Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 35
DV Sport föstudagur 16. febrúar 2007 35 Í annað skipti á 6 árum mætast Ham- ar/Selfoss og ÍR í bikarúrslitum KKÍ. Í fyrra skiptið hafði ÍR betur en leikurinn á laugardag er merki- legur fyrir þær sakir að í ár stjórna bræður liðunum, þeir Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir. Þeir segjast báðir spenntir og lofa blóði, svita og tárum á laugardag. Efstu liðin í Iceland Express- deild kvenna, Haukar og Keflavík, leika til úrslita um Lýsingarbikar kvenna á morgun. Liðin hafa þrisvar mæst í deild- inni í vetur. Í fyrsta leiknum í Hafn- arfirði fóru heimamenn í Haukum með sigur af hólmi, 90–81. Keflavík vann leikinn á heimavelli, 92–85. Liðin mættust svo síðast að Ásvöll- um í byrjun febrúar þar sem Haukar unnu, 95–84. Haukastúlkur sitja á toppi deildarinnar með 30 stig, fjór- um stigum meira en Keflavík sem er í öðru sæti. Liðin þekkjast sundur og saman Helena Sverrisdóttir er fyrirliði Haukaliðsins. Hún játti því að mikil spenna væri komin í liðið fyrir leik- inn. „Tilhlökkunin er mjög mikil. Ótrúlegt hvað er stutt í þetta og ég er bara mjög spennt. Staðan í deildinni skiptir engu máli þegar í bikarúrslitaleik er komið. Þetta eru tvö góð lið og þetta verður örugglega hörkuleikur. Við gerum bara okkar besta. Við höfum spilað oft við Keflavík og liðin þekkja hvort annað sund- ur og saman. Það verður erfitt að koma með eitthvað nýtt í svona leik. Við verðum bara að mæta tilbúnar í leikinn,“ sagði Helena. Hún sagði enn fremur að mikil- vægt væri að vera með taugarnar í lagi fyrir svona leiki. Haukastúlkur hafa leikið marga úrslitaleiki á und- anförnum árum og ættu því að vera vanar því að spila leiki sem þennan. „Það getur auðvitað alltaf gerst að leikmenn fari á taugum. Við verðum bara að undirbúa okkur vel og passa að það komi ekki fyrir. Það verður ekkert sérstakt við undirbúninginn fyrir þennan leik,“ sagði Helena. Tvö bestu liðin Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka, var klár á því að Haukar og Keflavík væru tvö bestu lið lands- ins. „Þetta eru tvö bestu liðin og það má búast við hörkuleik. Leikir milli þessara liða hafa oftar en ekki verið mjög spennandi. Málið er bara að mæta vel stemmdur í þennan leik. Við þurfum bara að hafa áhyggjur af okkur sjálfum, spila góða vörn, taka fráköst og gera vel það sem við höfum verið að gera vel hingað til,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði að stelpurnar væru vanar því að spila stórleiki. „Við höf- um spilað tólf Evrópuleiki á fimmt- án mánuðum. Við vorum í úrslita- keppninni í fyrra og erum með mjög ungt lið. Það er því mikil reynsla komin í liðið á stuttum tíma,“ sagði Ágúst. Hann bætti við að sálfræði- þátturinn skipti miklu máli í leik sem þessum. „Ég er alltaf með smá sálfræði- undirbúning í minni þjálfun. Hug- urinn skiptir gríðarlega miklu máli í þessu. Hugarfarið hjá okkur hef- ur verið gríðarlega gott þessi tæpu þrjú ár sem ég hef verið hjá Hauk- um. Allir leikmennirnir eru tilbún- ir að leggja það á sig sem þarf að leggja á sig, hvað sem það er hverju sinni,“ sagði Ágúst. Ágúst sagði að staðan í deild- inni skipti engu máli þegar komið er í bikarúrslitaleik. „Það getur allt gerst í bikarleikjum. Allar æfingarn- ar og allt það sem við höfum gert í vetur ætti að hjálpa okkur í þessum leik. Við þurfum bara að einblína á þennan leik og mæta vel stemmd.“ Töluverð meiðsli hjá Keflavík Jón Halldór Eðvaldsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Kefla- víkur. Hann sagði að eðlilega væri kominn mikil tilhlökkun í lið sitt. „Þetta er stærsti leikur ársins. Þetta er að mínu mati fyrsti alvöru leikur- inn í vetur. Ef að leikmenn eru ekki tilbúnir í þennan leik þá verða þeir aldrei tilbúnir,“ sagði Jón Halldór. Jón Halldór sagði að mikilvægt væri að halda spennustiginu réttu. „Undirbúningurinn snýst bara um að stilla spennustigið og fá stelp- urnar til að vera tilbúnar þegar í leikinn er komið. Spennustigið má ekki vera of hátt og ekki of lágt held- ur einhvers staðar í miðjunni,“ sagði Jón Halldór. Jón Halldór vildi ekki meina að þetta væri eini möguleiki Keflavíkur á titli á þessari leiktíð. „Þessi lið eru rosalega áþekk að styrkleika. Við unnum þær einu sinni í vetur og það er eini leikurinn sem við höf- um spilað af eðlilegri getu í vetur, að mínu mati. Við höfum ekki verið að spila nægilega vel. Við höfum lent í alls kon- ar vandamálum. Fyrirliðinn okk- ar Birna Valgarðsdóttir hefur verið meidd í allan vetur en hún er einn besti leikmaður deildarinnar. Einn- ig hafa lykilmenn eins og Svava Stef- ánsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir verið meiddar. Það er ekki hvaða lið á Íslandi sem ræður við svona missi. En að mínu mati höfum við náð að höndla það mjög vel, margir leik- menn sem hafa stigið upp og komið sterkir inn. Það er bara að vona að allir verið til í leikinn á laugardag- inn,“ sagði Jón Halldór. Hann bætti við að enn væru meiðslavandræði í leikmannahópi Keflavíkur fyrir leik- inn á morgun. „Birna er meidd og óvíst hvort hún verður með í úrslitaleiknum. Sara Stefánsdóttir er meidd. Ingi- björg Stefánsdóttir er að stíga upp úr meiðslum. En það kemur allt- af maður í manns stað. En það er erfitt að hafa lykilmenn frá vegna meiðsla, þetta eru leiðtogarnir sem keyra vagninn,“ sagði Jón Halldór. Er að deyja úr spenningi Óvíst er hvort Birna Valgarðsdótt- ir, fyrirliði Keflavíkur, geti leikið með á morgun. Hún var þrátt fyrir það mjög spennt fyrir leiknum. „Ég er að deyja úr spenningi. Eins og staðan er í dag þá tel ég þetta vera tvö bestu liðin. Þetta verður örugglega hörku- leikur og ég held að úrslitin ráðist ekki fyrr en undir blálokin.“ Birna hefur leikið með Kefla- vík frá árinu 1996 og hefur leikið nokkra úrslitaleiki með liðinu. Hún sagðist ekki fara með öðruvísi hug- arfar í þennan leik en aðra leiki. „Ég fer í alla leiki eins, legg mig alla fram og vil vinna alla leiki. Það er auðvitað hætta á að spennustig- ið verði of hátt í þessum leik, bikar í boði og meira stress sem því fylg- ir. Það hverfur hins vegar allt þegar leikurinn byrjar, þá er alvaran tekin við,“ sagði Birna. dagur@dv.is Bergljót segist nú þegar búin að vinna bikarinn, hvernig sem fari á laugardag, en viðurkennir að það sé ekki hennar sterkasta hlið að mæta á körfuboltaleiki. „Það gerist nú ekki á hverj- um degi að þeir mætast í úrslita- leik, þannig að ég ætla að bruna til Reykjavíkur. Ég hef ekki verið dugleg að mæta á leiki hjá þeim í gegnum tíðina en ég get aldrei annað en unnið þennan leik,“ seg- ir Bergljót. „Ég held með liðinu sem er undir í leiknum en síðan fagna ég með liðinu sem vinnur, það segir sig sjálft,“ svarar Bergljót og hlær þegar hún er spurð með hvoru liðinu hún muni halda á laugar- dag. „Þetta verður vonandi bara skemmtilegur leikur, hver hefði átt von á því að þessi lið myndu leika til úrslita?“ segir Bergljót að lokum. Faðir körfuboltans í Hafnarfirði Ingvar Jónsson er oft kallaður faðir körfuboltans í Hafnarfirði og þjálfaði Hauka með góðum ár- angri í gamla daga og segir að sér lítist vel á leikinn því hvernig sem hann fari er hann pottþéttur sig- urvegari. „Ég hef engar áhyggjur af leikn- um, ég get ekki tapað og titillinn er í höfn. En ég get ómögulega hald- ið með þessum liðum því ég styð bara Hauka. Annars er erfitt að spá fyrir um leikinn, það eina sem ég veit er að þeir munu keppa af krafti gegn hvor öðrum.“ Ingvar var og er mikils metinn þjálfari í körfuboltanum. Hann segir að þrátt fyrir að hafa kennt þeim bræðrum ýmsa heimspeki varðandi körfubolta segi þeir hon- um að þeir hafi ekkert hlustað. En Ingvar tekur fram að þeir hafi nú greinilega eitthvað tekið mark á honum. „Við ræðum um liðin þeirra og hvernig gangi og svo fylgja áhyggjur okkar allra af slæmu gengi Hauka. Ég er mjög stoltur af árangri þeirra og hvernig þeim gengur,“ segir þessi goðsögn í hafnfirskum körfubolta. Úrslitaleikurinn í Lýsingarbikar kvenna fer fram á morgun þegar tvö efstu liðin í Iceland Express-deildinni mætast, Haukar og Keflavík. Liðin hafa mæst þrisvar í vetur, Haukar unnið tvo leiki og Keflavík einn. Tvö besTu liðin mæTasT Helena Sverrisdóttir fyrirliði Hauka hefur lyft ófáum bikurum á undanförnum árum og á möguleika á að bæta enn einum í safnið á morgun. Birna Valgarðsdóttir fyrirliði Keflavíkur hefur átt við meiðsli að stríða og óvíst er hvort hún verður með í leiknum á morgun. Hvað segja mamma og pabbi? Bergljót Pétursdóttir og Ingvar Jónsson eru foreldrar þeirra Péturs og Jóns Arnars. Bergljót ætlar að keyra frá Borgarfirði, þar sem hún verður í afmæli móður sinnar, til Reykjavíkur og fylgjast með leiknum. ræða eKKi leiKinn sÍn Á milli Barist um bikarinn Þjálfarar liðanna hafa staðið í ströngu við að undirbúa lið sín fyrir úrslitaleik Lýsingarbikarsins á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.