 Helvíti á jörðu „Árið 1976 gerði réttarsálfræð- ingurinn Gísli Guðlaugsson BA- ritgerð um uppeldisheimilið í Breiðuvík. Ritgerðin var stimpluð sem trúnaðarmál af menntamála- ráðuneytinu sama ár. Ég get ekki ímyndað mér af hverju skýrsl- an var flokkuð sem trúnaðarmál en ég get þó sagt að niðurstað- an var slæm,“ segir Sveinn Allan Morthens, fyrrverandi starfsmað- ur á uppeldisheimilinu í Breiðu- vík og núverandi forstöðumaður meðferðarheimilisins í Háholti. Hann segir hugmyndina augljós- lega hafa brugðist og því hafi ekki þótt æskilegt að fólk kæmist í rit- gerðina á sínum tíma. Hann starf- aði einn vetur í Breiðuvík og tók meðal annars þátt í að rífa niður svartholið þar sem börnin voru geymd. Eins og í gúlagi „Þetta náði út fyrir allt hug- myndaflug sem við höfðum,“ seg- ir hann um aðbúnaðinn og stað- setningu heimilisins í Breiðuvík. Sveinn líkir því við gúlag, sem voru alræmdar síberískar fanga- búðir í Sovétríkjunum um miðja síðustu öld. „Það er ótrúlegt að segja frá því að í byrjun þurfti Landhelgisgæsl- an að sigla með börnin til Breiðu- víkur vegna þess að þangað var alltaf ófært,“ segir Sveinn Allan en staðsetning heimilisins var fráleit að hans mati. Hann segir að stað- urinn hafi í raun verið valinn af til- viljun þegar Gísli Jónsson, sem þá var þingmaður og ötull talsmað- ur heimilisins, fékk samþykkt fyr- ir heimilinu. Staðsetning lífshættuleg „Eitt sinn kom það fyrir að barn var með botnlangabólgu,“ segir Sveinn Allan. Þá var hávet- ur og ekki heiglum hent að aka yfir heiðina á rússajeppanum, sem fylgdi býlinu. Sveinn segir að starfsmennirnir hafi rifið aft- ursætin úr bílnum og lagt af stað til Patreksfjarðar þar sem næstu læknishjálp var að fá. Ökuferð- in hefði geta endað með stórslysi en fyrir einskæra heppni komust þeir klakklaust yfir hrjóstrugan og klakabrynjaðan slóðann. Piltin- um var komið undir læknishend- ur á síðustu stundu. Sögusagnir um misþyrmingar „Það gengu margar sögur á þessum tímum um Breiðuvík- ina,“ segir Sveinn Allan, en þeg- ar hann starfaði þar mun mikið hugsjónastarf hafa verið við lýði. Hann segir að það hafi þó verið áfátt um eftirlit, bæði vegna stað- setningar og einnig skorts á sér- fræðingum og þekkingu. Hann segir að margir sem dvöldu þar hafi aldrei beðið þess bætur. Hann vill þó ekki tjá sig um þær sögur enda ýmist trúnaðarmál eða óstaðfestur orðrómur. Hann segir þó að sögurnar hafi verið þrálátar – og oft sé fótur fyrir slík- um frásögnum. Fangelsið rifið, svo byggt aftur Forstöðumaður heimilisins árið 1955, Kristján Sigurðsson, fór með yfirumsjón þess í eitt ár. Hann segir að svartholið svokall- aða hafi verið þegar hann tók við býlinu. „Mér blöskraði hreinlega þegar ég sá þetta fangelsi, ég vildi koma fram við börnin eins og fólk, ekki eins og dýr,“ segir hann en ásamt krökkunum sem þar dvöldu var svartholið rifið. Svo virðist sem það hafi verið endurbyggt síðar og segir Kristján að kannski hafi þeir sem eftir komu litið á svarthol- ið sem hentuga lausn til að taka á vandamálum barnanna. Helvíti fjarar út Rekstri heimilisins var haldið úti á áttunda áratugnum í breyttri mynd. Þá voru færri börn en sí- fellt erfiðara varð að halda svo af- skekktu býli við. Að lokum fjaraði rekstur þess út, að sögn Sveins Allans. Hann segir enga eina sér- staka ástæðu fyrir því. Í raun hafi það bara verið hrikalega staðsett og stjórnvöld áttuðu sig á því að einangrunarstefna væri ekki rétta leiðin til aðstoðar börnum sem ættu við vandamál að stríða. Sveinn Allan Morthens Breiðavík var eins og gúlag Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur telur varasamt að vista unga afbrotamenn á sérstakri deild, reynslan af uppeldisheim- ilinu í Breiðuvík hafi sýnt það. „Ef árangurinn af starfinu í Breiðuvík er skoðaður, þá kemur í ljós að um það bil 70 prósent þeirra sem vist- aðir voru á heimilinu hafa hlotið dóm eftir að þeir komu út af því. Arfleifð stofnunarinnar er því mið- ur sú að menn skiluðu sér ekki það- an út sem nýtir samfélagsþegnar, heldur sýnu verri og því var ákveð- ið að þetta væri ekki braut sem ráð- legt væri að feta,“ segir hann. Vistunin skilaði engu Hættulegt getur verið að taka unga afbrotamenn út úr um- hverfi sínu og setja þá í umhverfi á borð við það sem blasti við þeim í Breiðuvík. „Ungir ógæfumenn fá ekki þjálfun í því að verða nýtir samfélagsþegnar með því að vera teknir út úr umhverfi sínu og þeir vistaðir í umhverfi sem er ekki í neinum tengslum við það sem þeir munu búa í síðar. Það versta er hins vegar að þar koma saman einstakl- ingar á svipuðum stað í lífinu, sem eiga sér beiska ævisögu. Þar kynn- ast þeir vel og í framhaldinu er hætta á að þeir ali upp hver í öðrum reiði í garð samfélagsins. Í kjölfar- ið myndast ákveðin glæpamanna- menning. Ef ungmennin eru beitt harðræði, eins og gert var í Breiðu- vík, eru enn meiri líkur á því að þau fyllist beiskju og biturð út í sam- félagið og komi þaðan út verri en þau komu inn. Uppeldisheimilið í Breiðuvík virkaði því sem uppeld- isstöð fyrir næstu kynslóð glæpa- manna, sem keyrðir voru áfram af heift út í samfélagið sem aldrei hafði gert neitt fyrir þá.“ Svipaðar hugmyndir uppi í dag Helgi telur vel hægt að setja þá hugmyndafræði sem var að baki Breiðuvík í samhengi við þær hug- myndir sem Ágúst Ólafur Ágústs- son hefur uppi um að vista unga brotamenn á sérdeild í fangelsum. „Þetta er sams konar hugmynda- fræði og í sjálfu sér er hún alls ekki órökrétt. Auðvitað er gott að vernda unga afbrotamenn frá því að kom- ast í kynni við eldri glæpamenn, en við Íslendingar höfum reynt þessi úrræði og þau skiluðu ekki tilætl- uðum árangri. Ef við horfum til Breiðuvíkur, þá fór sáralítil betr- un þar fram og menn komu það- an út harðneskjulegri en þegar þeir komu inn.“ Bætti ngan Helgi Gunnlaugs- son Afbrotafræðingurinn Helgi gunnlaugsson er ekki hrifinn af því að vista unga afbrotamenn alla á sama stað. Ágúst Ólafur Ágústsson Fangelsi má ekki vera glæpaskóli Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þings-ályktun um að sett verði á fót sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára, með það fyrir augum að lágmarka samneyti þeirra við eldri fanga eins mikið og hægt er. „Nú eru uppi umræður um að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði og ég hef bent á að það sé nauðsynlegt að við tökum tillit til sérstöðu ungra fanga. Þannig getum við náð fram sér-tækum úrræðum á sviði vímu- og geðúrræða. Ég geri mér grein fyrir því að þetta hentar ekki öllum föngum, en það er nauðsynlegt að taka meira tillit til ungra fanga en við höfum gert. Við þurfum að koma í veg fyrir að þess-ir menn komi út verri en þeir komu inn,“ seg-ir hann. Með því að raða föngum saman eftir brota-flokkum og aldri, telur Ágúst að fangelsisyfir-völd geti beitt sértækari úrræðum til þess að ná fram betrun. „Við eigum betri möguleika á því að grípa inn í líf einstaklinga á meðan þeir eru á bak við lás og slá með sértæk-um hætti og þannig komum við frek-ar í veg fyrir klíkumyndanir og einelti innan veggja fangelsis. Ég hef heyrt frá föngum að þeir læri af þeim reyndari ýmislegt í glæpaheiminum. Almennt séð á ekki að byggja stórt öryggisfang-elsi líkt og á Litla-Hrauni, heldur lít-ið og tiltölulega opið fangelsi. Ungir fangar verða að vera í góðum tengslum við samfélagið og fjölskyldu sína og þau úrræði sem þeirra bíða verði bund- in einstaklingsmati. Fangelsi má ekki vera hvetjandi umhverfi til frekari glæpa.“ Alþingismaðurinn Vill taka tillit til ungra fanga og gera þeim sérstöðu svo þeir verði ekki fyrir áhrifum hinna eldri. Sveinn Allan Morthens segir marga þeirra sem voru í breiðuvík aldrei bíða þess bætur. „Mér blöskraði hreinlega þegar ég sá þetta fang- elsi, ég vildi koma fram við börnin eins og fólk, ekki eins og dýr.“ Kristján Sigurðsson reif niður svartholið þegar hann var forstöðumaður en nokkrum árum síðar var það endurbyggt. Fangaklefi ungir menn verða ekki betri með því að vera teknir úr umferð. DV Fréttir föstudagur 2. febrúar 2007 13 „Ég var sendur til Breið uvík- ur þegar ég var ellefu á ra,“ seg- ir Helgi Davíðsson, sem dvaldi á hinu alræmda uppeld isheimili fyrir drengi í Breiðuvík. Heimilið var býli á ve stasta oddi landsins, rétt við Lá trabjarg. Þar var illfært á veturna og veru- lega afskekkt. Heimilið v ar starf- rækt í tuttugu og fimm ár og hundruð pilta voru send þangað. Heimilið var stofnað árið 1953 og var svo lokað árið 1979. Það var rekið af ríkinu og þótti góð lausn til að koma vandræðaungli ngum til manns. Síðar kom í ljós að piltarn- ir þurftu að sæta hryllileg um bar- smíðum og andlegu ofbe ldi þann tíma sem þeir dvöldu þa r. Sumir hafa aldrei beðið þess bæ tur. „Aðstæður voru þannig að afi minn og amma réðu ekk i við þær. Þau tóku á það ráð að se nda mig vestur, það var í janúar 19 67,“ seg- ir Helgi þungur á brún en hann dvaldi í Breiðuvík í tvö ár. Honum, ásamt fleiri piltu m, var ekið yfir heiðina að Bre iðuvíkur- heimilinu í rússajeppa. H eiðin var illfær og snjóþung. Hún lo kaði vík- ina frá umheiminum mes tan hluta árs og að sögn Hilmars v ar engin undankomuleið. Forstöðumaður í Breiðuv ík var Þórhallur Hálfdánarson. H ann bjó þar ásamt konu sinni og b örnum. „Þegar Þórhallur þurfti að kom- ast til byggða var okkur ekið að heiðinni. Við vorum látn ir moka slóðann þannig að hann kæmist til byggða,“ segir Helgi m innugur þeirrar erfiðisvinnu sem piltarnir voru látnir sinna. Hann segir drengina haf a ver- ið á milli tíu og tuttugu í B reiðuvík, þegar þeir voru hvað flest ir. Yngsti var tíu ára en sá elsti va r fjórtán ára. Hann var sadisti Fyrsta reynsla Helga af h eimil- inu átti eftir að móta han n til lífs- tíðar: „Áður en ég kom ves tur hafði ég keypt nokkra pakka af sígarett- um. Þórhallur fann eitt si nn sígar- ettulykt af mér og heimt aði að ég léti hann fá pakkana. Ég g erði það, en hélt þó þremur pökk um eftir. Þetta kvisaðist út á með al strák- anna og að lokum klaga ði einn, það er alltaf einn sem kla gar,“ seg- ir Helgi beiskur og heldu r áfram: „Við vorum að borða þe gar Þór- hallur kom í matsalinn. H ann reif mig upp frá borðinu og dró mig inn í herbergið mitt. Han n leitaði úti um allt þar til hann fa nn pakk- ana þrjá. Þá rann á hann slík reiði að ég hef aldrei séð ann að eins,“ segir Helgi. „Þá lamdi hann mig ei ns og harðfisk. Þá erum við ekk i að tala um að hann hafi bara tu skað mig til, heldur lamdi hann mi g eins og boxpoka. Ég datt á gólfið en hann reif í hnakkadrambið á m ér, reigði mig aftur og hélt áfram að lemja mig miskunnarlaust í and litið þar til það var beinlínis orðið tvöfalt,“ segir hann um þessa sársa ukafullu minningu. Að lokum mun Þórhallu r hafa dregið hann alblóðugan aftur að matarborðinu og segir Helgi að það hafi eingöngu verið gert til þess að niðurlægja hann. „Það var þá sem ég áttað i mig á því að hann væri sadi sti,“ segir Helgi. Týndi lyklunum Að sögn Helga var ofb eldið verulegt á heimilinu á me ðan þeir dvöldu þar. Einn piltan na sem dvaldi með honum þar vi rtist vera í mikilli ónáð hjá Þórhalli . „Eitt sinn vorum við að klára að borða. Þá gengum við úr mat- salnum inn í forstofu þar sem mikill og gamall ofn var upp við vegginn. Þar sáum við Þórhall misþyrma einum okkar. Eftir að hafa lamið hann ítrekað tók hann drenginn skyndilega á loft, rétt eins og sekk. Hann fleygð i honum marga metra og strákur inn lenti á gamla ofninum. Hann var lengi að jafna sig og það mátt i sjá mar eftir ofninn í margar vik ur,“ segir hann og segir að sárast h afi verið að horfa upp á misþyrm ingarnar. Aðspurður hvers vegna pilturinn var laminn segir Hilma r að svo virðist sem hann hafi t ýnt lykl- inum að herberginu sín u. Meira hafi ekki þurft til. Svarthol sadistans Þrátt fyrir að ofbeldið ha fi ver- ið daglegt brauð var það a nnað og verra sem þeir óttuðust. „Í kjallaranum var hál fgerð- ur fangaklefi. Hann var um einn og hálfur metri á breidd og þrír á lengd. Búið var að hólfa h ann með trérimlum þannig að það var ekki einu sinni hægt að fara me ð höfuð- ið á milli,“ segir Helgi og h ryllir við tilhugsuninni. Klefinn va r glugga- laus og ekkert nema myr krið. Þar var enginn kollur og ek ki beddi. Aðeins galtómt svartholið , að sögn Helga. Hann segir að pilturinn sem Þórhalli líkaði verst við h afi þurft að dúsa þar langtímum saman. „Hann henti honum oft í svarthol- ið og þar þurfti hann að v era upp í heilan dag,“ segir Helgi u m nötur- lega vist félaga síns í svart holinu. Óttinn við svartholið var mik- ill, svo mikill að hann va r oft við það að buga hrædda og hjálpar- vana drengina. Helgi segi r að ógn- unin hafi alltaf vofað y fir þeim og frekar hefðu þeir vilj að þolað meiri barsmíðar en að dv elja einir í myrkrinu, hræddir og ót taslegnir drengir, rétt um tíu ára ga mli . Jólin og nærsveitir „Jólin voru ekki góð, en vi ð vor- um þó ekki lamdir á þei m tíma,“ segir Helgi þegar hann h ugsar til baka. Hann segir að þeir h afi feng- ið gjafir frá kvenfélagi, en Þórhall- ur forstöðumaður hafð i opnað þær allar áður. Telur Helg i að það hafi verið ein af hugmynd um Þór- halls um uppeldisaðferð ir gagn- vart strákunum. Í raun opnaði Þórhallur al lt sem þeir fengu eða sendu. Sjá lfur seg- ist Helgi hafa sent nokku r bréf og myndir. Myndirnar komu st aldrei til skila. Hugsanlega ve gna þess að þeir voru hálfvannærð ir og það sást á myndunum, að sög n Helga. „Ég varð aldrei saddur í þ au tvö ár sem ég var í Breiðuv ík,“ segir Helgi og bætir við að þei r hafi að- eins fengið lágmarksnæ ringu til að halda sér gangandi. Ek kert um- fram það. Jafnvel á jólu num var skammturinn drýgður. Aðspurður hvort enginn hafi orðið var við ofbeldið á b óndabýl- inu í Breiðuvík, segir han n að það hafi ekki verið mikill sa mgangur á milli fólksins þar og á u pptöku- heimilinu. Hugsaði um hefnd í þrjátíu ár Sumarið 1969 slapp He lgi frá Breiðuvík. Þá reyndi hann að segja ömmu sinni frá gegn darlaus- um misþyrmingum sem piltarnir þurftu að þola. Hann segi r að eng- inn hafi trúað honum, end a álitinn vandræðabarn. Hann segir vistina hafa m arkað djúp spor í sálu sína. „Ég hef alltaf átt erfitt með að treysta yf irvöldum eftir þetta. Ég var gríðarle ga reiður út í allt og alla og á enn þ ann dag í dag erfitt með að hlýða yfirboð- urum,“ segir Helgi um át akanlega vistina. Hann segir erfiðast í min ning- unni að hugsa til piltan na sem hann sá Þórhall misþyrm a. Hann segir grimmdina hafa v erið svo gríðarlega að hann hugsi e nn sorg- bitinn til þeirra félaga s em voru samtímis honum á Breiðu vík. Hann gagnrýnir yfirvöld harð- lega. Segir ekki eðlilegt að mað- ur, sem áður var sjóma ður, hafi verið fenginn til þess að starfa við þetta. Hann segir Þórhall ekki hafa haft neina menntun til sta rfsins og virðist sem uppeldistæki hans hafi verið ógnun og ofbeldi. „Í þrjátíu ár ætlaði ég til Hafn- arfjarðar þar sem Þórhall ur bjó og lúskra á kallinum,“ segir H elgi sem er enn reiður vegna meðfe rðarinn- ar. Hann segist hafa vitað hvar Þór- hallur átti heima og hugsa ði alvar- lega um að fara heim til hans og hefna fyrir meðferðina. A ðspurður hvað hafi stöðvað hann se gir Helgi: „Það var bara ekki þess vi rði.“ Helgi er einn af þeim sem hefur braggast eftir vistina og sta rfar sem sölumaður í dag. Hann segist þó enn finn a fyr- ir vanmáttarkennd vegna reynslu sinnar. Að hans sögn ve kur stað- urinn upp mjög bitrar m inning- ar. Meðferðin, sem hann hlaut er nokkuð sem hann mun aldrei ná sér af. Helgi Svarthol SadiStanS Helgi Davíðsson ein af fáum myndum sem til er af breiðuvík en þarna er Helgi davíðsson fyrir utan býlið árið 1968. „Ég datt þá á gólfið en hann r eif í hnakkadrambið á mér, reigði mig aftur og hélt áfram að lemja mig miskunnar- laust í andlitið þar til það var beinlínis orðið tvöfalt.“t BreiðuvíkurBarna Framhald á næstu opnu valur greTTiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Jakobínu Davíðsdóttur, Valg eiri Erni Ragnarssyni, Önnu Kristine og Hjördísi Rut Sigurjónsdóttur. áSamT: segir Helgi Davíðsson, fy rrverandi vistmaður, að hann hafi h ugsað um það í þrjátíu ár að hefna sín á Þór- halli Hálfdánarsyni fyrir það sem hann gerði honum og félö gum hans í vistinni. Það eina sem f ékk hann til þess að halda að sér hö ndum var skynsemin. Hann segir í v iðtali við DV: „Mér fannst það bara ekki þess virði.“ Margir síafbrotamenn sti gu sín fyrstu skref í Breiðuvík. Afbrota- maðurinn frægi Lalli John s var vist- aður þar frá tíu ára aldri. H ann segir heimilið versta stað sem hann hafi komið á. Þó hefur hann lifa ð tímana tvenna. Í dag er hann á Lit la-Hrauni þar sem hann afplánar refsidóm. Einnig komu tveir piltar þ aðan við sögu Geirfinnsmálsins fr æga. Þar var Sævar Ciesielski dæm dur fyrir manndráp. Mörg nöfn vo ru nefnd þegar leitast var við að sa fna upp- lýsingum. Í ljós kom að m argir voru látnir og nokkrir vistme nn höfðu svipt sig lífi á unga aldri. Það er ljóst að tilvist upp eldis- heimilisins í Breiðuvík e r svartur blettur á sögu þjóðarinna r. Mörg líf voru eyðilögð, sumir björg uðust fyr- ir horn, aðrir áttu aldrei m öguleika. Sigurður Sigurðarson, sem nú er vígslubiskup í Skálholti, var starfs- maður í Breiðuvík í þrjú sumur á þeim tíma sem Þórhallur Hálfdán- arson var forstöðumaður þar. Hluta úr ári leysti hann forstöðumanninn af. Drengirnir sem voru vistaðir í Breiðuvík segja að Sigurði hafi ver- ið fullkunnugt um það ofbeldi sem Þórhallur og fleiri starfsmenn beittu drengina. Sigurður vildi ekki tala efnislega um málið þegar DV leit- aði eftir því. Það á hann sameigin- legt með öðrum fyrrverandi starfs- mönnum í Breiðuvík. Sigurður Sigurðarson var að- eins 26 ára gamall þegar hann réðst til starfa í Breiðuvík. Á næstu opnu er viðtal við tvo þeirra drengja sem dvöldu í Breiðuvík, Maron Berg- mann Brynjarsson og félaga hans sem kýs nafnleynd og er nefndur Einar hér í DV. Þeir, eins og fleiri sem vistaðir voru í Breiðuvík, hafa lýst því að Sigurður hafi orðið vitni að ofbeldi sem þar var beitt, en því neitar núverandi vígslubiskup. Þegar fullyrðingar fyrrverandi vistmanna í Breiðuvík um ofbeldi, svelti og kynferðislega misnotk- un voru bornar undir Sigurð, vildi hann ekkert tjá sig opinberlega um málið. Hann segist búast við því að rannsókn verði gerð á starfseminni og þá þurfi hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fyrr muni hann ekki tala opinberlega. Kynfæraskoðun og umskurður Sögum drengjanna sem voru vistaðir í Breiðuvík ber saman um að þeir hafi verið leiddir fyrir Sig- urð og kynfæri þeirra verið skoðuð. Í einhverjum tilfellum var talað um að umskera drengina. Staðfest er að þessi kynfæraskoðun var stunduð og farið var með tvo drengi til læknis í kjölfarið. Tveir fyrrverandi vistmenn segja að tilgangurinn með þessari kyn- færaskoðun hafi verið að koma í veg fyrir samkynhneigð og hindra kyn- ferðislegt samneyti milli yngri og eldri drengjan a. Sigurður virðist ekki hafa verið þátttakandi í líkamlegu ofbeldi á staðnum. Drengirnir segjast hafa getað leitað til hans. Biturð þessara fyrrverandi vistmanna beinist að því að hulunni skuli ekki hafa verið svipt af starfseminni í Breiðuvík. Augljósar barsmíðar Maron Bergmann segir það vera öruggt að Sigurður hafi vitað um það ofbeldi sem fór fram í Breiðuvík. „Herbergið hans var á ganginum okk- ar. Veggirnir voru þunnir og barsmíð- ar og óp fóru ekki framhjá neinum,“ segir Maron. Einar vinur hans geng- ur lengra og fullyrðir að Sigurður hafi horft upp á barsmíðar á drengjunum af hálfu Þórhalls Hálfdánarsonar for- stöðumanns og hlegið. Maron og Einar virðast ekki reiðu- búnir að fyrirgefa. „Ég vil sjá ein- hvern dreginn til ábyrgðar, jafnvel þótt langt sé um liðið,“ segir Maron. Hann segir að nú þurfi að ljúka mál- inu. „Það er verið að tala um að nú- verandi barnaverndaryfirvöld bjóði okkur upp á sálfræðihjálp. Ég mun aldrei treysta þessum stofnunum. Ég vil sjá þær lagðar niður.“ Ekkert öryggisnet Barnaverndaryfirvöld voru gagn- rýnd á áttunda áratugnum fyrir að senda drengina til Breiðuvíkur og gleyma svo tilvist þeirra. Á þeim tíma sem Sigurður leysti af sem forstöðu- maður beindist gagnrýnin fyrst og fremst að því að yfirvöld skyldu nota Breiðuvík sem langtímaúrræði. Jafn- framt að yfirvöld skyldu láta und- ir höfuð leggjast að að finna aðrar lausnir. Ekkert öryggisnet hafi verið til staðar fyrir drengina eftir að þeir komu út. Þessi gagnrýni kemur aftur fram í ritgerð Gísla H. Guðjónssonar réttarsálfræðings, árið 1975. Ritgerð sem menntamálaráðuneytið tók að sér að stinga undir stól. föstudagur 9. febrúar 200712 Fréttir DV Saka Séra Sigurð um aðgerðaleySi Þeir sem störfuðu í Breiðuvík og DV hefur náð tali af eiga það sammerkt að neita að hafa verið þátttakendur í ofbeldi gegn börn- unum og að hafa orðið að vitni að því. Þeir geta ekki útilokað að aðr- ir hafi beitt drengina ofbeldi. Fram- burður starfsmannanna fyrrverandi stangast algjörlega á við framburð þeirra fjölmörgu sem voru vistaðir í Breiðuvík og hafa komið fram síð- ustu daga. Núverandi vígslubiskup í Skál- holti sem starfaði við uppeldis- heimilið í Breiðuvík gerir ráð fyrir að þurfa að svara um sína aðkomu að málinu þegar það verður rann- sakað. Bjarni, sonur Þór alls Hálf- dánarsonar, er borinn sökum en hann neitar að hafa beitt ofbeldi, en segir föður sinn hafa verið harð- an mann. Vígslubiskupinn í Skálholti séra Sigurður Sigurðarson var í Breiðu- vík þrjú sumur og gegndi stöðu for- stöðumanns að auki í einn vetur. Hann var þar meðal annars á sama tíma og Þórhallur Hálfdánarson, hann er sá sem sakaður hefur verið um hvað hrottalegastar misþyrm- ingar. Í viðtali við Sigurð segist hann ekki hafa horft á ofbeldi og bætir við að hann muni hreinlega ekki hvort drengirnir hafi sagt honum frá því sem þeir máttu þola. „Herbergið hans var á gangin- um okkar. Veggirnir voru þunnir og barsmíðar og óp fóru ekki fram hjá neinum,“ segir Maron Bergmann Brynjarsson, fyrrverandi vistmaður, um veru Sigurðar í Breiðuvík. Hon- um þykir það afar ólíklegt að það sem gekk á hafi farið framhjá nokkr- um manni. Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum Maron Bergmann er reiður biskupnum fyrir að hafa aldrei af- hjúpað þær misþyrmingar sem lýst hefur verið í DV. Sjálfur segir vígslu- biskupinn að hann geti ekki tjáð sig um málið opinberlega fyrr en opin- ber rannsókn fari fram. Sigurður segist búast við að rannsókn verði gerð á starfseminni í Breiðuvík og þá þurfi hann að gera So u nn útilokar Sigurður Sigurðarson Breiðuvík Vígslubiskupinn í Skálholti sigurður sigurðarson vann sem sumarstarfsmaður í breiðuvík frá 1966 til 1968. Hann leysti svo af sem forstöðumaður hluta ársins 1970. drengirnir sem voru vistaðir í breiðuvík á þessum tíma telja að sigurður hafi brugðist með því að tilkynna ekki yfirvöldum um það ofbeldi sem átti sér stað þar. „Þetta var hryllileg lífsreynsla,“ segir Sigur- dór Halldórsson sem var vistmaður í Breiðu- vík þeg- ar hann var aðeins tíu ára gam- all. Sigurdór segist hafa orðið fyrir mikl- um sálrænum skaða á heimilinu en þar mátti hann sæta ofbeldi og kyn- ferðislegri misnotkun. Hann var fík- ill og glæpamaður næstu tuttugu árin. Hann segir að það sé ekki fyrr en í dag, eftir að DV opnaði mál- ið um hryllinginn í Breiðuvík, sem hann getur tekist á við sínar eigin tilfinningar. „Ég hef verið innilokaður í þrjá- tíu ár,“ segir Sigurdór sem hefur tekist á við alfeiðingar af vist sinni í Breiðuvík síðan hann var tíu ára gamalt barn. Hann var sendur þang- að að beiðni séra Braga Benedikts- sonar sem þá var Fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Þá hafði Sigurdór rat- að í ógöngur vegna þjófnaðar. Hann grunaði aldrei hversu dýrkeyptur þjófnaður grunlauss barns gat ver- ið. Næstu tuttugu árin átti hann eft- ir að sprauta sig með fíkniefnum, stunda innbrot og bæla niður gríð- arlega reiði sem hann upplifði í garð Breiðuvíkur. Ég var misnotaður „Ég var misnotaður kynferð- islega í Breiðuvík,“ segir Sigurdór með brostinni rödd. Hann segir að misnotkunin hafi átt sér stað eft- ir að Þórhallur var hættur og son- ur hans Bjarni Þórhallsson tek- inn við. Að sögn Sigurdórs var það ókunnugur maður sem kom í heimsókn eitt kvöldið. Hann seg- ir manninn hafa verið kunnug- an Bjarna en hann fékk að sofa á bedda inni á skrifstofu hjá honum. Hann á að hafa leitt Sigurdór inn í herbergi til sín og lagst með hon- um í rúmið. „Hann káfaði á mér og lét mig káfa á sér,“ segir Sigurdór og það er ljóst að frásögnin er honum erfið. Hann segir að sér hafi tekist að ljúga að manninum að hann hafi þurft að fara fram. Þá leyfði hann honum að g t aldrei sagt börnunum mínum að ég elskaði þau Sigurdór Halldórsson Bjarni Þórhallsson Þórhalls Hálf- dánarsonar Breiðuvíkur- börnin Dómsmálaráðuneyti DæmDi börn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.