Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 40
Menning föstudagur 16. febrúar 200740 Menning DV ,,Við eigum fjörutíu ára starfsaf- mæli á þessu ári og starfsemi okk- ar hefur alltaf verið með ágætum,“ segir Erna Björg Guðmundsdóttir hjá Leikfélaginu Grímni í Stykkis- hólmi. „Við setjum upp eitt verk á ári og tökum auk þess virkan þátt í ýmsum uppákomum hér og má þar nefna Danska daga og 17. júní. Þær hátíðir eru orðnar mjög fyrirferðarmiklar. Gestir á Dönskum dögum koma af landinu öllu. Við sýnum þá gjarnan valda kafla úr þeim verkum sem við höfum sett upp. Við þroskum líka í okkur trúðinn. Göngum um bæinn íklædd trúðafötum og skemmtum bæjarbúum.“ Húsnæði félagsins er gamalt tónlistarhús sem bærinn á. „Húsið er lítið en þar er svið og því nýtist það vel fyrir minni uppfærslur. Þar sýnum við einþáttunga og höldum ljóðakvöld. Æfingar á nýju verki hefjast í þessu húsi en lýkur á Hótel Stykkishólmi þar sem allar viðameiri sýningar fara fram.“ Erna Björg segir að bæjarbúar séu jákvæðir í garð leikfélagsins. „Grímnir er metnaðarfullt leikfélag og nýtur aukins áhuga ungs fólks, en sorglegt hve bæjarbúar hafa einhæfan smekk. En söngleikir eru vinsælastir og ganga undantekningalítið mjög vel. Í samvinnu við kirkjukórinn settum við upp Fiðlarann á þakinu. Það stykki naut mikilla vinsælda.“ Erna Björg segir nærsveitamenn og fólk úr nágrannabæjunum vera stóran hluta sýningargesta hjá Grímni. Leikstjórar með stjörnustæla Erna Björg segir að ekki sé alltaf á vísan að róa þegar kemur að efnisvali. „Besta dæmið er söng- og gamanleikritið Brúðkaup sem við settum upp á síðasta ári. Verkið sem er spuni féll ekki í kramið og var illa sótt.“ Að sögn Ernu Bjargar ganga sýningar tólf til þrettán kvöld að jafnaði. „En þetta gekk sex kvöld og það er bagalegt því kostnaður vegna einnar uppfærslu er mikill. Þótt allir sem að sýningunni standa gefi vinnu sína þarf ávallt að greiða leikstjóranum laun og sjá um uppihald.“ Aldrei hafa verið vandræði með leikstjóra hjá leikfélaginu. ,,Leikstjórar hafa oft samband að fyrra bragði, en ferill leikstjóra hefur mikið vægi þegar kemur að ráðningu. Yfirleitt gengur sú samvinna vel, þó gera þeir stundum óraunhæfar kröfur hvað varðar búninga og fleira. Þeir eru með örlitla stjörnustæla og við þurfum jafnvel að mála símtól sex sinnum svo leikstjóri sé ánægður með litinn.“ Langt er síðan Grímnir bauð upp á barnaleikrit en nú verður breyting þar á. ,,Æfingar standa nú yfir á Dýrunum í Hálsaskógi og er stefnt að frumsýningu um páska. Það er mikill hugur í okkur og í tilefni fjörutíu ára afmælis leikfélagsins stefnum við að frumsýningu á tveim verkum á þessu ári.“ kolbeinn@dv.is Leikfélag Húsavíkur stendur í ströngu þessa dagana. Ekki er þó um leiksýningar eða aðra listvið- burði að ræða. „Við höfum undanfarið lagt áherslu á innra starf leikfélagsins og staðið í flutning- um,” segir Guðrún Kristín Jóhannsdóttir for- maður leikfélagsins. „Húsnæðið sem leikfélagið átti var barn síns tíma og orðið lúið. Því varð úr að bærinn skipti við okkur og við fengum til afnota og eignar hús sem áður hýsti vélaverkstæði, en er í raun gömul rækjuvinnsla.“ Í þessu húsi verður aðstaða fyr- ir félagsstarf og stjórn Leikfélags Húsavíkur og geymslur fyrir bún- inga og leikmuni. Leiksýningar fara fram í samkomuhúsi bæjarbúa eftir sem áður. „Við höfum verið önnum kafin við flutningana og mikill hug- ur í okkur.“ Á síðasta ári sýndi leikfé- lagið Tvo tvöfalda í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. „Sú uppfærsla var mjög vel sótt og gengu sýningar í tvo mánuði,“ segir Sólveig Jóna Skúla- dóttir, ritari leikfélagsins. Leikfélag Húsavíkur stefnir að frumsýningu með hækkandi sól. Ákvörðun um hvaða verk verður fyrir valinu liggur ekki fyrir enn sem komið er. „Okkur langar að hafa það heimatilbúið og stefnum að því, en hvað sem öðru líður verður boðið upp á eitthvað flott verk,“ segir Guð- rún Kristín að lokum. kolbeinn@dv.is Leikfélag Húsavíkur: Heimatilbúið verk með hækkandi sól Hraunland Listsýningin Hraunland var opnuð í Gallery Gammel Strand í Kaupmannahöfn föstudaginn 9. febrúar. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, flutti opnunarræðu. Á sýningunni er stefnt saman málaranum Jóhannesi S. Kjarval og listamanninum Ólafi Elíassyni. Þeir eru þekktir fyrir túlkun sína á náttúrunni en hvor á sinn hátt. Í fréttatilkynningu frá Baugi Group segir Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri meðal annars: „Sýningin býr yfir fágætri orku og gæðum og við vonum að hún verði bara hin fyrsta af mörgum slíkum verkefnum sem styrkja munu sambandið milli Íslands og Danmerkur.“ Áhugaleikfélög hafa löngum átt undir högg að sækja. Þau eru flest starfrækt í fámennum bæjarfélögum af fólki með áhugann einan að vopni. Takmörk- uð fjárráð og jafnvel aðstöðuleysi standa leikfélögunum fyrir þrifum. Engin trygging er fyrir því að sú vinna sem að baki liggur við uppsetningu leikrits borgi sig. LeikListí Stykkishólmi Leikfélag Húsavíkur flytur í gamla rækjuvinnslu. Hof skal það heita Menningarhús Akureyringa mun heita Hof. Alls bárust 338 tillögur um 241 nafn á húsið. Tveir skiluðu inn tillögu með nafninu Hof, þau Aðalbjörg Sig- marsdóttir og Heimir Kristins- son. Nafnið Hof var einróma samþykkt af stjórn Akureyrar- stofu. Við sama tækifæri var undirritaður nýr samningur milli Leikfélags Akureyrar og Akureyrarbæjar. Samkomulag- ið er reist á samningi Akur- eyrarbæjar og menntamála- ráðuneytisins um samstarf í menningarmálum næstu þrjú árin og felur í sér framlag til LA upp á samtals 322 milljónir króna. Óperudagar Evrópu Til að fagna fjögurra alda óperuhefð eru haldnir Óperudagar Evrópu helgina 16. til 18. febrúar. Víðsvegar um Evrópu bjóða óperuhús upp á fjölbreytta dagskrá og samtök evrópskra óperuhúsa halda ráðstefnu í París. Íslenska óperan býður upp á beina útsendingu á Rás 1 á Flagara í framsókn eftir Stravinsky. Meðal annars sem boðið er upp á er opin æfing á Gianni Schicci eftir Puccini á sviði Íslensku óperunnar. leiklist Anima opnar nýtt gallerí Laugardaginn 17. febrúar opnar Anima formlega nýtt gallerí á annarri hæð í húsi Iðu í Lækjargötu. Meðal listamanna sem sýna við opnunina eru Erla Þórarinsdóttir, Jón Óskar, Iain Sharpe og Spessi. Boðið er upp á veitingar og verður galleríið opnað klukkan 17. DV0049130207 Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi 40 ára „grímnir er metnaðarfullt leikfélag og nýtur aukins áhuga ungs fólks, en sorglegt hve bæjarbúar hafa einhæfan smekk.“ leiklist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.