Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 34

Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 34
My Secret · Digranesvegi 10 · 200 Kópavogi · S: 527-2777 · www.mysecret.is Aada er hugsaður til þess að hjálpa fólki við að bæta heilsu og auka vellíðan. Drykkurinn er auk þess vatns- og þyngdarlosandi og getur reynst góð hjálp við mígreni, flensu, kvefi, bólgum, gigt, ógleði, ferða- veiki, þreytu, sljóleika, meltingartruflunum og jafnvel hjálpað til við að styrkja kynlífið. Hugsaðu um heilsuna VIKUSPRENGJA HJÁ MY SECRET » AÐEINS ÞESSA VIKU 4.900 kr. Fæst eingöngu á Digranesvegi 10, Kópavogi. My Secret býður uppá 5 lítra brúsa af aada engiferdrykknum frá 7.-14.október. Opnunartími mán – fös frá kl. 8 – 16 og laugardaginn 9. okt frá kl. 10 – 14 4 heilsutíminn Helgin 8.-10. október 2010 ÓsátturBörn borða oftast það sem fyrir þau er sett. Getty Images Nordic Photos Bjóddu upp á vatn eða mjólk með matnum. Gott er að halda vatni að barninu, þá hefur það síður tilhneigingu til að sækja í óhollan mat. Oft er líkaminn bara þyrstur þegar hann heldur að hann sé svangur. Kalk er líka mjög nauðsynlegt fyrir kroppa sem eru að vaxa en kalk eða kalsíum er að finna í mjólkur- vörum, svo sem mjólk og osti. Einnig er dökkgrænt grænmeti mjög kalsíumríkt. Gerðu grænmetið girnilegt! Skerðu það niður í strimla, t.d rauðar og gular paprikur sem eru frekar sætar og getur verið gott að narta í með mat, sem og gúrku. Barnið hrífst af útliti u Númer tvö á listanum er öllu alþýðlegri og algengari matvara, bananar. Líkaminn fær orku fljótt úr banönum og þeir eru góðir fyrir blóðþrýstinginn. Neysla banana dregur úr hættu á hjartaáföllum. u Í kjölfarið fylgir feitur fiskur, t.d. lax, makríll, síld eða sardínur. Í þessum fiski er mikið af ómega 3-fitusýrum og D-vítamíni. Lýsið sem margir Íslendingar eru duglegir að taka á morgnana er vissulega í þessum flokki. Næst á listanum eru spergilkál (brokkólí), hnetur, kornmatur úr ómöluðu korni, plöntustanólester sem minnkar kólesteról í blóði – og er m.a. viðbætt efni í nokkrum matvörum, t.d. Benecol sem margir þekkja hér – sojabaunir, ber og að lokum rauðir og appelsínulitir garðávextir, þ.e. gulrætur, grasker, rauður pipar og sætar kartöflur. u Þessi matseðill hentar körlum, ekki síst þeim sem vilja viðhalda vöðvamassa sínum og fyrirbyggja ýmsa sjúkdóma, t.d. krabbamein í blöðruhálskirtli og hjarta- sjúkdóma en þeir sjúkdómar leggja flesta karla að velli. u Þessar tíu hollu vörutegundir duga þó ekki einar og sér, segja sérfræðingarnir. Lífsstíllinn þarf almennt að vera heil- brigður, karlarnir þurfa að hreyfa sig og reykingar eru forboðnar. Karlarnir verða að átta sig á því að borði þeir hollan mat bæta þeir frammistöðu sína, hvort heldur er í vinnu eða svefnherberginu þegar heim er komið, segir í Jótlandspóstinum. -jh Maturinn sem karlar ættu að borða Topp tíu fyrir karla: Ostrur Bananar Feitur fiskur Spergilkál Hnetur Ómöluð kornvara Plöntustanólester (er t.d. í Benecol) Sojabaunir Ber Rauðir og appelsínulitir garðávextir Það þykir lúxus að borða ostrur en kosturinn við þær er hollustan, einkum fyrir karla. Ostrur ásamt ýmsum öðrum matvörum halda lækninum í hæfilegri fjarlægð, að því er fram kemur í samantekt bandarískra fæðusérfræðinga sem birt var í veftímaritinu WebMD og Jótlandspósturinn vísar til. Ostrur eru í fyrsta sæti á lista sérfræðinganna yfir þær matvörur sem hollastar eru fyrir karla, rétt matreiddar vel að merkja. Í ostrum er mikið af sinki sem nýtist líkamanum á margan hátt. Kenndu barninu þínu góðar heilsuvenjur S umum börnum finnst voðalega gott að borða og sækja mikið í kolvetnisríkan mat á meðan varla er hægt að koma bita ofan í önnur. Of þung börn eiga frekar á hættu að lenda í einelti í skóla og eiga erfiðara uppdráttar í félagslífi og tómstundum. Mín reynsla er sú að börn borða oftast það sem fyrir þau er sett, með misjafnlega góðum árangri þó. Ef ekkert annað er í boði endar þetta oftast með því að þau narta í „vonda“ fiskinn eða grænmetið sem sett er á diskinn og smám saman hættir svo þetta tuð og þau borða fisk og grænmeti með bestu lyst. Aðalatriðið er að gefast ekki upp of fljótt, þetta gæti verið þolinmæðisvinna og tekið einhvern tíma. Með því að hafa fjölbreytta fæðu í boði, vera með grænmeti með mat og ávaxta- snarl seinnipartinn ertu ekki aðeins að stuðla að góðri heilsu hjá barninu þínu heldur ertu að leggja grunn að góðri framtíð. Hér koma nokkur góð ráð til að viðhalda heilbrigði barnsins þíns: matarins rétt eins og við og litríkur og skemmtilegur matur vekur alltaf hrifningu. Settu barnið í hlutverk. Fáðu það til að hjálpa til í eldhúsinu, leggja á borð eða raða á matarfötin. Með því fær barnið á tilfinninguna að það eigi þátt í að elda matinn og borðar jafnvel frekar það sem er á boðstólum. Kenndu barninu að borða með fullri vitund. Ef setið er fyrir framan sjónvarp eða tölvu og borðað er mun meiri hætta á að borðað sé of mikið eða lítið. Hugurinn er þá ekki við matinn heldur eitthvað allt annað. Þetta virkar alveg eins hjá börnum; barnatíminn eða tölvan er ekki góður félags- skapur á matmálstíma. Með því að venja börn við þennan ósið geta skapast vandamál seinna meir. Það er því mikilvægt að sitja við matarborðið á meðan borðað er og þess þá heldur þegar kemur að því að byrja daginn. Vaknið aðeins fyrr og eigið saman góða stund áður en haldið er af stað út í daginn. Leyfðu barninu að ráða. Þegar farið er í búðina, leyfðu þá barninu að velja sér ávexti sem það langar að fá eða smakka. Skerið ávextina niður í sameiningu, setjið í skemmtilega og litríka skál eða raðið á disk, notið jafnvel flottar servíettur og eigið saman notalega stund. Það þarf ekki alltaf að vera nammi á boðstólum þegar fjölskyldan hefur kósí-kvöld; oft getur líka verið sniðugt að poppa og hafa djús svona spari. Eins er gott, á meðan allir eru að venjast breyttum lífs- stíl, að barnið hafi ekki val um hvort það ætli að borða ávexti eða ekki. Bjóðið því heldur tvo kosti, til dæmis að velja á milli banana og eplis.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.