Fréttatíminn - 08.10.2010, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 08.10.2010, Qupperneq 70
58 dægurmál Helgin 8.-10. október 2010 - miðbæ Hafnarfjarðar VSK-LAUSIR DAGAR DAGANA 7. - 9. OKTÓBER MARKAÐUR FJARÐAR - hágæða tískuverslun- tískuverslun fyrir konur Gjafabúðin GLUGGINN S K Ó H Ö L L I N - skór á alla fjölskylduna Firði Handverk og hönnun- veitingastaður með einstakt útsýni - hárgreiðslustofa fyrir alla Í samstarf við Dahl-Sørensen & Partners A/S í Danmörku veitum við viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu við öflun fjárfesta og aðra M&A þjónustu á norðurlöndunum. Investis fyrirtækjaráögjöf • Lágmúla 7 • www.investis.is FYRIRTÆKJAEIGENDUR Erum með fjárfesta sem vilja taka þátt í yfirtökum, endurfjármögnun og sameiningum fyrirtækja. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar Kynlífsráðgjafinn Sigríður Dögg Arnardóttir gengur í það heilaga á laugadaginn. Hún stefnir að því að játast sín- um heittelskaða í Dómkirkjunni í Reykjavík en hefur áhyggjur af mótmælum og hefur því bókað aðra kirkju til vara. Brúðkaupsdagurinn er ein stærsta stund lífsins í hugum þeirra sem kjósa að innsigla ást sína með hjónabandi og flestir vilja fá að eiga þann dag fyrir sjálfa sig og sína nán- ustu. Slíkt gæti hins vegar reynst hægara sagt en gert fyrir þá sem hyggjast játa ást sína fyrir augliti Guðs og manna í Dómkirkjunni þessa dagana þar sem kirkjan stendur á víglínu mótmælenda og stjórnvalda við Austurvöll. Kynlífsfræðingurinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir ætlar sér að giftast í Dómkirkjunni á laugar- daginn en tekur enga áhættu og þar sem laugardagar voru fastir mót- mæladagar í Búsáhaldabyltingunni hefur hún bókað aðra kirkju til vara, fari svo að allt fari í bál og brand á Austurvelli áður en stóra stundin rennur upp. „ Mér finnst „Vanhæf ríkisstjórn!“ ekkert ofboðslega fallegur undir- leikur þegar ég ætla að fara að segja „já“ við altarið. Það er ekki mikil rómantík í því þannig að auðvitað hefur maður áhyggjur. Það er held- ur ekki bara það að mótmælendur verði kannski með læti rétt á með- an á athöfninni stendur heldur væri það líka svolítið skrýtið að ganga út úr kirkjunni og þá mætti manni bara óeirðalögreglan grá fyrir járn- um með hjálma og kylfur á lofti.“ Sigga Dögg afþakkar slíkan heið- ursvörð við brúðkaup sitt og hefur þar fyrir utan lítinn áhuga á því að eiga á hættu að fá yfir sig egg í stað hrísgrjóna eins og löngum hefur tíðkast að kasta yfir brúðhjón þeg- ar þau stíga út úr kirkju. „Þannig að í vikunni ákvað ég að bóka aðra kirkju til vara og ef mér líst ekki á blikuna stefni ég brúðkaupsgest- um annað. Mér var sýndur fullur skilningur í hinni kirkjunni og þeim fannst ég bara mjög forsjál að gera þetta. Vill maður ekki að þetta gangi sem best fyrir sig?“ Sigga Dögg segir unnusta sinn miklu rólegri gagnvart þessu. „Hann heldur að þetta reddist bara. Vinkona mín er búin að bjóðast til að taka það að sér að fara út með gjallarhorn og spjöld og biðja fólk vinsamlega að sýna okkur tillits- semi, hafa hljóð rétt á meðan og ekki kasta neinu í okkur. Við séum bara venjulegt fólk sem vilji fá að gifta sig í friði og ró. Þannig að kær- astinn er ósköp rólegur og segir að við munum enda í Dómkirkjunni.“ –þþ „Við fengum nú töluverða reynslu af þessu í mótmæl- unum 2008 og í janúar 2009,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. „En þá sýndi fólk, sérstaklega við jarðarfarir, mikla og aðdáunarverða tillitssemi og auð- vitað væntir maður þess. Við þurfum að halda áfram með lífið þótt hlutirnir gangi svona.“ Hjálmar bætir við að það hafi verið einsdæmi að athöfn við kirkjuna hafi verið trufluð eins og gerðist við þingsetninguna í síðustu viku. „Annars hefur það aldrei verið gert og ég á ekki von á því að það muni gerast nema þá óvart. Það getur alltaf heyrst eitthvað inn í kirkjuna og gerir það iðulega. Við heyrum í flugvélum, bílum og fólki inn í kirkjuna. Dómkirkjan stendur við fjórar götur þannig að hún er alveg í þjóðbraut og kirkjan vill gjarna vera á vettvangi með fólkinu í landinu. Hún er fyrir fólkið í landinu og þá er ekkert óeðlilegt að hún verði fyrir umhverfisáhrifum.“ Sigríður Dögg ArnArDóttir: Óttast mÓtmæli við DÓmKirKjuna tónliSt: moniKa abenDroth gefur út sÓlÓplötu umhverfiSáhrif eðlileg Vill ekki fá egg yfir sig í stað hrísgrjóna Sigríður Dögg er meistaranemi í kynfræði við Curtin-háskóla í Ástralíu og er nýbúin að skila meistararitgerð sinni um ófrjósemi karla. Ljósmynd/ Hari Gibson óttast vítisvist Oksana Grigorieva, barnsmóðir leikarans Mels Gibson, hefur nú opnað sig við tímaritið People um þá skelfingu sem hún upplifði þegar leikarinn veittist snarbrjálaður að henni á heimili þeirra í ársbyrjun. Hún segir að Gib- son hafi verið gjarn á að taka æðisköst í afbrýði og miklu þunglyndi og að hann hafi oft hótað að stytta sér aldur. „Hann væri löngu búinn að drepa sig ef hann væri ekki kaþólskur. Hann er hræddur við helvíti.“ Þegar Gibson gekk af göflunum segir hún hann hafa barið sig á meðan hún var með eins árs gamla dótt- ur þeirra í fanginu. „Ég hélt að hann myndi drepa mig og óttaðist um líf mitt.“ Hún segist ekki hafa þorað að hringja á lögregluna af ótta við að hann ynni henni frekara mein. Þá segir Oksana að Gibson hafi sveiflað skammbyssu froðufellandi og „talað við sjálfan sig eins og geðsjúklingur“. Gibson hyggst ekki tjá sig um viðtalið við Oksönu. Hörpuleikarinn Monika Abendroth hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu sem nefnist Óður til jarð- ar. Á plötunni leikur Monika sérvalin lög, meðal annars frá endurreisnartímanum, írsk þjóðlög og þekkt tónverk eftir ekki minni menn en þá Satie og Vivaldi. Íslenskur vindur strýkur svo hörpustrengina inn á milli laga. Monika á að baki langan feril sem hörpuleikari en hún hóf að spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1976. Páll Óskar Hjálmtýsson stjórnaði upptökum en hann og Monika eiga að baki langt og farsælt samstarf. Hann segir tóna Moniku á plötunni vera hreinan unað og hægt sé að njóta tónlistar- innar við öll tækifæri. Hjörleifur Valsson spilar á fiðlu með Moniku í „Vetrinum“ eftir Vivaldi. Monika leikur hamingjutóna, í tilefni útgáf- unnar, á kaffihúsinu Marengs í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg á sunnudaginn, milli klukkan 11 og 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Mel og Oksana á meðan allt lék í lyndi, en þeir sæludagar eru langt að baki. Jörðin hyllt með hörputónum Satie, Vivaldi og íslenskur vindur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.