Fréttatíminn - 08.10.2010, Side 24

Fréttatíminn - 08.10.2010, Side 24
24 viðtal viðtal 25 Helgin 8.-10. október 2010 Helgin 8.-10. október 2010 Ágústa Erna Hilmarsdóttir er einung- is þrjátíu og átta ára en býr yfir meiri þroska en flest okkar. Fimmtán ára vann hún Ford-fyrirsætukeppnina á Íslandi og starfaði í kjölfarið sem fyrir- sæta í nokkur ár, bæði hérlendis og í Evrópu. Andlit hennar prýddi síður ís- lenskra og erlendra glanstímarita og brosið hennar blasti við vegfarendum á risaauglýsingaskiltum á götum stór- borganna. Hún fór að heiman sextán ára til að vinna sem tískufyrirsæta og starfaði aðallega í Evrópu. „Fyrirsætuferillinn byrjaði þannig að ég var stödd í verslun með mömmu þegar til mín kom kona og spurði hvort ég vildi taka þátt í Ford-keppninni. Ég svaraði strax neitandi. Þá talaði hún við mömmu. Þetta endaði með því að ég tók þátt í keppninni hérna heima, vann hana og fór út í aðalkeppnina í LA. Þar fékk ég samning við þýska umboðs- skrifstofu og fór að vinna sem fyrir- sæta. Inni á milli vinnutarna kom ég heim og kláraði eina og eina önn í MH. Þetta var ævintýri. Ég var nógu bráð- þroska og hörð af mér til að standast þrýsting af ýmsu tagi en almennt séð myndi ég ekki mæla með því að fólk sendi börnin sín út svona ung,“ rifjar Ágústa upp. Þótt fyrirsætuheimurinn hafi verið harður átti ekkert eftir að búa Ágústu undir þá þrekraun sem beið hennar skömmu eftir að ferlinum lauk. Eldri systir Ágústu, Hildur Björk, veiktist af krabbameini í tvígang og eftir það helg- aði Ágústa sig stuðningi við krabba- meinssjúka og aðstandendur þeirra. Fyrst sem aðstandandi og lífgjafi syst- ur sinnar, síðar sem hjúkrunarfræðing- ur á krabbameinsdeild og stuðnings- aðili í sjálfboðastarfi, þar sem hún var m.a. með opinn stuðningssíma allan sólarhringinn til margra ára. „Systir mín greindist fyrst með hvít- blæði árið 1994. Það var fjölskyldunni mikið áfall,“ segir Ágústa þar sem við sitjum í stofusófanum á heimili hennar í Garðabæ. Hún er nýkomin úr geisla- meðferð morgunsins og óvenjuþreytt að eigin sögn. Ekki er það þó á henni að sjá. Það eina sem bendir til þess að hún eigi við veikindi að stríða er hár- laust höfuðið. Hún er brosmild og geisl- ar af sjálfstrausti og hlýju. „Ég tók strax þann pól í hæðina að gera allt sem ég gæti til að hjálpa syst- ur minni í veikindum hennar. Vera til staðar fyrir hana í orðsins fyllstu merk- ingu, fara með henni í læknismeðferðir, dvelja hjá henni á sjúkrahúsum og svo framvegis. Þetta tók gríðarlega mikið á okkur öll. Við erum samheldin fjöl- skylda en samheldnin dugar ekki ein og sér þegar svona áföll ríða yfir. Þá er utanaðkomandi stuðningur einnig nauðsynlegur. Oft er sagt að það sem drepi mann ekki styrki mann. Það er algjört kjaftæði,“ segir Ágústa Erna og hlær. „Stundum verða áföllin einfald- lega of mörg.“ Hún var snemma ákveð- in í að velja sér hjúkrun að ævistarfi og grínast með að hafa alltaf verið þessi líknandi týpa; konan með lampann. Lífgjafi systur sinnar Einungis tuttugu mánuðir eru á milli systranna Ágústu og Hildar. Næst- yngstur í systkinahópnum er bróðir- inn Birgir en yngst er hálfsystir þeirra, Vera. Foreldrar Ágústu Ernu eru Sig- ríður Kristinsdóttir og Hilmar Ragn- arsson. Eftir erfiða veikindabaráttu náði Hildur Björk heilsu en veiktist aftur árið 1997. „Það var mikið áfall fyrir okkur þegar hún greindist aftur. En þá vissum við hvað var í vændum og gátum búið okkur undir það sem koma skyldi.“ Í ljós kom að Hildi var ekki hugað líf nema hún fengi beinmerg að gjöf. Ágústa var eini mögulegi merggjafinn og hún segir aldrei annað hafa kom- ið til greina en að hjálpa systur sinni. „Þetta var auðvitað erfitt. En það var mjög mikill léttir að líkami Hildar skyldi ekki hafna mergnum.“ Í kjölfarið stofnuðu systurnar, ásamt fleirum, félagið Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Ekki lét Ágústa þar við sitja heldur var hún virkur stuðningsaðili á veg- um Krafts og bar á sér farsíma sem aðstandendur og veikir gátu hringt í. Hún heimsótti fjölskyldur og veitti þeim stuðning, bæði í veikindaferlinu sjálfu og einnig eftir dauðsföll. Allt þetta vann hún í sjálfboðavinnu. Um svipað leyti starfaði hún sem hjúkrun- arfræðingur á krabbameinssviði Land- spítalans. Árið 1999 varð Ágústa fyrir aftan- ákeyrslu sem breytti lífi hennar. „Slys- ið kippti mér alveg út úr lífinu. Það hafði þær afleiðingar að ég fékk gigt, þjáðist af verkjum auk þess sem þetta hafði áhrif á mig sálfélagslega. Ég hætti að vinna við hjúkrun og fór að læra stjórnun og rekstur fyrirtækja. Síðar stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki sem heitir Hrif og gengur út á að færa alhliða heilsueflingu inn í fyrirtæki. Ég er stolt af því að hafa haft mig út í að stofna þetta fyrirtæki og fyrir að hafa þar með lagt mitt á vogarskálarnar til að efla líkamlega og andlega heilsu fólks úti í samfélaginu. Viðskiptavinir okkar eru afar ánægðir, enda höfum við lagt mikið upp úr því að veita heild- ræna, trausta og persónulega þjón- ustu.“ Árið 2008 greindist Ágústa sjálf með brjóstakrabbamein. „Þegar ég greind- ist fyrst fannst mér krabbameinið bara léttvægt miðað við slysið. Ég vissi að ég yrði að kljást við afleiðingar slyssins alla ævi en taldi víst að ég myndi sigra brjóstakrabbameinið. Enda sögðu læknarnir að ég væri orðin heilbrigð þegar búið var að taka af mér brjóstið. Ég tók þetta mjög mikið á hörkunni. En ég er svo óheppin að ég þoldi krabba- meinslyfjameðferðina óvenju illa.“ Átti að fá betra eftirlit Í október 2008 fékk Ágústa þær fréttir að hún hefði sigrast á meininu. „Ég var rétt að stíga upp úr veikindum þegar allt hrundi í hagkerfinu. Ég var svo glöð á meðan allir voru svo sorgmædd- ir. Þetta hafa verið skrýtin ár,“ segir hún alvarleg. Gleðin stóð þó ekki lengi. „Þrátt fyr- ir að eiga að vera orðin heilbrigð var ég alltaf slöpp og orkulaus. En mér var sagt að ég væri læknuð og þar við sat. Ég hefði átt að fá betra eftirlit.“ Grunsemdir Ágústu reyndust á rök- um reistar. Í apríl 2010 greindist hún aftur með krabbamein. „Það var óraun- verulegt. Miklu verra en í fyrra skiptið. Fram að þessu hafði ég aldrei kennt í brjósti um sjálfa mig. Mér fannst svo skrýtið að upplifa það, í fyrsta sinn, að finna til með sjálfri mér. Sorgin var svo gríðarlega mikil á tímabili að ég hélt að ég myndi deyja. Þetta var eins og verið væri að rífa úr mér hjartað. En líkami okkar og sál eru stórmerkileg. Maður kemst alltaf skrefinu lengra. Kemst upp. Nokkrum dögum síðar fann ég að ég var komin á næsta stig og var farin að höndla ástandið betur. Því ná ekki allir. Sumir festast á þessu fyrsta stigi. Þá er ég að tala um sorgarferlið. Í sorg- arferli fer maður í gegnum ýmis stig; afneitun, sársauka og svo framvegis.“ Reiði er líka hluti af sorgarferlinu. Hefurðu fundið fyrir reiði? „Ég man ekki eftir því að ég hafi ver- ið reið. En ég hef sagt vinum og fjöl- skyldu að mér finnist þetta ekki sann- gjarnt.“ Ekki í afneitun Ágústa Erna segir mikilvægt að missa ekki sjónar á sjálfum sér í aðstæðum sem þessum. „Ég er ekki sjúkdóm- urinn. Ég er ennþá Ágústa; vinkona, ljósmyndir: maría Kjartans/www.eyemazingpHotograpHy.com og úr einKasafni Ágústa Erna Hilmarsdóttir hefur starfað sem fyrir- sæta, flugfreyja, hjúkrunarfræðingur og framkvæmda- stjóri í eigin fyrirtæki. Stærsta verkefni lífsins hefur þó verið óeigingjarnt starf hennar í þágu krabbameins- sjúkra og aðstandenda þeirra. Fyrir tveimur árum greindist hún sjálf með brjóstakrabbamein í fyrsta sinn – og aftur nú í ár. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ræddi við Ágústu um kaldhæðni örlaganna, sársaukann og fegurðina í lífinu. Ég er ennþá Ágústa

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.