Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 26
Kannanir á fylgi stjórnmálaflokk- anna birtast nú með mjög reglulegu millibili. Capacent Gallup birti sína könnun hinn 2. febrúar síðastliðinn, Blaðið birti könnun 6. febrúar og um síðastliðna helgi birti Fréttablaðið fylgiskönnun sína. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi í hverri könnun og í könnun Blaðsins mældist flokk- urinn í fyrsta skipti með meira fylgi heldur en Samfylkingin. Fylgi hinna flokkanna rokkar hins vegar um- talsvert á milli kannana. Sjálfstæð- isflokkurinn mælist áfram stærsti flokkurinn, en fylgi hans mældist 38,8% í könnun Capacent Gallup, í könnun Blaðsins mældist það aftur á móti 45,4%, en í nýjustu könnun Fréttablaðsins mældist það 36,8%. Mjög stór hluti þeirra sem svöruðu sagðist vera óákveðinn og í könnun Fréttablaðsins kváðust 45% svarenda ekki hafa gert upp hug sinn. Þá vekur athygli að í tveimur af þremur fylgis- könnunum er ríkisstjórnin fallin. Mikil gerjun í stjórnmálum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, telur niðurstöður kannana sýna að flokkarnir geti ennþá sótt mikið fylgi, því stór hluti kjósenda virðist enn- þá vera óákveðinn. Þá bendir hann einnig á að flokkshollusta kjósenda virðist víða vera á undanhaldi. „Þó svo að fylgi flestra flokka sé nokk- uð rokkandi eiga þessar kannanir það sameiginlegt að sýna afar sterka stöðu vinstri grænna og afleita stöðu Framsóknarflokksins, sem mælist langt undir kjörfylgi.“ Baldur telur niðurstöðurn- ar ekki heldur sérlega góðar fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, því flokk- urinn mælist oft með meira fylgi í könnunum en í kosningunum. Flokkurinn þarf því að halda vel á spöðunum til þess að ná því fylgi sem hann mælist nú með. „Það er einnig mjög athyglisvert að sjá í að- draganda kosninganna að valkost- irnir eru mun skýrari fyrir kjósend- ur en oft áður. Ef ríkisstjórnin heldur velli munu flokkarnir leitast við að mynda stjórn áfram. Á hinn bóg- inn hafa leiðtogar Kaffibandalagsins sagst ætla að ræða stjórnarmyndun, ef þeir ná að fella ríkisstjórnina.“ Ýmsar stjórnarmyndanir í kortunum Baldur telur fulla ástæðu til að ætla að stjórnarandstöðuflokkarn- ir muni ná að stilla saman strengi sína og mynda ríkisstjórn, nái þeir að fella ríkisstjórnina. „Sam- vinna flokkanna, það sem af er þessu þingi, gefur til kynna að þeim ætti að takast að mynda stjórn, en það veltur þó á því hversu langt Frjáls- lyndi flokkurinn ætl- ar að ganga í inn- flytjendamálum.“ Hann segir hins vegar að ef Fram- sóknarflokkurinn nái sjö til átta kjörn- um mönnum, muni flokkurinn að öllum líkindum sækjast eftir því að fara í áfram- föstudagur 16. febrúar 200726 Helgarblað DV Capacient Gallup 2. feb 2007 Blaðið 6. feb 2007 Fréttablaðið 11. feb 2007 8, 8% 10 ,7 % 23 ,8 % 37 ,8 % 18 ,7 % Capacent Gallup 2. febrúar 2007 vinstriflokkarnir með meirihluta Margt bendir til þess að ríkisstjórnin muni falla í kosningunum í vor. Capacent Gallup, Blaðið og Fréttablaðið hafa öll birt skoðana- kannanir nýlega sem sýna að ríkisstjórnin heldur tæplega velli. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, telur líklegt að stjórnarandstöðuflokkarnir nái að mynda ríkis- stjórn. Framsóknarflokkurinn stefnir í afhroð. haldandi ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef- ur lýst því yfir að ef af stjórnarmynd- un Kaffibandalagsins verði, þá geri Samfylkingin tilkall til forsætisráðu- neytisins. Fylgistap Samfylkingarinn- ar hefur þó veikt þær kröfur og segir Baldur að flokkurinn verði í verulega slæmri stöðu ef hann mælist aft- ur með minna fylgi en vinstri græn- ir. Hann telur jafnframt ólíklegt að Frjálslyndi flokkurinn muni gera kröfu til forsætisráðuneytisins, fari hann í ríkisstjórn. Staða flokksins hefur veikst eftir ringulreiðina og klofninginn á landsþinginu, en ekki er hægt að meta varanlega áhrif klofningsins fyrr en Margrét Sverris- dóttir hefur tilkynnt hvort hún bjóði fram í vor. „Vinstri grænir eru sennilega í sterkustu stöðunni af stjórnarand- stöðuflokkunum. Öll umræðan um umhverfismál hefur styrkt flokkinn verulega og umræður um mögu- legar virkjanir í Þjórs- árver- um eru flokknum tvímælalaust í hag. Um- hverfismálin hafa verið mikið í um- ræðunni síðustu tvö ár og það sér ekki fyrir endann á þeirri umræðu, þannig er mjög líklegt að vinstri grænir muni styrkja stöðu sína enn meira.“ Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslynda flokknum: Ríkisstjórnin fallin „Ég sé að við erum að komast út úr þeirri neikvæðu umræðu sem var haldið uppi í hálfan mánuð. Það er líka mjög athyglisvert að þessi könnun sýnir að stjórnarandstaðan fellir ríkisstjórnina. Það eru mjög merkilegar fréttir. Við sættum okkur hins vegar auðvitað ekki við þetta fylgi, því við viljum fara yfir 10%. Allt upp fyrir það er í þá átt sem við viljum sjá.“ VAlGeir Örn rAGnArsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands baldur bendir á að flokks- hollusta hafi farið dvínandi og því geti flokkarnir sótt mikið fylgi frá óákveðnum kjósendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.