Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 60

Fréttatíminn - 08.10.2010, Síða 60
S ambíóin byrjuðu í fyrra að bjóða upp á beinar óperu-útsendingar frá Metropo- litan-óperunni í New York. Þessar sýningar hafa mælst vel fyrir hjá ís- lenskum óperuunnendum og í ljósi vaxandi vinsælda hefur verið ákveð- ið að halda þessum sýningum áfram í ár. Fyrsta ópera þessa tímabils er Rínargullið eftir Wagner sem verður sýnd beint á laugardaginn. „Við sáum þetta fyrst í Eistlandi þegar við vorum að skoða miða- sölukerfi sem við erum að taka í notkun,“ segir Alfreð Árnason hjá Sambíóunum. „Við ákváðum að prufa þetta hérna heima og sýningarnar slógu í gegn í fyrra.“ Alfreð segir að áhorfendahópurinn á óperusýningunum sé nokkuð ólíkur þeim hópi sem helst sækir bíómyndir og að meirihluti óperu- gesta í bíó sé 55 ára og eldri. „Sýningarnar hafa fengið mjög góðar viðtökur og fólk er ánægt með þær enda er svo mikið um góðar nærmyndir í þessum útsendingum að fólkið í salnum kemst í raun nær flytjendunum á sviðinu en þeir sem sitja aftarlega í sal Metropolitan í New York. Fólk upplifir því tjáningu söngvaranna mjög vel, sem er ekki síst mikilvægt þegar óperur eru annars vegar. Þessum sýningum er varpað beint í um þúsund kvikmyndahús um allan heim og á Íslandi getur fólk þannig komist í Metropolitan-óperuna fyrir 2.500 krónur sem þykir vel sloppið miðað við hversu dýrt er í fremstu sætin í Metropolitan.“ Stefán Baldursson, óperustjóri Íslensku óperunnar, tekur undir með Alfreð og segir útsendingarnar mjög vandaðar og að þær séu hin besta skemmtun. „Þarna eru notaðar fjölmargar myndavélar frá hinum ýmsu sjónarhornum þannig að maður er í raun meira inni í atburðarásinni en ef maður sæti aftarlega í óperuhúsinu. Það sem gefur þessum beinu útsendingum síðan aukið gildi er að í hléunum, sem oft eru tvö, eru viðtöl við söngvara og leikstjóra og maður fær að sjá hvað gerist á bak við tjöldin.“ Stefán segist síður en svo líta á þessar beinu útsendingar sem samkeppni við Íslensku óperuna. „Alls ekki. Góðar óperusýningar auka bara áhuga fólks á óperum og gera fólk spenntara fyrir því að sjá óperur hjá okkur á sviði.” Þegar Metropolitan frum- sýnir Rínargullið í Sambíóunum á laugardag hittist þannig á að Íslenska óperan frumsýnir Rigoletto eftir Verdi þannig að Stefán verður að sjálfsögðu á sínum heimavelli og kemst ekki í bíó. „Þetta kvöld er óhætt að segja að ég verði virkilega á staðnum. Rigoletto er ein allra vinsælasta ópera Verdis og það hefur verið virkilega gaman að undirbúa þessa sýningu. Þetta er allt að smella saman. Við erum með frábæra söngvara í aðalhlutverkum þar sem mest mæðir á þeim Ólafi Kjartani Sigurðarsyni, Jóhanni Frið- geiri Valdimarssyni og Þóru Einars- dóttur í hlutverkum Rigoletto, hertogans og Gildu.“ Þeir sem hafa tryggt sér miða á frumsýningu Rigoletto og komast ekki á Rínargullið þurfa ekki að örvænta því að sýning Metropolitan verður endursýnd í bíó á miðviku- daginn. Þá munu Sambíóin einnig bjóða upp á beinar útsendingar frá The National Theatre í London en fyrsta sýningin þaðan, A Disappearing Number, verður send út fimmtu- daginn 14. október. Í kjölfarið fylgja svo Hamlet, FELA!, Lér konungur, Frankenstein og Kirsuberjagarður- inn. 48 bíó Helgin 8.-10. október 2010 Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Bíó  bíódómur: brim  AukAhlutir Kletthálsi 15 110 Reykjavík Sími 577 1717 Þú færð aukahlutina hjá okkur opið á laugardögum frá kl. 10.00-14.00 Lausnir fyrir hjóLið þitt Vesturportshópurinn telur óvenju- marga urrandi talenta og í þessari kvikmyndaaðlögun verðlaunaleik- ritsins Brim sýnir leikhópurinn allur sínar bestu hliðar undir styrkri leik- stjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar. Hér tekst áhöfn á litlum ryðdalli á við lífið um borð eftir að einn úr hópnum styttir sér aldur í síðasta túr á undan. Þetta eru sveittir karlpungar, ólíkir innbyrðis en allir eitthvað dæld- aðir á sálinni. Og ekki skánar mórall- inn um borð þegar stúlka tekur pláss hins látna. Yfir þessum fiskitúr svífur einhver annarleiki og feigð þannig að ósköp venjulegur túr breytist smám saman í siglingu glataðra sálna. Handritið er til fyrirmyndar, fall- egt, fyndið og harmrænt, rétt eins og myndin sjálf sem er blaut, köld, brimsölt og undurfögur í grámanum. Þórarinn Þórarinsson Aðrir miðlar: DV:  Fréttablaðið:  Morgunblaðið:  Sigling þjakaðra sála Ólafur Kjartan segir það hreint út sagt frábært að fá tækifæri til að koma aftur á sinn heimavöll í Ingólfsstrætinu og syngja eitt af draumahlutverkunum. „Æf- ingatíminn er búinn að vera stór- skemmtilegur og ég held að við séum með hörkusjó í höndunum.“ Ólafur Kjartan hefur meira en nóg að gera í Þýskalandi og er þétt- bókaður. Spurður segir hann að líf óperusöngvarans í útlöndum sé ekki ósvipað lífi íslensku atvinnu- mannanna í knattspyrnu sem starfi í útlöndum en komi heim af og taki einn og einn landsleik. „Þetta er nákvæmlega eins fyrir utan launin og bílana. Miðað við nýjustu fréttir er Aron á mun dýrari bíl en ég og Volvo-inn minn fer ekkert í spyrnu við Audi-inn hans. Fótboltastrák- arnir eru með miklu hærri laun en við söngvararnir skorum hins vegar miklu fleiri mörk.“ Ólafur Kjartan segir að hann hefði vel getað haft gott af því að sjá Rínargullið í bíó hjá Samfeðgum vegna þess að hann muni syngja í því í Þýskalandi næsta sumar. „En það gengur ekki þar sem ég verð á sviðinu í Íslensku óperunni. Ég hef ekki enn skellt mér í óperu í bíó en það er aldrei að vita. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur aðalhlutverkið í Rigoletto Söngvarar skora fleiri mörk ópera WagnerS í beinni útSendingu Bestu sæti Metro politan í Reykjavík Vinsælar útsendinga Sambíóanna á óperum Metropolitan hefjast á ný á laugardaginn. Á sama tíma frumsýnir Íslenska óperan Rigoletto eftir Verdi. fólkið í salnum kemst í raun nær flytjendunum á sviðinu en þeir sem sitja aftarlega í sal Metropolitan Gísli Örn Garðarsson og Ingvar E. Sigurðsson gera persónum sínum góð skil í Brimi og þá sérstaklega Gísli sem fær úr miklu að moða.  frumSíningar Græna ljósið frumsýnir tvær áhuga- verðar myndir í dag, Enter the Void eftir Gaspar Noé og Greenberg með Ben Stiller í titilhlutverkinu. Enter the Void er sýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötuna. Myndin vakti gríðarlega athygli á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor enda varla við öðru að búast frá Noé sem hreyfði hressilega við fólki fyrir nokkrum árum með hinni hrottafengnu mynd Irréversible. Hér segir Noé sögu af ungum dópsala sem er myrtur í Japan en snýr heim sem draugur til að gæta systur sinnar. Svarta kómedían Greenberg er sýnd í Háskólabíói. Græna ljósið með tvennu Ben Stiller leikur New York-búa sem flytur til Los Angeles til að reyna að fá botn í líf sitt.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.