Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 31
föstudagur 16. fEBrúar 2007 31Sport DV
Pat Riley snýR aftuR
Pat riley mun
taka að nýju við
stjórn Miami Heat
eftir helgina.
Þetta var haft eftir
stjórnarmanni
innan NBa í
vikunni. riley
hefur ekki
staðfest þessa
frétt sjálfur. riley
tók sér frí í byrjun janúar en hann fór í
aðgerð á hné þann 5. og
mjaðmaaðgerð þann 11. janúar.
Miami tekur á móti Houston rockets
21. febrúar þar sem búist er við að
riley verði á bekknum til að stýra
sínum mönnum.
Ísland Í steRkum
Riðli
Íslenska landsliðið
í knattspyrnu
skipað
leikmönnum yngri
en 21 árs er í riðli
með Belgíu,
austurríki, slóvakíu
og Kýpur í undankeppni EM sem fer
fram í svíþjóð árið 2009. Leikið verður
frá 2. júní til 10. september en aðeins
sigurvegarar riðlanna 9 komast í
úrslitakeppnina.
Wembley veRðuR
tilbúinn
Byggingarfyrirtækið
sem sér um að reisa
nýjan og
stórglæsilegan
Wembley-leikvang
hefur gefið það út að hann
verði tilbúinn fyrir bikarúrslitin í maí.
Ástralska fyrirtækið Multiplex sér um
byggingu vallarins og hefur það sætt
harðri gagnrýni á Englandi vegna þess
hversu seint gengur að reisa völlinn.
OWen byRjaðuR
að hlauPa
Michael Owen
byrjaði að hlaupa
að nýju á
mánudag eftir að
hafa meiðst á HM
síðastliðið sumar.
Hinn 27 ára gamli
Owen sagði í
samtali við
heimasíðu Newcastle að hann væri
ánægður með hvernig hlutirnir gengu
og að næsta skref hjá honum væri að
byrja að æfa með bolta áður en hann
verður með á alvöru æfingum.
Riquelme vill
titil
Juan roman
riquelme er
harðákveðinn í því
að endurgjalda
traust Boca Juniors
á honum með því
að hjálpa liðinu að
endurheimta
argentínska titilinn.
riquelme er í láni frá Villarreal og
segist vera ánægður með að vera
kominn í Boca-búninginn að nýju. „Ég
var ánægður hjá Villarreal í þrjú og
hálft ár en ég hef beðið lengi eftir því
að fá að klæðast búningi Boca að nýju.
frá því ég fór hef ég ekki unnið neitt
og ég vona að við fögnum titli í júní.
etO‘O sáR
samuel Eto‘o
segist vera sár út í
rijkaard og þau
ummæli sem
hann lét falla eftir
leik Barcelona og
racing. Eto‘o
neitaði að koma
inn á þegar
skammt var eftir
þrátt fyrir að hafa
hitað upp í 20 mínútur og var
gagnrýndur bæði af rijkaard og
ronaldinho. forseti Barcelona Laporta
styður rijkaard og segir hann
sérfræðing í svona málum. Vonandi
kemur þetta mál Eiði smára til góða.
schusteR dReymiR um bayeRn
Bernd schuster
sem stjórnar nú
getafé hefur sagt
að hann dreymi
um að taka við
stórveldinu
Bayern München.
getafé hefur
komið mörgum á
óvart í vetur með
stórgóðum leik og er í baráttu um að
komast í Evrópukeppni.
ÍÞRÓTTAMOLARStefnir á ólympíuleikana
árið 2012
Stefán Jóhannsson er einn
þriggja þjálfara Sveins Elíasar.
Hann hefur mikla trú á stráknum.
En hver er helsti styrkur Sveins að
mati Stefáns?
„Sveinn er mjög alhliða íþrótta-
maður. Hann er mjög fljótur að ná
tækniatriðum. Sveinn hefur rosa-
lega gaman af þessu, það er stór
kostur. Hann er verulega dugleg-
ur á æfingum. En keppnisskapið er
sennilega helsti styrkurinn. Það er
nú oft svo að þótt menn hafi mik-
ið keppnisskap þá eiga þeir ekki
auðvelt með að keppa, menn eiga
til með að stífna upp. En Sveinn
nær að nýta sitt mikla keppnisskap,
hann er mjög mjúkur. Hugsunin er
alveg rétt,“ sagði Stefán. En hvað
þarf Sveinn helst að bæta til að ná
markmiðum sínum?
„Sveinn þarf að bæta mjög
margt. Hann er eingöngu 17 ára
gamall. Við pössum okkur á því að
þjálfa hann ennþá sem ungling.
Það er mjög auðvelt að falla í þá
gryfju að þjálfa hann sem afreks-
mann þar sem hann er orðinn þetta
góður. En þetta verður að vera allt í
réttri röð. Við verðum að passa okk-
ur á því að gleyma ekki einhverju í
grunninum og gera hann mjög góð-
an í einhverju á einu ári sem hann
kannski tapar á næsta ári.“
Hvað sér Stefán fyrir sér að fram-
tíðin beri í skauti sér fyrir Svein El-
ías? „Ég sé í framtíðinni hjá Sveini
mann í heimsklassa, ef allt þróast
eins og við myndum vilja að það
þróaðist. Það er enginn fjarlægur
draumur að hann fari í átta manna
úrslit á ólympíuleikum í þeirri íþrótt
sem hann kemur til með að keppa í,
hvort sem það verður tugþraut eða
hlaupagrein,“ sagði Stefán.
allir vegir færir
sveinn Elías hefur sett stefnuna á að vera
í topp 10 á ólympíuleikunum árið 2012.
Sé fyrir mér íþrótta-
mann í heimsklassa
stefán jóhannsson, þjálfari sveins elíasar, segir að mikilvægt
sé að þjálfa hann sem ungling en ekki afreksmann.
H&N-mynd Gúndi
Stjörnugolf fór fram síðastliðið sumar undir stjórn þeirra ágústs Guðmundssonar
og björgvins vilhjálmssonar. Að þessu sinni gáfu þeir Umhyggju ágóðann.
Söfnuðu MiLLjÓn
Hugmyndin að stjörnugolfi
fæddist hjá þeim Ágústi og Björg-
vin þegar þeir lágu andvaka í Dan-
mörku fyrir fjórum árum. Þeir vildu
gefa eitthvað af sér til samfélagsins
og fengu til liðs við sig allar helstu
stjörnur Íslands til að spila golf. Fyr-
irtæki gátu síðan verið með og leik-
ið með fræga fólkinu. Boltinn byrj-
aði að rúlla og hafa þeir Ágúst og
Björgvin nú gefið hátt í tvær og hálfa
milljón til Barnaspítala Hringsins,
MND-félagsins og nú Umhyggju,
sem er félag sem vinnur að bættum
hag langveikra barna og fjölskyldna
þeirra. Í fyrsta sinn í sögu stjörnug-
olfsins safnaðist yfir milljón og sagði
Ragna Marínósdóttir að þessir pen-
ingar kæmu sér afar vel.
„Það er ekki algengt að strákar
undir þrítugu gefi svona háa upp-
hæð. Þessir peningar munu fara
í styrktarsjóð Umhyggju, sem var
stofnaður 1996 og aðstoðar fjöl-
skyldur sem eiga langveik börn.
Það eru svo margar fjölskyldur sem
einfaldlega komast ekki út á vinnu-
markaðinn.“
Ágúst og Björgvin segja að ánægj-
an við að gefa peningana sé ótrúleg
og þeir setja markið á að reyna að ná
einni og hálfri milljón þegar fjórða
stjörnugolfsmótið fer fram í sumar.
Ekki hafa þeir félagar ákveðið hvert
peningarnar munu renna en þess
má geta að Sýn hefur sýnt frá mót-
inu undanfarin ár og svo verður
einnig nú.
„Það gengur vel að safna fyrir-
tækjum þótt alltaf megi gera betur,“
segir Björgvin. „Það kemur alveg
fyrir að við fáum neitun frá fyrir-
tækjum en það er orðið þægilegra
að vinna þetta með hverju árinu þar
sem fyrirtæki eru farin að kannast
við mótið og vita hvað við erum að
gera,“ segja þessir framtaksömu fé-
lagar að lokum.
Þakklát fyrir framlagið Björgvin Vilhjálmsson, ragna Marínósdóttir og Ágúst
guðmundsson.