Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2007, Side 54
Nú geta PC-leikjamenn hætt að örvænta, því leikurinn Supreme Commander kom-inn út, en hans hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu. Leikurinn ger- ist í fjarlægri framtíð og hefur mannkynið skipst í þrjár fylkingar, sem all- ar hafa ólík sjónarmið, trúarbrögð og framtíðar- sýn. Stríð hefur staðið yfir milli fylkinganna í meira en þúsund ár og nú er komið að suðupunkti. Stríðið hefur ver- ið kallað stríðið óendanlega og er það í höndum leikmanna að velja sér eina fylkingu til þess að klára dæmið. Það muna eflaust margir eftir leikjunum Command & Conquer, en þeir leikir nutu mikilla vinsælda á árum áður og þóttu byltingarkenndir á sínum tíma. Supreme Commander svipar mikið til þeirra leikja og sammælast tölvuleikjasjúkling- ar um að Command & Conquer 3: Tiberium Wars muni ekki standast þessum leik snúning. Supreme Commander er án nokkurs vafa einn þróaðasti og flottasti stríðsleikur sem komið hefur út. Barist er á risavöxnum vígvöllum og geta leikmenn fylgst með öllu frá minnstu hreyfingu skriðdreka að því að geta horft á heilu fylkingarnar berjast gegn of- urefli og bíða slátrunar. Barist er í háloftunum, á sjó og á landi. Þegar er búið að gefa út sýnishorn af leiknum sem lofar mjög góðu og spá margir tölvu- leikjamiðlar því að Supreme Commander eigi eft- ir að marka nýtt viðmið í gerð stríðsleikja. Grafík- in er öll til fyrirmyndar og eiga stýringar leiksins að vera þær þægilegustu sem sést hafa í lengri tíma. Leikurinn kem- ur út í Bandaríkjunum þann 20. febrúar og er von á honum til Íslands skömmu eftir það. dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 16. febrúar 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Metal Gear Solid verður að kvikMynd Metal gear solid-leikirnir hafa löngum glatt marga og stendur nú til að gera kvikmynd eftir þeim. Þetta staðfesti talsmaður sony í síðustu viku og segir að leikirnir séu það vel gerðir og úthugsaðir að auðvelt verði að útfæra þá á hvíta tjaldinu. sony segir fleiri tölvuleiki henta vel til kvikmyndunar en að svo stöddu vilja menn ekki opinbera neitt. fleiri leikir verða þó að kvikmynd innan skamms, en Warner bros stefnir á að gera kvikmynd eftir World of Warcraft og lengi vel stóð til að gera kvikmynd eftir Halo- leikjunum, en framleiðslu hennar hefur verið frestað. godhand (ps2) Chili Con Carnage (psp) test drive unlimited (pC, ps2, psp) grand theft auto: Vide City stories (psp) World snooker Championship 2007 (xbox 360) Kíkið á þessa supreme commaNder er KomiNN í verslaNir TölvuleiKur leiddu her þinn til SiGurS Leikurinn supreme Commander er nýkominn í verslanir. Leikn- um svipar til leikjanna vinsælu Command & Conquer og er sagður munu valda byltingu í heimi stríðsleikja. Leikmenn verða að velja á milli þriggja fylkinga sem átt hafa í stríði í yfir 1.000 ár. Það er tími til kominn að enda stríðið og verða leikmenn því að sýna afburðar- herkænsku til að skjóta hinum herjunum ref fyrir rass. guitar Hero á Wii tölvuleikjaframleiðandinn activision sem gerði meðal annars hinn ótrúlega vinsæla leik guitar Hero mun hefja framleiðslu á leikjum fyrir Nintendo Wii á næstunni. Mun guitar Hero verða á meðal þeirra. ekki hefur verið gefið upp hvort Wii-fjarstýringin og hið svokallaða „nunchuk“ verði nóg til að spila leikinn eða hvort aukabúnaður er nauðsynlegur. Þá mun activision einnig framleiða leiki á ds. Metroid Prime: Hunters er fyrstu persónu skotleikur þar sem Nin- tendo-goðsögnin og þokkagyðjan Samus Aran er í aðalhlutverki. Leik- urinn skiptist í tvo hluta. Annars veg- ar þar sem maður spilar einn, eða „one player“. Í þeim hluta ferðast maður milli pláneta og leitar uppi yf- irburðaraflið, eða „ultimate power“. Samus er ekki ein á ferð því aðrir veiðimenn eru á ferli og þarf maður að kljást við þá. Samus ferðast um og safnar að sér mismunandi vopnum sem gera henni kleift að komast inn á ný svæði í leit að yfirburðaraflinu. Hinn hluti leiksins er fjölspilun, eða „multi player“ þar sem maður getur barist við aðra spilendur hvaðanæva að úr heiminum. Þessi hluti er klár- lega aðalskemmtun leiksins og þar nýtur hann sín best. Helsti kostur leiksins eru stjórn- tæki hans þar sem snertiskjár DS- vélarinnar nýtur sín vel. Maður not- ar sem sagt hinar klassísku örvar til að færa Samus aftur á bak, áfram og til hliðar en bendilinn á snertiskján- um til að stýra og miða á óvininn. Í fyrstu reynist þetta erfitt en með smá æfingu er hægt að ná upp flottri skot- fimi og leikni. Grafíkin í leiknum er mjög flott og kom reyndar á óvart. Helsti galli leiksins er að í „one play- er“ verður hann frekar einhæfur vegna þess að aftur og aftur er barist við sama höfuðpaurinn, bara á mis- munandi erfiðleikastigum. Þá er bara hægt að vista leikinn þegar maður er um borð í skipinu og það getur orð- ið nokkuð þreytt til lengdar. En nið- urstaðan er flottur leikur sem sýnir flestar bestu hliðar Nintendo DS. asgeir@dv.is alheimsgeimbardagi H H H H H Metroid nintendo dS TölvuleiKur nóG af leikjuM í PS3 sony Computer Entertainment Europe lofar því að 30 nýir leikir verði klárir og í sölu þegar playstation 3 tölvan fer í sölu í Evrópu þann 23. mars. Áhyggjur hafa verið í gangi um að fáir leikir verði klárir þegar tölvan komi loks í búðir í Evrópu, en sony-menn harðneita þessu. „Leikirnir verða allir fáanlegir þegar tölvan kemur í búðir,“ ítrekar David Wilson hjá sony. Meðal þeirra leikja sem um ræðir eru Resistance: Fall of Man, Motorstrom, oblivion og Call of Duty 3. búið er að verðleggja tölvuna, hún mun kosta 599 evrur, eða um 60 þúsund krónur. vice city StorieS á PS2 fyrirtækið rockstar hefur tilkynnt að leikurinn grand theft auto: Vice City stories muni koma út á Playstation 2. Áður hefur leikurinn aðeins komið út á hinni smáu Playstation Portable en eftir að hafa slegið ærlega í gegn kemur það fáum á óvart að rockstar gefi hann út á Ps2. gta: VCs er framhald leiksins Vice City og gerist í sama umhverfi. Leikurinn þykir langtum betri en fyrri leikurinn, en söguþráðurinn hefur verið bættur til muna og svo er í fyrsta skipti hægt að slást almennilega, en það hefur ekki verið hægt í fyrri gta-leikjum. Risastórir vígvellir barist er á afar raunverulegum og stórum vígvöllum. Vígtól framtíðarinnar Leikurinn gerist í fjarlægri framtíð. Þrjár fylkingar Heimurinn hefur skipst í þrjár fylkingar sem berjast um völdin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.