Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Qupperneq 37
Enn hefur dregið til tíðinda á sviði barnaverndar-, velferðar- og félags- legra stuðningsmála okkar litla þjóð- félags. „Hneykslunarefnin“ hellast inn í fjömiðlana og út til þjóðarinnar. Það er skiljanlegt. Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa, ekki satt? Hvernig staðið er að því er hins vegar oftlega áhorfsatriði og oftar en ekki eru fleiri en tvær hliðar á þeim málum, jafnvel átján. Um títt nefnt Byrgismál kýs ég ekki að tjá mig, þar eð þar hafa aðrir menn gengið fram fyrir skjöldu. Er það vel og mun væntanlega leiða til jafnt rétt- lætis sem og viðhlítandi úrlausna fyr- ir þá, sem eiga um sárt að binda. Get þó ekki varist að koma þeirri skoðun á framfæri að peningar bæta ekki úr skák, heldur nærfærin, fagleg um- önnun á víðfeðmum grundvelli. Bjarg – já, það lá fljótlega undir ámæli fyrir stífar reglur í stað upp- byggingar stúlknanna, enda rekið í anda þess tíma, hvað varðaði trú fag- aðila á hvað afvegaleiddum stúlkum væri fyrir bestu. Hvað er að vera af- vegaleiddur, er svo ævinlega mats- atriði. Ekki treysti ég mér til að segja um, hver hefur ratað út af hinum mjóa vegi og inn á þann hinn breiða. Þó tel ég ekki nokkrum vafa undir- orpið að hlutir hafi þarna verið fram- kvæmdir eftir besta vilja (þeirra tíma þekkingu og ef til vill uppeldisfræði- legum kenningum). En Breiðuvíkurmálið vil ég ræða í lengra máli. Drengirnir voru vist- aðir eftir ýmsum aðferðum og sum- um þeirra ekki ljóst í hvað stefndi. Þetta voru BÖRN. Já, lítið nú í sál- fræði þar sem fjallað er um sálræn- an og tilfinningalegan þroska barna á þessu skeiði (frá um það bil tíu ára aldri), svo og þarfir þeirra. Bætið svo við erfiðum heimilisaðstæðum, tíð- um flutningum, almennu öryggis- leysi, niðurlægingu og einelti. Bætið þá við lágmarksgengi í skólakerfinu – og stimpli á bakið (eru á hæli vegna óreglu foreldra, vegna óknytta, eru stelsjúkir, eru mjög erfiðir í allri fram- komu samfara lágmarksárangri í námi... og svo framvegis). Og svona komu þeir inn í bekkina. Allir vissu hvar þeir bjuggu og hvern- ig það HLAUT að vera eitt- hvað mikið að þeim, jafnt samnemendur sem kenn- arar. Upplýsingar af þess- um toga hafa jafnt meðvit- uð sem ómeðvituð áhrif. Þær eru því oftlega fremur skaðvaldur en hitt. Ellefu, tólf ára barn? Hugsið til barna sem þið þekkið... og hugleiðið svo málið í því samhengi. Þessir „strákar“ hafa nú gengið fram fyrir skjöldu og sagt sinn sann- leika. Vissulega eru ásakanir þeirra harðvítugar og hræðilegar aflestrar fyrir alla sæmilega hugsandi borgara landsins. En hvar stöndum við nákvæmlega núna? Við erum ekki 40 árum aftar í tíma. Við erum hér og nú. Það er ekki unnt að græða til fullnustu sár, sem hafa fengið að búa um sig, margfald- ast og valda stórkostlegum áhrifum á styrk og sjálfsvirðingu þeirra, sem í hlut eiga. Það er ekki heldur hægt að græða þau og friða samvisku okkar með fjárútlátum. Hvaða ráð höfum við, íslenska velferðarríkið? Ekki er ég spámaður í mínu föður- landi, en í fljótu bragði virðist mér að nú þurfi að koma til – og það í snar- hasti – heimili, sálgæsla, sálfræðileg viðtöl á minnst vikulegum grunni, vissar skyldur og ábyrgð vistmanna, matseld og manneskjulegir starf- menn, sem VILJA og hafa hæfni til að skilja þann djúpstæða sálarskaða sem hér er greinilega á ferð. Við VERÐUM að taka fé til þessa málefnis, hér og nú. Við skuldum þessum mönnum úrbætur og hlýju, beiðni um fyrirgefningu fer líka vel í þeim gjörningi. Fyrirsögn greinarinnar átti hins vegar við upprifjun á ferli manns, sem þarna gegndi hlutverki forstöðu- manns og eiginkona hans var einnig nefnd í vissum tilvikum. Koma þarf í veg fyrir að afkomendur þessa fólks þurfi að bera kinn- roða og sársauka í brjósti vegna atburða sem þeir áttu ekki þátt í né held- ur höfðu á valdi sínu að hafa nokkur áhrif á. Allt annað er ómanneskjulegt og ómaklegt að mínu viti sem mannveru. Kemur þá að þeim starfsmönnum sem munu sennilega þurfa að svara fyrir verk sín eða verk- leysi. Látum þar til bær yfirvöld ann- ast þá rannsókn eftir bestu faglegum aðferðum og réttsýni í hvívetna. Svo skulum við, ef þörf krefur, slá upp myndum af þeim og tíunda misgerð- ir þeirra eða vanrækslu í störfum. Þessi umfjöllun hefur vakið þjóð- ina til umhugsunar og ýmsa til sektar- kenndar og vanlíðunar af margþætt- um gerðum. Hlífum afkomendum og ástvinum við frekari umfjöllun að sinni. Þeir sem koma til greina sem „sökudólgar“ í téðu máli hafa þegar fengið verulega umfjöllun án þess að um beinar sannanir sé að ræða. (Hér er ekki verið að véfengja orð fyrrver- andi vistmanna, en þess farið á leit að málið fái viðhlítandi meðferð hjá þar til bærum aðilum í barnaverndar-, félagsmála- og réttarkerfi landsins, það á að vera reglan stóra.) Við ykkur sem dvölduð í Breiðu- vík vil ég segja, þið sýnið kjark og hreinskiptni með því að ganga fram fyrir skjöldu. Það hélt ég vart að svo brotnir menn hefðu á valdi sínu. En þið gerðuð það! Látum nú málið fara rétta boðleið, en hvikið ekki frá sann- leikanum! Hafið hann og hann ein- an að leiðarljósi. Látum ekki kast- ljós fjölmiðla stjórna ferðinni, heldur óskina um réttlát málalok, sem leiða til þess að slíkir atburðir gerist ekki aftur. Það hlýtur að vera langtíma- markmið okkar allra. Takk, herrar mínir, takk! Gefið dánum ró, hinum líkn sem lifa Helga Ágústsdóttir Aðsend grein DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 37 Augljósa spurningin er: Af hverju tók þetta svona langan tíma? Og jafn- vel mikilvægara: Mun Bush forseti læra af þessari síðbúnu velgengni? Mun hann loksins leyfa sendi- erindrekum sínum að reyna samn- ingaleiðina og jafnvel málamiðlan- ir við aðrar slæmar og óneitanlega hættulegar ríkisstjórnir? Bush hefði líklega getað náð þessum samningi fyrir nokkrum árum, ef hann hefði ekki ákveðið að hann þyrfti ekki að tala við neinn sem honum líkaði ekki við. Meðan Hvíta húsið neit- aði að tala dældi Norður-Kórea út plútoni. […] Það verður mikið kjaftað í Wash- ington um að Bush sé að bjarga misheppnaðri forsetatíð. Við ætlum ekki að skemma dýrðarljómann. En það eru margar hættur þarna úti. Og við vonum að Bush læri algjöra grunnlexíu af þessum samningum: stundum þarf maður að tala við óvini sína, jafnvel þótt maður gnísti tönnum á meðan. Lexíur Bush Leiðari New York Times 14. febrúar 2007: Leiðari The Korea Times 14. febrúar 2007: Veltur á vilja Norður- Kóreumanna Samkomu- lagið veldur einnig áhyggj- um um það hvort það verði yfirleitt að veruleika vegna þess að afvopnunarferlið er svo flókið. Við getum ekki annað en ver- ið stressuð yfir öllum ákvörðunum Norður- Kóreumanna fyrst samningurinn stend- ur og fellur með því hvort þeir hafa áhuga á því að standa við hann. […] Samkomu- laginu er fyrst og fremst ætlað að koma í veg fyrir að Norð- ur-Kórea framleiði meiri kjarnavopn en um leið er frestað að ræða um vopn- in sem þeg- ar eru til stað- ar og efni til að framleiða fleiri. Geta Norður-Kór- eumanna til þess að auðga úran var líka látin liggja milli hluta. Allir hlutaðeig- andi verða að leggja sitt ítrasta af mörkum til þess að reka á eftir Norður-Kóreumönn- um að afhenda eða eyða kjarnavopna- búri sínu og aðstöðu til að auðga úran. Það er tilgangslaust að láta Norður-Kóreumenn loka kjarnorkuver- um meðan þeir fá að halda vopnum og efn- um ósnertum. E.B.S. skrifar: Mér finnst afar skrítið að fjölmiðlar skuli ekki fjalla um Kanaríeyjaferðir Guðna Ágústs- sonar í réttu ljósi. Fréttablaðið skrifaði til dæm- is um málið, án þess að benda á að hann væri fjarverandi frá vinnu á meðan hann sleikir sólina. Það er ekki nóg með það að þingmenn fái heilan mánuð í jólafrí, heldur fer hann beint til sólarlanda í kosn- ingabaráttu um leið og þingið byrjar á nýjan leik. Ef Guðna langar til Kanarí, þá á hann að nota jólafríið sitt í það og sinna starfi sínu sem þingmaður almennilega í millitíð- inni, eins og hann var kjörinn til að gera. Guðni slæpist á Kanarí Lesendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.