Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 32
118 LÆKNABLAÐID þeim sjúklingi, þar sem brotið greindist ekki upphaflega. Hér verður ekki fjallað um meðferð á þessum brotum. UMRÆÐA Greiningaraðferð á bátbeinsbrotum í úlnlið svo og meðferð þeirra og árangur af henni, er á Slysadeild Borgarspítalans í flestu sambæri- leg við það, sem tíðkanlegt er á vesturlöndum skv. greinum, er birzt hafa í tímaritum um þetta efni. Skoðanir sumra höfunda eru að vísu nokkuð skiptar um það, hver sé heppilegust meðferð á áverkanum og árangur manna er ekki að öllu leyti sambærilegur. í því uppgjöri, er hér liggur fyrir, er að finna ofurlítil frávik frá því, sem algengast er. Ef litið er fyrst á greininguna, þá greinast í upphafi með röntgenrannsókn, tæplega 95 %. Kemur það vel heim við reynslu Leslies (2), þar sem 95 % greindust uppHaflega og 2 % í viðbót við endurrannsókn. Aðrir höfundar skýra yfirleitt ekki frá hlutfallstölum í þessu sambandi. Við endurteknar röntgenrannsóknir hér 10-14 dögum eftir frumrannsókn, greind- ust hins vegar öll brotin nema hjá þeim eina sjúklingi, sem ekki leitaði aftur til deildarinnar fyrr en löngu síðar og var þá með falskan lið. Með þessari einu undantekningu virðist eftirlit hafa verið fullnægjandi á Slysadeildinni hjá þeim sjúklingunt, er hér koma við sögu. Sárafáir draga verulega að leita læknis vegna bátbeinsbrots. Athygli vekur, að rúmlega 17 % af sjúkling- unum er á aldrinum 11-15 ára og er það heldur meira en talið er annars staðar (3, 4, 5), þar sem þessi hlutfallstala er 9-10 %. Það er einnig athyglisvert hversu lág tíðni þessa áverka er hjá konum á aldursskeiðinu 20-50 ára, t.d. er engin á aldrinum 30-40 ára en tíðni hjá konum vex nokkuð eftir tíðahvörf. Heildarfjöldinn er þó mun lægri (21 %) en hjá körlum (79 %) og er það einnig reynsla annarra og er þó hlutfallstala kvenna með þennan áverka held- ur hærri hér en aðrir höfundar greina frá (2, 4, 6). Árangur meðferðar er í þessu tilviki svipað- ur og hjá flestum öðrum höfundum, þ.e.a.s. 94 % brotanna gróa í gipsumbúðum einum. Flestir höfundar telja, að um 90-97 % grói með þeim hætti (2, 3, 7, 8, 9). í þessu uppgjöri reynist meðal meðferðar- tími í gipsi vera óvenju stuttur eða 6.8 vikur en 7,6 vikur ef undanskilin eru brot á tuberculum scaphoidei. Algengasti meðferðartími sam- kvæmt öðrum rannsóknum virðist vera IOV2- 12 vikur (2, 3, 4, 7, 8) eða lengri (10). Alho og Kankaanpáá (6) létu þó meðaltímann 7 vikur nægja og dugði það til þess að 96 % brotanna greru. Þeirrar tilhneigingar virðist gæta á síðari árum eða áratugum, að stytta meðferð- artíma í gipsi, sem áður fyrr var gjarnan margir nránuðir (11). London (9) telur, í ágætri grein, að líklega mætti stytta meðalgipstíma niður fyrir 8 vikur, án þess að það hefði endilega neikvæð áhrif á árangurinn og jafnframt telur hann, að fremur ætti að fara eftir klínískunt einkennum en niðurstöðum röntgenrannsóknar, þegar metið er hvort brot sé gróið eða að gróa, svo hætta ntegi gipsmeðferð. Hann heldur því fram, að allt að ár geti liðið þar til að brotið sé gróið skv. röntgenniðurstöðum enda þótt gipsmeð- ferð hafi verið hætt 2 mánuðum eftir áverk- ann. Russe (10) leggur hins vegar áherzlu á að fyrst og fremst skuli röntgenmyndir skera úr um hvenær hætta skuli gipsmeðferð. Gengið hefur verið svo langt, að sleppa gipsmeðferð með öllu en skrúfa í þess stað saman brotið og leyfa sjúklingi að fara að vinna fljótlega (12, 13). Árangurinn af þessari meðferð sýnist þó ekki nægilega góður til þess að vera til eftirbreytni. Menn virðast hafa haft ærið ntisjafnar skoðanir á því í hvaða stöðu úlnliðurinn ætti að vera svo að bátbeinsbrotið félli sem bezt saman (9). Engin ákveðin stelling í úlnliðnum virðist þó vera annarri fremri í þessu tilliti né tryggja að brotið haldist í skorðum (13). Ágreiningur hefur verið um það, hvort ávinningur væri að því, að láta gipsið ná upp fyrir olnboga og halda honum krepptum, þar sem hugmyndin hefur verið að draga mætti með því úr rotations-álagi í brotinu. Flestir voru lengst af óvissir í sinni sök í þessu efni. Verdan (14) lagði þó áherzlu á, að verulegu máli skipti að nota hátt gips, a.m.k. á fyrstu vikum meðferðarinnar. Til þess að fá úr þessu skorið, gerðu Alho og Kankaanpáá (6) framsýna (prospectiva) rann- sókn á 100 sjúklingum og varð niðurstaða þeirra sú, að árangur af meðferð nteð háum gipshanska væri ekki betri en með lágum hanska. Almennt hefur verið álitið, að helztu ástæð- ur til þess að brotin grói ekki, sé gliðnun

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.