Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Síða 42
Mesti bjána-hrollurinn föstudagur 16. febrúar 200742 Helgarblað DV „eitt skiptið vorum við að fara í beina útsendingu með handbolta- landsleik frá Hvíta-rússlandi. stillimyndin var komin upp snemma fyrir leikinn og við vorum alveg himinlifandi yfir því að hún væri kom- in upp tímanlega. stillimyndin var hins vegar föst á skjánum í 10 til 15 mínútur eftir að leikurinn hófst og við þurftum að röfla um allt og ekki neitt. Meðal annars ræddum við þjóðfélagsmál á balkanskaga, skattamál og ég veit ekki hvað og hvað. Loksins þegar leikurinn byrj- aði var mér farið að hitna verulega á hausnum.“  ÓlafurLárusson,sjónvarpsmaðuroghandboltaþjálfari „Þegar ég var unglingur var pabbi minn að vinna sem rútubílstjóri og hann var voðalega myndarlegur maður, hávaxinn og dökkhærð- ur og ég þekkti hann alltaf aftan frá. Hann var alltaf klæddur í blá rútubílstjóraföt og var með há kollvik. eitt skiptið sá ég hann á bsÍ og ætlaði nú aldeilis að koma honum á óvart. Ég hljóp að honum og stökk upp á bakið á honum, rosalega glöð. svo sneri hann sér við og þá kom í ljós að þetta var ekkert pabbi! sem betur fer var þetta einn besti vinur hans pabba. Ég hef alla tíð síðan verið beðin um að stökkva ekki mikið upp á bakið á dökkhærðum karlmönnum.“  HeraBjörksöngkona „eitt sumarið var ég að vinna við að keyra út og einn sólríkan daginn var ég í uppáhaldsstuttbuxunum mínum. Vaktin mín var nýbyrjuð og ég beygði mig niður til þess að taka upp þungan hlut og þá rifnuðu stuttbuxurnar á rassinum. Ég var allan vinnudaginn með stuttbux- urnar rifnar á rassinum.“  HafsteinnÞórólfssontónlistarmaður „Það er ekki erfitt fyrir mig að finna vand- ræðaleg augnablik í lífi mínu. Ég hef til dæmis verið með pilsið girt í nærbuxurnar og hitt mjög sætan dreng sem kurteislega benti mér á þennan tískugalla hjá mér, dottið kylliflöt í Kringlunni svo allt datt úr töskunni, steinrotast á einu af mínum fyrstu stefnumótum með kær- astanum mínum og verið á Nonnabátum og brotið í mér framtönn. Ég gæti vel haldið áfram en ég bara þori því ekki.“  FannýGuðbjörgJónsdóttirframbjóðandi „Ég er alin upp á blönduósi, við krakkarnir vorum oft að leika okkur að því að sveifla einu og öðru nálægt ánni blöndu, kasta hlutum upp í loftið og grípa þá, svona til þess að sýna hvað við værum töff. ein- hvern tímann ætlaði ég að sýna kjark mínn og þor svona 14 til 15 ára gömul. Ég tók af mér skóinn, sveiflaði honum upp í loftið og missti hann beint ofan í ána, þar með hvarf hann fyrir fullt og allt. Það var fullt af fólki sem sá þetta atvik og hló mikið að mér. Ég var ekki mesti töffarinn í hópnum næstu vikurnar þar á eftir.“  BjörkVilhelmsdóttirborgarfulltrúi Flestir hafa upplifað vandræðaleg augnablik þar sem bjánahrollurinn fer um líkamann. Þessi atvik eiga það öll sameiginlegt að vera mjög óþægileg á með- an þau eiga sér stað, en verða svo mjög skemmtileg frásagnar seinna meir. DV spjallaði við nokkra Íslendinga og bað þá um að rifja upp vandræðalegt augnablik í lífi sínu eða stund þar sem bjánahrollurinn tók völdin. „Ég fæ mjög oft aulahroll yfir sjálfri mér, nánast daglega kannski. en það er ekkert endilega slæmt. Hins vegar var ég með samfelldan aulahroll þrjá laugardaga í röð yfir söngvakeppni sjónvarpsins á rúV. Það var undarlegt hvað mikinn aulahroll þessu hæfileikafólki tókst að töfra fram. aulahrollur- inn er annars undarleg tilfinning, eiginlega góð og vond í senn. Þess vegna er mjög gaman að vera ég og horfa á söngvakeppni sjónvarpsins.”  ÞórhildurÓlafsdóttirútvarpsmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.