Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 7
LÆKNABLADID 69,99-103,1983
99
Sveinn Magnússon
NOTKUN DIGITALIS í
EGILSSTAÐALÆKNISHÉRAÐI1980
INNGANGUR
Tæp 200 ár eru nú liðin síðan Withering birti
grein sína um áhrif fingurbjargarblómsins á
vatnssótt. Lýsir hann þar vel klíniskum áhrif-
um digitalis lyfsins og einnig eituráhrifum (1).
Skoðanir Iækna á nytsemi lyfsins hafa síðan
sveiflast og notkun pess verið mismunandi frá
einum tíma til annars og frá einu landi til
annars. Mikill munur er á notkun digitalis á
Norðurlöndunum. Notkun á íslandi er aðeins
um þriðjungur notkunar í Svíþjóð og aðeins
um fimmtungur notkunar í Finnlandi (DDR/-
1000 íbúa/dag). í öllum þessum löndum er
digoxin um 80-90 % af digitalisnotkuninni, en í
Noregi er digitoxin um 80 % af notkuninni (2).
Undanfarin ár hefur margt verið ritað um
notkun digitalis og hafa ábendingar um notk-
un þrengst. Einnig hefur verið sýnt fram á, að
meðferð hefur oft verið hafin á óljósum
forsendum, svo og að hana má stöðva hjá
stórum hluta þeirra, sem meðhöndlaðir voru
með digitalis. Tilkoma kröftugra þvagræsilyfja
hefur einnig breytt notkun lyfsins.
Eftirfarandi rannsókn var ætlað að varpa
ljósi á notkun hjartaglykosíða á heilsugæslu-
stöð á íslandi, hverjar væru ástæður, hver hæfi
meðferð, hvernig henni væri fylgt eftir og
hver væri árangur hennar, en að auki að fá
heildarmynd af notkun þessa lyfjaflokks á
einu afmörkuðu heilsugæslusvæði.
EFNIVIÐUR
Rannsóknin takmarkast við íbúa Egilsstaða-
læknishéraðs, sem 1. desember 1980 voru
2802, 1488 karlar og 1314 konur. Þetta eru
tæplega 1.2 % íslendinga og aldursskipting er
mjög svipuð og á landinu öllu. Aldursskipting
íbúanna sést á töflu I.
AÐFERÐ
Könnunin var gerð með því að fara yfir
sjúkraskrár heilsugæslustöðvarinnar á Egils-
stöðum og sjúkrahússins á Egilsstöðum. Öll
samskipti sjúklinga við heilsugæslustöðina eru
tölvuskráð og því auðvelt að fá fram nöfn
þeirra sjúklinga, sem voru á digitalismeðferð.
Tölvuskráningunni hefur verið ítarlega lýst
áður (3). Fundnir voru þeir sjúklingar, sem
höfðu haft samband við heilsugæslustöðina og
fengið ávísað digitalis á árinu 1980 en auk þess
var farið yfir allar sjúkraskrár sjúkrahússins.
Farið var yfir sjúkraskrár allra sem stóðu á
digitalis 1. janúar 1981. Athugað var hver var
ástæða meðferðar, einkenni sjúklings, röntgen
og hjartalínurit við upphaf meðferðar, lengd
og tegund meðferðar, hver hóf meðferð, hver
fylgdi henni eftir svo og athugasemdir um
bætta líðan.
Rannsóknin var gerð í janúar 1982.
NIÐURSTÖÐUR
Sjúklingar sem fengu digitalis. Alls voru 24
sjúklingar meðhöndlaðir með digitalis, 12 karl-
ar og 12 konur. Peir yngstu voru 58 ára, sú
elsta 88 ára, meðalaldur var 73.6 ár. Fjórir
sjúklinganna lágu á sjúkrahúsinu á Egilsstöð-
um.
AIls eru þetta 0.85 % íbúnna, 0.8 % karla og
0.9 % kvenna. í töflu II má sjá hlutfall sjúkling-
Table 1. Age/sex distribution of the inhabitants in
the Egilsstadir health distríct Dec lst 1980 and
percentage on digitalis therapy.
Age, years Males On digitalis n % Females On digitalis n %
>85 .. 8 i 12.5 16 i 6.2
75-84 .... 43 5 11.6 38 5 13.1
65-74 .... 76 3 3.9 55 5 9.1
55-64 .... 122 3 2.4 110 1 0.9
45-54 .... 137 — — 102 — —
35-44 .... 152 — — 130 — —
25-34 .... 247 — — 204 — —
15-24 .... 291 — — 271 — —
0-14 .... 412 - — 388 — -
Total 1488 12 1314 12
Barst 10/09/82. Samþykkt og sent í prentsmiðju 17/09/82.