Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 9
LÆKNABLADIÐ 101 Digitalis í sermi hafði verið mælt einu sinni eða oftar hjá 15 sjúklingum (62 %), hjartalínu- rit var tekið að nýju hjá 18 (75 %) og 12 (50%) eru röntgenmyndaðir til að fylgjast með árangri af meðferð. Hjá fremur (12.5 %) var ekki að sjá í sjúkraskrá að nokkur þessara rannsókna hafi verið framkvæmd eftir að meðferð hófst en hjá átta (33 %) höfðu allar verið gerðar. UMRÆÐA Rannsókn pessari, sem er lýsandi og afturvirk, er ætlað að gefa sem gleggsta mynd af notkun hjartaglykósíða í afmörkuðu læknishéraði á íslandi. Ekki var ráðist í framvirka rannsókn vegna fárra nýrra sjúklinga á ári. Líklegt má telja að allir sjúklingar á digitalis á heilsu- gæslusvæðinu hafi náðst vegna sérstakrar skráningar heilsugæslustöðvarinnar. Jafnframt kom fram að lyfjaverslunin á Egilsstöðum hafði á árinu 1980 ekki fengið inn lyfseðla á digitalis nema útgefna af Egilsstaðalæknum (5). Fjarlægð til annarra lyfjaverslana er mikil og ólíklegt að sjúklingar sæki lyf út fyrir héraðið svo nokkru nemi. Brottfall úr rann- sókninni er því sennilega mjög lítið. Alls eru 0.85 % íbúanna meðhöndlaðir með digitalis. Er petta mun minni notkun en ádur hefur verid lýst frá Svípjód og fleiri löndum. í dreifbýli Jámtlands léns í Svípjóð notuðu 3 % íbúanna digitalis 1973 (6) og í Tierp héraði í Svípjóð 6.7 % digitalis 1977 (7). Upplýsingar um sölu á digitalis í Svípjóð benda til pess að ekki hafi dregið úr notkun par frá 1977 til 1980 (8). Algengasta sjúkdómsgreiningin fyrir með- ferð í pessari rannsókn er hjartabilun, 16 sjúklingar (67 %) fá pá greiningu eina sér eða ásamt öðru. Ber pessu vel saman við niðurstöð- ur annarra. Pedoe (9) kannaði 2000 sjúklinga á digitalismeðferð hjá heimilislæknum í Bret- landi og athugaði ástæður meðferðar. Hann fann 31 % með greininguna Iangvinn hjarta- bilun, 13 % vinstri hjartabilun, 15 % hjartslátt- aróregla, 10% blóðpurrðarsjúkdómar hjarta (ischemia), 4 % hjartalokugallar og 7 % ann- að. Engin skýring fannst k 20 % tilfellanna. Fleiri kannanir gefa svipaðar niðurstöður (10, 11). Ekki fékkst viðhlítandi skýring í sjúkra- skrá fyrir digitalisnotkun hjá premur (12.5 %) sjúklinganna á Egilsstöðum. Ekki er getið um nein eitureinkenni hjá sjúklingunum, en möguleikar á að mæla magn lyfsins í sermi hafa gert stýringu á meðferð auðveldari. Sú mæling hefur pó bara verið gerð hjá 15 sjúklingum (62%). Boman (12) fann eitureinkenni hjá'5 % sjúklinga á digitalis- meðferð, sem valdir voru af handahófi. Á sjúkrahúsum er tíðni eitureinkenna vegna digitalis hins vegar mun hærri eða 19-29 % og dánartíðni aukin 10-50% ef eitureinkenni eru til staðar (13, 14). Á árinu 1980 seldi lyfjaverslunin á Egilsstöðum 1504 mg af digoxini (5). Petta samsvarar 5.9 DDD/1000 íbúa/dag (DDD 0.25 mg/dag). Samkvæmt sjúkraskrám ætti notkun pessara 24 sjúklinga að vera um 1700 mg árið 1980 (6.6 DDD/1000 íbúa/dag) og ber pessum tölum pví ekki alveg saman. Rannsókn pessi skýrir ekki pennan mun sem gæti ef til vill legið í a) slakri meðferðarheldni (compliance) sjúklinganna, b) lyfið sé keypt utan héraðsins, c) kaup sjúklinganna fara ekki saman tímalega við birgðatalningu lyfsölunnar, d) aðrar ástæð- ur. Þessi munur getur einnig að einhverju leyti skýrt pað að engin eitureinkenni koma fram, p.e. sjúklingur tekur lyfið í minni skömmt- um en ávísað var, par eð hann sjálfur verður var við aukaverkanir af lyfinu. Ýmsir hafa reynt að meta meðferðarheldni sjúklinga til dæmis með mælingum á digitalis í sermi, töflutalningu og viðtölum. Johnson og McDevitt fundu of lélega meðferðarheldni hjá 46 % sjúklinga á digitalismeðferð hjá heimilis- læknum (15). Liverpool Therapeutics Group fann að um 40 % sjúklinga voru með of lág digitalis gildi í sermi, prátt fyrir rétta ávísaða skammta (16) og Bergman o.fl. fundu að 62 % sjúklinga voru með of lág gildi og 3 % með of há gildi í héraði einu í Svípjóð (6). Þekkt er pó, að fleira en léleg meðferðarheldni getur haft parna áhrif, t.d. sýklalyfjameðferð (17), mis- munandi sýrustig í maga, sýrubindandi lyf (18), líkamleg áreynsla (19) og fleira. Að auki má Table IV. The use of selected cardiovascular drugs in the Egilsstadir health district compared with the total use in lceland and Sweden (DDD/1000 inh/- day, year 1980). Drug Egilsstadir Iceland Sweden Digoxin . 5.89 8.50 30.2 Digitoxin . 0 0.23 2.6 Chlorthiazid . 4.99 6.43 0.08 Bendroflumethiazid ... . 30.22 36.31 23.07 Furosemid . 10.46 11.06 30.73 Beta-blocking agents . . 40.16 23.82 35.02

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.