Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 30
föstudagur 23. mars 200730 Sport DV
Hávaxinn og sterkur
„Hörður fannar er hávax-
inn, sterkur og hann er mjög
fljótur á fótunum, þó hann sé
stundum aðeins of bráður,“
segir rúnar sigtryggsson þjálf-
ari Harðar hjá akureyri. „svo er
hann mjög öflugur línumaður
og sterkur sóknarlega ekki síð-
ur en varnarlega. Hann er 23 ára
og á framtíðina fyrir sér. Ef hann
dettur ekki inní landsliðið þá er
eithvað að, “ segir rúnar að lok-
um en þess má geta að rúnar
var sjálfur eitt sinn burðarmaður
í íslenska landsliðinu og veit því
hvað hann syngur.
Mikill keppnismaður
„Ásgeir er mikill keppnis-
maður og leggur sig alltaf 100%
fram,“ segir Bjarki sigurðsson
þjálfari Ásgeirs hjá aftureld-
ingu.
„Hann er ávallt til í hlusta og
hlustar vel. Hann er að læra, er
ennþá ungur og er ekki búinn
að ná fullum tökum á sínum
varnarleik en er viljugur að læra.
Hann er einn af þessum mönn-
um sem maður vill helst ekki
lenda í klóm á. Hann getur tekið
vel á, er stór og mikill og sjálfur
hefur hann sett sér það markmið
að verða einn af bestu varnar-
mönnum á landinu,“ segir Bjarki
að lokum um línumanninn sinn.
forvitnilegt verður að sjá Ásgeir
á næsta tímabili á meðal þeirra
bestu en afturelding er komið
upp í dHL deildina.
Einn af okkar leiðtogum
„Ingvar Árnasson hefur vax-
ið alveg gríðarlega í vetur,“ seg-
ir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari
Vals.
„Hann spilaði aðeins í fyrra
en hann er klárlega einn af okkar
leiðtogum núna.
Ingvar má vera grimmari að
berja á andstæðingunum, þetta
er karlmannsíþrótt. Hann hefur
góðan skilning og er í framför en
til að fara á næsta stig þarf hann
að berja meira frá sér.
Ég vil meina að Ingvar sé einn
af varnarleiðtogum landsins.
Hann er bara tvítugur og er bú-
inn að stjórna okkar vörn gríðar-
lega vel og er tilbúinn að leggja
mikið á sig.
Hann er skynsamur í alla staði,
ég held að honum séu allir vegir
færir og hann á að geta farið ansi
langt. Það er ekkert grín að vera
tvítugur og vera að stjórna vörn.
Hann hefur allt í þetta og hefur
tekið skrefið úr því í að vera efni-
legur í að vera góður varnarmað-
ur mjög vel. Hann er á réttri leið.“
Kínamúrinn
„Kínamúrinn eins og við
köllum hann,“ segir Óskar Bjarni
Óskarsson þjálfari Vals. „Ægir
kemur úr körfuboltanum en
var þó í handbolta í yngri flokk-
unum. Hans styrkleiki er sá að
hann er stór og tekur mikið til
sín. Hann er gríðarlega góður
að verja skot andstæðinga, og
ég vil meina að hann eigi mikið
inni. Hann á bara eftir að verða
betri og betri. Hann hefur verið
að glíma við smávægileg meiðsli
og því trúi ég að hann verði enn
öflugri eftir næsta sumar. Hann
er alltaf að bæta sig. Hann get-
ur farið langt í þessu ef hann vill
það.“
Ægir lék lengi körfubolta en
snéri aftur á handboltavöllinn
eftir töluverða útlegð. Óskar seg-
ir að það hjálpi Ægi töluvert að
hafa bakrunn úr körfunni.
„öll þessi fótavinna og ýmis-
legt annað hjálpar að sjálfsögðu.
Það sem er gott við Ægi er að
hann stendur sig vel þegar mest
á reynir. Ég bíð spenntur eftir að
sjá hann í einhvers konar Evr-
ópukeppni, sem vonandi gerist
á næsta ári,“ segir Óskar en Vals-
menn eru efstir í dHL deildinni.
Íslenska landsliðið í handbolta
á nokkra frábæra varnar-
menn. Þó eru nokkrir komnir
á aldur og er því ekki úr vegi
að skoða hverjir gætu staðið
sína plikt í varnarleik lands-
liðsins þegar fram líða stundir.
Nafn: Ægir Hrafn Jónsson
Félag: Valur
„Getur farið langt í þessu ef hann
vill það.“
Óskar Bjarni Óskarsson
Nafn: Hörður Fannar
Sigþórsson
Félag: Akureyri
„Ef hann dettur ekki inní
landsliðið þá er eitthvað að.“
Rúnar Sigtryggsson
Nafn: Ásgeir Jónsson
Félag: Afturelding
„Hefur sett sér það markmið að
verða einn af betri
varnarmönnum á Íslandi.“
Bjarki Sigurðsson.
Nafn: Ingvar Árnason
Félag: Valur
„Ég held að honum séu allir vegir
færir.“
Óskar Bjarni Óskarsson
FraMtíðar varnarMEnn íslEnsKa
landsliðsins í Handbolta
Þessir voru einnig tilnefndir: Hrafn Ingvarsson UMFA, Kári Kristjánsson Haukum, Haukur Sigurvinsson Fylkir Sigurgeir Árni Ægisson HK, Andri Berg Haraldsson Fram og Gunnar Harðarsson Valur.