Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 39
fá tækifæri til að starfa að áhugamál- um sínum, að vinna tvöfalda vinnu. Starfið utan heimilisins var bara tal- ið aukastarf og sagt að þær sinntu því vegna þess að „þær vildu það“. Í leik- listinni er mest að gera hjá ungu fólki og því fylgir gjarnan að það er með lítil börn á heimilinu. Flestar konur kannast við það að hafa samvisku- bit yfir því að heimilið líði fyrir vinn- una eða öfugt,“ segir hún og bætir við bráðskemmtilegri sögu af viðhorfum þessa tíma. „Snædís dóttir mín lenti í ein- hverju úrtaki í rannsókn, líklega á veg- um heilbrigðis- eða félagsmálastofn- unar, á börnum mæðra sem unnu utan heimilisins. Ég var síðan boðuð í viðtal til þeirra vegna þess að Snædís kom svo vel út úr könnuninni að það stóðst ekki hugmyndir þeirra að börn sem ættu móður sem ynni utan heim- ilisins kæmu svona vel út úr slíkri könnun!“ segir Herdís skellihlæjandi. „Meðan börnin voru lítil höfðum við oft húshjálp til að við kæmumst í vinnuna og á kvöldin þegar ég var að leika passaði Gunnlaugur oft börnin. Það var ekki til siðs á þessum árum að menn ynnu heimilisstörf. Ef það kom til að Gunnlaugur tæki það að sér að vaska upp eftir kvöldmatinn þegar ég þurfti að hlaupa í leikhúsið þá sagði hann stoltur: „Nú er ég búinn að þvo upp fyrir þig!“ Ég er ekki að ásaka hann, þetta var bara svona.“ Hagur barna borinn fyrir brjósti Gunnlaugur kom við sögu í grein DV um síðustu helgi, en hann var maðurinn sem „skrúfaði fyrir kran- ann“ á vistheimilunum Bjargi og Breiðuvík. Gunnlaugur átti þá sæti í Barnaverndarráði Íslands, fyrst sem lögmaður og síðar formaður ráðsins. Um hann er sagt að hann hafi verið mikill mannvinur. „Já, Gunnlaugur var einstakur maður, duglegur, góður og örlátur,“ segir Herdís umhugsunarlaust og bætir svo við stríðnislega: „En hann var ekki mikið heima! Eftir að hann hætti sem forsetaritari fékk hann lög- mannsréttindi og rétt til að vinna að sínum málum utan vinnutímans í ráðuneytinu. Það var um helgar og milli klukkan fimm og sjö á virkum dögum. Gunnlaugur vann mörg störf og í mörg ár vann hann fyrir Rauða krossinn og í barnaverndarnefnd. Það voru mjög tímafrek og slítandi störf og fólk hringdi á öllum tímum og í alls konar ástandi, oftast til að kvarta eða jafnvel hóta. Gunnlaug- ur bar hag barna fyrst og fremst fyr- ir brjósti og átti stóran þátt í því að stúlknaheimilinu Bjargi og drengja- heimilinu í Breiðuvík var lokað. Ég hafði nóg á minni könnu en var hon- um algjörlega sammála í þessari bar- áttu. Gunnlaugur var félagslyndur en óþolinmóður, fór stað úr stað í heim- sókn en stoppaði oft stutt við.“ Hún segir eiginmanninn jafnframt hafa tekið virkari þátt í matargerðinni og uppeldi barnanna eftir því sem árin liðu. Hún segir þau hafa átt stór- an kunningjahóp og þegar hún lítur í gömlu gestabókina skilur hún eigin- lega ekki hvernig henni tókst að kom- ast yfir hlutina. „Það var stundum erfitt, því á sýn- ingardögum þurfti ég að vera komin upp í leikhús ekki seinna en klukkan sjö. Allt flaut þetta þó einhvern veg- inn.“ Áhugi á listum og gróðurrækt Þau áttu mörg sameiginleg áhuga- mál. Fyrst og fremst fjölskylduna, en einnig höfðu þau bæði áhuga á listum og gróðurrækt. „Þegar við byggðum hérna á Dun- haganum settum við niður fullt af trjám við erfiðar aðstæður á lóðar- ræmu undir norðurvegg meðfam götunni. Það heppnaðist og trén eru síðan mikil götuprýði. Gunnlaugur kenndi mér að meta klassíska tónlist og myndlist sem hann hafði mikinn áhuga á og fyllti heimilið af listaverk- um. Ég kenndi honum aftur á móti að meta leiklist og ljóðlist. Við byggðum okkur sumarbústað við Helluvatn í Rauðhólum og ræktuðum þar skóg á heilum hektara lands. Þar höfðu ein- ungis verið örfáar gróðurleifar en að- allega melar og moldarflög og ekki ein einasta hrísla. Þarna eru núna, fjöru- tíu árum seinna, þúsundir af stórum trjám, skjól og ilmur í lofti. Við átt- um þarna margar góðar stundir með fjölskyldu og vinum en líka ómældar ánægjulegar vinnustundir.“ Þrátt fyrir margt sem tengdi þau ákváðu Herdís og Gunnlaugur að slíta hjónabandinu þegar börnin voru uppkomin og farin að heiman. „Já, það kom þegar við höfðum bæði meiri tíma til að sinna áhuga- málum okkar,“ segir hún og brosir lítilsháttar. „En mér þótti alltaf mjög vænt um hann og við urðum betri vin- ir en nokkru sinni þó að við byggjum ekki lengur saman. Fjölskyldutengsl- in héldust og við fórum til dæmis saman til Húsavíkur að heimsækja börnin okkar þar.“ Heimildarmynd um sauðkindina óskast! Nú ætla ég að efna loforð mitt við hana og lofa henni að tjá sig um um- hverfismálin. „Áhugi minn á náttúrunni vakn- aði verulega þegar leikfélagið ferð- aðist um landið í kringum 1950. Þá tók ég eftir því hvað landið var skelfi- lega illa farið víða. Háar gróðurtorfur allt upp í tvo metra sem var að blása undan moldinni, svo kantarnir með þeim gróðri sem var á torfunni voru að smá hrynja niður þar til ekkert var eftir. Gróðurmoldin, dýrmætasta eign okkar, fokin á haf út og aðeins auðir grjótmelar eftir á stórum svæðum þar sem áður var kjarr og lyng og frjósam- ur djúpur jarðvegur. Gróðurrindarnir í fjallshlíðunum bókstaflega að leka niður hlíðarnar og sandskriðurnar að taka völdin. Sauðkindin var iðin við að naga nýgræðinginn í köntunum svo engin von var til þess að þeir gætu varist eyðingaröflunum. Síminnkandi kjarrskógar voru víða illa farnir og ef ein og ein hrísla hafði náð að teygja sig upp úr kjarrinu þá var hún með nakinn stofn en veifaði stolt nokkr- um greinum í toppnum sem henni hafði tekist að bjarga frá bitvarginum. Vegna búskaparhátta okkar höfum við misst meira en helming af gróð- urhulu landsins. Skógar og kjarr sem voru 75% eru núna 1%. Enginn stjórn- málaflokkur hefur þorað að taka þetta brýnasta vandamál okkar á dag- skrá; miðalda rányrkjubúskap. Ég sé ekki aðra skýringu en þá að þeir séu hræddir við að missa atkvæði bænda ef lausaganga búfjár um landið verð- ur stöðvuð og búfé haft í girðingum. Sjálfstæðisflokkurinn er nýbúinn að kaupa atkvæði sauðfjárbænda í vor með 16 milljarða greiðslum úr ríkis- sjóði í sex ár til sauðfjárræktar sem þegar er of mikil. Þúsund tonn af kjöti voru eftir í haust til vandræða og kostnaðar. Allar þær blómjurtir sem Náttúrufræðistofnun segir að búið sé að útrýma úr beitilandinu koma varla aftur, en allar þær sem hún segir í út- rýmingarhættu og þyrftu görgæslu við gætu ef til vill sloppið við dauðadóm ef þær fengju frið. Minn draumur er að sjá heiðarlega heimildarmynd um sauðkindina og þann skaða sem hún hefur valdið. Ég bið landsfeður að vakna áður en það verður um sein- an og ég bið fólk að kjósa þann flokk sem lofar að vernda þann náttúru- lega gróður sem eftir er og koma hér á ræktunarbúskap með búfé í girð- ingum svo við verðum ekki að athlægi fyrir að láta éta undan okkur landið.“ Hugurinn er skapandi máttur Það kemur mér svolítið á óvart að heyra Herdísi flytja svona pólitíska ræðu, en hún á enn eftir að koma mér á óvart áður en við kveðjumst. Það er þegar málefni barnaheimila fyrri tíma ber á góma og hvers vegna hún telji svo mörg ungmenni hafa búið við slíkar aðstæður. „Oft reynist ástæðan vera slæmur aðbúnaður í æsku, óöryggi og skort- ur á kærleika. En þar sem þessi veik- leiki kemur upp án sýnilegra ástæðna er það karma viðkomandi. Ég trúi á kenninguna um þróun sálarinnar og endurfæðingu og veit þess vegna að við komum með ólíka fortíðarreynslu með okkur. Verkefni sem við þurfum að vinna úr í þessu lífi ef okkur hefur ekki tekist það í fyrra lífi. Í dulspekinni segir að alheimurinn sé byggður upp á lögmáli orsakar og afleiðingar. Allt sem við hugsum eða gerum hittir okk- ur fyrir aftur, gott eða illt. Það er óhjá- kvæmilegt því lögmálið er algilt og al- réttlátt. Af því leiðir að við erum okkar eigin skaparar og heimsins hverja stund. Hugurinn er skapandi mátt- ur. Dulspekin segir að aðeins sé til einn raunveruleiki sem innihaldi allt í tilverunni. Þar sem við erum hluti af þessum veruleika erum við hvert öðru háð. Allt sem við hugsum eða gerum hefur því áhrif á alla heildina, til ills eða góðs. Fáviskan og eigingirnin eru okkar verstu óvinir. Jörðin er skóli okk- ar á þroskabraut til æðri sviða gegnum ótal æviskeið með ólíkri reynslu. Það er ekki aðalatriðið hver reynslan ná- kvæmlega er heldur hvernig við vinn- um úr henni. Með reynslunni kemur viskan, sem þroskar okkur. Þetta er að minnsta kosti minn skilningur á gang- verki alheimsins eftir áratugagrúsk í þróunarheimspeki, en hver einstakl- ingur verður að finna sinn eigin sann- leika. Hann er að finna í okkar innsta kjarna, sjálfum guðsneistanum.“ DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 39 Erum okkareigin skaparar Herdís Þorvaldsdóttir leikkona hefur áhyggj- ur af framtíð Íslands. Draumur hennar er að sjá vel gerða heimildarmynd um þann skaða sem sauðkindin hefur valdið. Í viðtali við Önnu Kristine segir hún frá viðhorfum sín- um til umhverfismála, rifjar upp æskuár sín og ræðir um eiginmann sinn til áratuga Gunnlaug heitinn Þórðarson. D v M yn D StefÁ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.