Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 19
LÆKNABLADID 69,109-110,1983 109 Einar Thoroddsen, Magnus jannert SÓNSKÖNNUN Á KINN- OG ENNISHOLUM INNGANGUR Hljóð heyrist frá 20-20.000 Hz. Menn fóru að velta fyrir sér notagildi þeirra þegar Titanic sökk árið 1912. Tilraunir með úthljóð til þess að finna kafbáta voru gerðar í fyrri heimsstyrjöldinni og upp úr því hófust bergmálsdýptarmælingar, en eins og kunnugt er urðu mestar framfarir á þessu sviði í seinni heimsstyrjöldinni. Fyrstu læknisfræðilegar tilraunir hófust 1947 og síðan hefur sónskönnun (þ.e. úthljóðs- greiningu) fleygt mjög fram. Sónskönnun hef- ur verið notuð við rannsóknir á hjarta og við þunganir og hún hefur rutt sér til rúms á síðustu 20 árum, við rannsóknir á tauga- og kviðarholssjúkdómum. Þegar í upphafi gerðu menn sér grein fyrir að hægt var að nota þessa tækni við greiningu á sjúkdómum í afholum nefs. Með greinarkorni þessu er ætlunin að kynna þessa rannsóknaraðferð. TÆKNI OG TÆKNIBÚNAÐUR Á mynd 1 er sýnt eitt af þeim tækjum, sem er á markaðnum. Það er sveiflusjá með tölvuminni. Fótstig getur fryst myndina á skerminum og dýptinni má breyta frá 4-14 cm. Tíðni hljóð- gjafans er 2,25 MHz. Þetta tæki, sem hér er sýnt, er framleitt fyrir greiningu á sinusum. Við rannsóknir af þessu tagi er notuð bergmálgreining með tíðnum yfir 1 MHz. Hljóðið endurvarpast, þar sem vefurinn, sem það fer í gegnum endar og gefur annað hljóðviðnám (acoustic impedance). Þá sést hið endurvarpaða hljóð í sveiflusjánni (oscillosco- pe). Dæmi um slíkt má finna á myndum 2-5. KOSTIR OG GALLAR Sónskönnun gerir oft kleift að greina á milli lofts og vökva í sinusum. Væg þykknun á slímhúð sést stundum á röntgenmyndum, en Almánna sjukhuset, Malmö. Barst ritstjórn 10/09/1982. Sampykkt til birtingar í breyttu formi 16/10/1982. Send í prentsmiðju 19/10/82. vafasamt er hvort slík þykknun skiptir nokkru máli fyrir sjúklinginn. Þegar röntgen sýnir allþykkan sínus getur sónskönnun oft greint milli vökvamikils slímhúðarþykknis og cystu. Cysta í kinnholu gefur oft tvöfalt bergmál sakir tveggja veggja, sem hljóðið þarf að fara í gegnum. Ef vökvi er milli systu og afturveggs holunnar, kemur fyrra bergmálið frá afturvegg cystu og hitt frá aftari kinnholuveggnum. jákvæð niðurstaða getur verið fölsk vegna tannróta eða jafnvel kinnbogans (arcus zygo- maticus). Þykkir veggir í ennisholum geta valdið erfiðleikum við sónnskönnun eins og Mynd 1. Sónskanni Mynd 3. Vökvabord í sinus maxiliaris

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.