Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Page 48
föstudagur 16. febrúar 200748 Helgarblað DV Kennir ári eftir útsKrift Rottweilerhundurinn fyrrverandi og kvikmyndagerðarmaður- inn Elvar Gunnarsson kennir við Kvikmyndaskóla Íslands, litlu meira en ári eftir útskrift. Elvar vinnur einnig að undir- búningi kvikmyndar sem byggð er á óperuverki en myndin er tekin upp í aðeins einni töku. „Ég útskrifaðist úr Kvikmynda- skóla Íslands vorið 2005 og byrj- aði að kenna haustið 2006,“ segir tónlistarmaðurinn og kvikmynda- gerðarmaðurinn Elvar Gunnars- son. Elvar, sem er 24 ára, er yngsti kennarinn við Kvikmyndaskóla Ís- lands og hóf kennslu í skólanum aðeins rúmu ári eftir að hafa út- skrifast sjálfur. „Ég útskrifast með diplóma sem kvikmyndagerðar- maður með sérhæfingu í leik- stjórn og handritagerð. Ég kenni skoðun og greiningu kvikmynda,“ segir hann og bætir við að einnig hafi hann eytt miklum tíma í sjálf- menntun. „Ég er tveggja barna faðir og vegna þess hve snemma maður eignaðist fjölskyldu lagði ég mik- ið upp úr því að læra sjálfur og að hafa nóg á bakvið mig þannig að ég þyrfti ekki að fara út í nám. Mað- ur lærir líka sjálfur mikið á því að kenna.“ Kvikmynd í einni töku „Ásamt því að kenna er ég líka að fara að gera kvikmynd í fullri lengd,“ segir Elvar en myndin er byggð á óperuverki og hefst vinnsla hennar í ágúst næstkomandi. „Myndin er aðlögun á óperuverki yfir á hvers- dagslegt form. Ég get ekki greint frá því hvaða verki að svo stöddu þar sem við eigum ennþá eftir að tryggja okkur réttinn.“ Myndin verður tekin upp í einni töku og segir Elvar alla undirbún- ingsvinnu vera ennþá mikilvægari vegna þess. „Flestöll verkefnin sem ég hef gert í skólanum hef ég tekið í einni töku. Ég skrifaði líka ritgerð um viðfangsefnið.“ Tónlist í frístundum Elvar var í hljómsveitinni XXX Rottweiler hundar þegar hún vann Músíktilraunir árið 2000. Síðar meir var hann í hljómsveitinni Afkvæmi guðanna en hefur látið lítið fyrir sér fara á því sviði undanfarin ár. „Ég á gamalt efni, á sennilega tvær, þrjár plötur,“ en Elvar hyggst þó ekki gefa það út. „Ég hef hins vegar verið að vinna að disk með trúbadornum Þóri,“ en það er Þórir Georg Jónsson, einnig þekktur sem My Summer as a Sal- vation Soldier. „Diskurinn er næst- um því tilbúinn en þetta er bara frí- stundavinna og við flýtum okkur hægt.“ Elvar Gunnarsson Kennir greiningu og skoðun kvikmynda við Kvikmyndaskóla Íslands. Mynd byggð á óperuverki elvar vinnur að kvikmynd í fullri lengd sem er tekin í einni töku. „Það halda margir að þetta sé einhver sandkassapólitík og einhver slagur allan ársins hring, svo er alls ekki,“ segir Alma Joensen stjórnmálafræði- nemi. Alma er öllum hnútum kunnug í stúdentapólitíkinni við Háskóla Ís- lands og gegndi starfi kosningastjóra í kosningaherferð Röskvu í ár. Röskva fékk hreinan meirihluta í nýafstöðn- um kosningum en svo hefur ekki gerst síðan árið 2001. „Þetta er bara stöðug vinna út allt árið sem snýr beint að hagsmunum nemenda. Það eina sem Röskva, Vaka og Háskólalistinn deila um er aðferðafræðin.“ Alma er á öðru ári í háskólanum, en eftir stúdents- próf árið 2004 fór hún út til Danmerk- ur í eitt ár þar sem hún nam þýsku við Kaupmannahafnarháskóla. Hún seg- ir mestallan tíma sinn fara í stúdenta- pólitíkina og erfitt sé að koma öðru að. „Þetta tekur allan tíma manns. Maður er á fullu í nefndum og ég fór meðal annars tvisvar sinnum til útlanda á ráðstefnur ásamt Stúdentaráði.“ Því hefur verið fleygt að háskólastjórn- málin séu gróðrarstía ungra íslenskra stjórnmálamanna og að þar hefji flest- ir feril sinn, en þessu er Alma ekki al- veg sammála. „Ég held að fæstir hugsi þannig, flestir gera þetta af hreinni hugsjón þótt eflaust séu einhverjir inni á milli sem hugsa bara um feril- skrána.“ En eftir frækinn sigur í kosn- ingu og 30% fylgisaukningu á milli ára segir Alma að íslensk stjórnmál heilli hana ekki mikið. „Eins og staðan er í dag hef ég engan áhuga á landspólit- ík eða pólitík í Reykjavík. Það væru þá heldur alþjóðastjórnmálin sem heill- uðu, maður er nú einu sinni hálfur Færeyingur,“ segir Alma glöð í bragði að lokum. dori@dv.is Alma Joensen var kosningastjóri Röskvu í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs: Hagsmunabarátta allan ársins hring Alma Joensen segist ekki hafa áhuga á því að taka þátt í íslenskum stjórnmálum þrátt fyrir velgengni í háskólapólitíkinni. DV ÁSGEIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.