Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 28
Bókin Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhann- esson inniheldur mjög athyglisverðar upplýsing- ar. Upplýsingar sem íslensk stjórnvöld, aðallega þó Sjálfstæðisflokkurinn, hafa logið sig blá út af seinustu fimmtíu árin. Þau fylgdust með og höfðu að engu friðhelgi heimilisins og rétt einstaklinga á einkalífi. Einn frumkvöðlanna í þessum geira var Sigurjón Sigurðsson, gamli nasistinn sem sat í stúd- entaráði fyrir þjóðernissinna þegar Adolf Hitler var ljós þeirrar hreyfingar. Svo má deila um hvort mönnum finnist hann „alræmdur“ eða bara með besta mögulega bak- grunninn í það starf að fylgjast með „óæskileg- um skoðunum“. Ástæðan var „rauða hættan“ og það þjóðskipulag sem myndi fylgja þeirri stjórnskipan. Stjórnvöld réttlættu eftirlit og persónunjósnir til að koma í veg fyrir að sovét-íslensk stjórnskipan liti dagsins ljós. Vondu kallarnir Rauða hættan var í huga þeirra stjórnskipan þar sem Flokkurinn og allir sem honum fylgdu væru hið eina rétta afl. Þeir sem væru ekki sammála fengju ekki vinnu hjá löggunni, Landhelgisgæslunni og í fleiri geirum. Unnið væri gegn þeim á flestum svið- um. Fólk sem hefði aðrar skoðanir en valdhafar yrði fyrir njósnum óháð því hvort það væri fulltrú- ar skoðana sem meirihluti þjóðarinnar aðhylltist. Valdhafar gæfu ekkert fyrir vilja þjóðarinnar í stór- um málum og eltu stórveldi í stríð. Utanríkisstefn- an væri fengin frá erlendu valdi þar sem forsetatign færi milli nær alnafna feðga með ólýðræðisleg- um hætti. Stjórnskipan þar sem unnið væri að því markvisst á bak við tjöldin að fá hingað erlent herlið sem hefði víðtæka reynslu af því að drepa saklaust fólk fyrir hagsmuni, land og auðlindir. Her sem félli ekki undir lög Íslands þegar hann yrði uppvís að nauðgunum og morðtilraunum á íslenskum borg- urum. Her sem gat beitt sér gegn íslenskum þegn- um ef „upplausnarástand“ myndaðist. Her sem væri herraþjóð hér og ríkisstjórnin starfaði sem fulltrúi hans og styddi stríð hans og morð. Her er- lends ríkis sem skipti upp þjóðum með háum múr- um. Stjórnskipan þar sem óþægileg skjöl sem gætu varpað ljósi á þessa skítavinnu yfirvalda væru síðan brennd. Góðu gæjarnir? Ógnin frá íslenskum sósíalistum var fantasía. Þeir voru of þjóðernissinnaðir til að taka hags- muni Sovétríkjanna fram yfir Ísland og árásarher- inn var bara rússneski síldarflotinn. Eftir situr að Sjálfstæðisflokkurinn og valdastefna hans var og er ógn við lýðræðið og fullveldið. Gefinn var skítur í almannavilja alveg frá herstöðvarsamningnum til seinna Íraksstríðsins. Hinn eini sanni Flokkur var Sjálfstæðis og erlenda hernámið var bandarískt. Múrarnir eru Bandaríkjamúrinn að Mexíkó og hin kolólöglegi múr helsta bandamanns þeirra í Ísrael. Ólýðræðislegu feðgarnir eru í þessu tilfelli ekki Kim Il Sung og Kim Yong Il, heldur George Bush yngri og eldri. Þegar stjórnvöld hegða sér svona skiptir engu máli hversu krúttlegur yfirlýstur tilgangur þeirra er. Sama hvaða fána þeir veifa. Pant vera óvinur ríkis- ins þegar ríkið gerist óvinur fólksins. föstudagur 16. febrúar 200728 Helgarblað DV Sex dagar eru þar til DV verður aftur að dagblaði. Þar með hefst á ný útgáfa elsta dagblaðs á Íslandi. Þetta verða merk tímamót í sögu fjöl- miðlunar hér á landi. Döpur ganga DV er á enda og fram undan eru spennandi tímar í sögu þessa merka blaðs, sem hóf göngu sína með útgáfu Vísis árið 1910. Fram að síðustu aldamótum var saga DV og forvera þess, Vísis og Dagblaðsins, merk og mikils virði á hverjum tíma. Halla tók undan fæti um aldamót- in og hrakfarir útgáfunnar urðu miklar. Fyrst með gjaldþroti þáverandi útgefenda og síðan með misheppnaðri tilraun til að breyta DV í óvenju aðgangshart og óvægið blað. Þjóðin hafnaði þeirri útgáfu, rétt eins og þeirri sem varð gjaldþrota. Áskrifendum fækkaði og eins seldist blaðið í mun minna upplagi en áður var. Að endingu varð DV að vikublaði. Um áramótin síðustu urðu enn kaflaskil í í sögu blaðsins. Nýtt útgáfu- félag tók við rekstrinum með það að markmiði að gera DV að dagblaði að nýju og breyta efnistökum og áherslum til muna. Það hefur verið gert og viðbrögð kaupenda eru öllum sem að blaðinu standa hvatning til áframhalds. DV verður að dagblaði á ný næsta fimmtudag og keppikeflið er að DV verði nauðsynleg viðbót við þau blöð sem fyrir eru. DV verður harðara fréttablað en hin blöðin, en langt frá því sem það var þegar verst gekk og þjóðin sagði nei takk. Trú okkar er að DV verði betra fréttablað en hin dagblöðin. Með blaði eins og DV opnast möguleikar til að taka fyrir stór mál, mál sem kosta vinnu, eftirgrennslan, þolinmæði, stundum þrjósku og það sem mest er um vert, þurfa pláss. Það sést best í úttektum DV síðustu vikur. Breiðuvíkurbörnin er fréttaþáttur sem á sér ekki margar hliðstæð- ur í íslenskum fjölmiðlum. Þrátt fyrir alvarleika málsins og eftirköst af starfinu í Breiðuvík er varla hægt að segja að aðrir fjölmiðlar hafi haft afl til að fylgja því máli eftir. Kastljós Sjónvarpsins tók mörg viðtöl, en vann litla sem enga heimildarvinnu aðra. Aðrir fjölmiðlar gerðu það sjálfsagða. Þeir tóku viðtöl við einstaka ráðamenn. Það var nánast allt og sýnir hver þörfin er fyrir DV. Frá áramótum hefur DV unnið og birt marga aðra greinaflokka og lesendur eru að gera upp hug sinn. Sala DV hefur tekið stökk upp á við og við sem störfum á blaðinu verðum dag hvern vör við breytt viðhorf til DV. DV hefur það umfram dreifiblöðin tvö að vera algjörlega háð lesend- um. DV hefur það umfram áskriftardagblöðin tvö að treysta mun meir á daglega lausasölu. Þess vegna verður DV að vera meira spennandi en hin blöðin fjögur. DV er lesendadrifið blað, dreifiblöðin eru dreifing- ardrifin og áskriftarblöðin verða ekki eins bundin því að verða fersk og heillandi dag hvern. Miklar breytingar eru að verða á dagblaðamarkaði. Tvö dreifiblöð verða, tvö klassísk morgunblöð og eitt síðdegisblað, DV. Það verður prentað nokkru fyrir hádegi fjóra daga vikunnar. Helgarblaðið verður stærra og prentað á fimmtudagskvöldum og borið út til áskrifenda árla næsta dag. Aðgerðaleysi er afstaða Margir bera ábyrgð á Breiðuvík, Bjargi, Kumbaravogi, Silungapolli og öllum hinum geymslustöðunum fyrir börn þess tíma, börnin sem full- orðna fólkið vildi ekki hafa fyrir augunum, vildi ekkert með hafa? Sú kynslóð sem ber mesta ábyrgðina hefur nú lokið starfsdegi sínum og nýtur þeirra forréttinda sem fylgja því æviskeiði. Þeirra forréttinda að vera ekki ásökuð um kuldalegt uppeldi og afskiptaleysi gagnvart þeim sem verst voru sett og mest máttu þola. Í ljósi uppljóstrana DV og nokk- urra annarra fjölmiðla er ekki annað hægt en að sú kynslóð Íslendinga sem bar ábyrgðina spyrji sig hvers vegna þjóðin lét þetta viðgangast. Uppeldisaðferðir og úrræði voru vissulega önnur þá en nú. En má vera að fjöldi fólks hafi neitað að hugsa um afleiðingar þess að vista börn fjarri mannabyggðum og það í áraraðir? Má vera að ábendingar þolenda um harðræði og misþyrmingar hafi ekki fengið hljómgrunn þar sem ekki var vilji eða geta til að taka á vandanum svo ekki þyrfti að hafa hin óæski- legu börn nærri. Staðreyndir eru til um hverjar afleiðingarnar urðu af dvöl og kvöl Breiðuvíkur. Nærri níutíu prósent þeirra drengja sem þar voru í geymslu urðu afbrotamenn. Til samanburðar kemur um helmingur þeirra, sem settir eru í fangelsi í fyrsta sinn, þangað aftur. Með því er hægt að segja að Litla-Hraun sé ekki eins mannskemmandi og Breiðavík var. Það er ekki bara hægt að leita ábyrgðar hjá stjórnmálamönnum. Það verður líka að leita skýringa í þeim tíðaranda sem var uppi og hvers vegna afskiptaleysi fólks og harðneskjan var slík. Sú kynslóð sem ákvað að fela vondu börnin og þau óvelkomnu bjó oft við erfiðar aðstæður. Vinnustaðafyllerí voru víða vikulegt fyrirbæri og óregla, sérstaklega karl- manna, var meira áberandi en nú er og sennilega tíðari á heimilum en nú þekkist. Feður voru frekar refsivald en uppalendur. Þau okkar sem nú er á miðjum aldri erum börn þessarar kynslóðar. Það er fólk á miðjum aldri sem nú fellur saman af harmi og sársauka vegna myrkurs æsku sinnar. Ekki er nóg að leita ábyrgðar hjá stjórn- málamönnum. Heil kynslóð er ábyrg, ekki allir jafnt en ábyrgðin liggur víða. Aðgerðaleysi er afstaða og getur vissulega leitt til ábyrgðar. Uppeldisaðferðir nútímans eru aðrar en áður var. Nú tíðkast að þegar börn eru fyrirferðarmikil og láta ekki vel að stjórn í skólum og heima er þeim gefið rítalín. Kannski verður önnur umræða eftir fjörutíu ár, um- ræða um meðferðina á rítalínkynslóðinni. Um það er erfitt að segja, en ef svo fer verður ekki hægt að benda einungis á ráðamenn. Við verðum hvert og eitt að taka ábyrgð, foreldrar, afar og ömmur, kennarar, læknar, ráðamenn og við öll sem myndum samfélagið. Við megum ekki skemma fólk með svipuðum hætti og sú kynslóð gerði sem nú ber ábyrgð á Breiðuvík, Bjargi, Kumbaravogi og Silungapolli. Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dagblað ÚtgáfufélAg: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórnArformAður: Hreinn loftsson frAmkVæmDAStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðArmAður: Sigurjón m. Egilsson fréttAStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnArfulltrÚi: janus Sigurjónsson óvinir fólksins Þegar ljósmyndin kom til sögunnar sem frétta- efni fylgdi í kjölfarið staðhæfing: Mynd segir meira en ótal orð. En með ofnotkun hefur reyndin orð- ið önnur, menn glata trú á henni. Myndin er orð- in skrípamynd af sjálfri sér. Það kemur best fram í myndmiðlinum, sjón- varpinu. Hún er helst notuð til skemmtunar, hryllings eða í skrípaleik. Illa fór fyrir góðum grip. Svo langi fólk að sjá atburð í sönnu ljósi leitar það til ritaðs máls sem öðlast aftur trúverðugan sess eftir að hafa verið misnotað og bælt af rétttlætisrössum í þjóðmálum. Ráð þeirra til betrunar og mannræktar ættu ekki að hafa farið fram hjá neinum. Nóg er til af boðorðum: Enginn er óbarinn biskup ... Þau aga mann hart hin íslensku él ... best er að flengja, lemja óþæga hæls og hnakka á milli, hrista úr börnum leti og ósóma en undirgefni inn í þau. Til að fá rétt snið áttu hörkutól að stjórna strákum í vinnu, svo þeir kæmust ekki upp með ónáttúru og yrðu færir um að standa fyrir fjölskyldu. Baldnir voru sendir af barna- verndarnefndum út á land til að mannast í faðmi fjalla við heilbrigð störf og nærast á rúgbrauðssúpu og hrossakjötskássu. Hið íslenska Gúlag var þannig. Aðeins drengir með „gott upplag“ urðu ábyrgir heimilisfeður eftir dvölina, hinir fóru í hundana en hefðu gert það hvort sem var. Merkir lærifeður í fjöl- miðlum virðast ekki átta sig á eðlisþáttum samfé- lagsins þótt þeir kunni eflaust Óhræsið, ljóð Jónas- ar. Valur er á veiðum, karldýr, vargur í fuglahjörð, og eltir rjúpu, barnið sem leitar skjóls, en „gæðakon- an góða“ er þar fyrir, grípur fegin við dýrinu dauða- móða og dregur háls úr lið. Vart er til kaldhæðnis- legra viðhorf til íslenska karla- og kvennaveldisins. Börn í skólum og foreldrar gráta yfir ljóðinu en skilja hvorki efnið né hugmynd skáldsins um framkomu húsbænda við ofsótta. Vegna blindu teljum við okk- ur vera harðgerða þjóð, herta af frosti og funa, en köllum stöðugt volandi á áfallahjálp í stað þess að leysa vandann sjálf. Hvernig færi ef allar kúgaðar þjóðir heimsins sem lenda í stríði og hörmungum undir stjórn húsbænda sinna gerðu það sama? GuðberGur berGsson rithöfundur skrifar Aðeins drengir með „gott upplag“ urðu ábyrgir heimilis- feður eftir dvölina.Kjallari Kjallari Örlög rjúpunnar erpur Þ. eyVindarson tónlistarmaður skrifar Gefinn var skítur í al- mannavilja alveg frá herstöðvasamningn- um til seinna Íraks- stríðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.