Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 38
122
LÆKNABLADID
glóbín genið og eru mismunandi að stærð í
heilbrigðum og sjúkum í ákveðinni fjölskyldu.
Stundum finnst enginn genbútur, sem inniheld-
ur viðkomandi glóbín gen (a. (3, y, eftir
atvikum) og er þá um úrfellingu (deletion) að
ræða. Prenatal sjúkdómsgreining af þessu tagi
hefur einkum verið notuð við gölluð glóbín
gen, en unnt er að nota svipaða aðferð við
greiningu galla í öðrum genum. Auðveldast er
að rannsaka erfðasjúkdóma, sem eru taldir
stafa af galla í einu geni (monogenic disorders)
eins og sýnt hefur verið fram á með rannsókn-
um á blóðrauðasjúkdómum (hemóglóbínopa-
thium). Erfiðara er að rannsaka sjúkdóma, par
sem talið er líklegt að mörg gen séu áhrifavald-
ar (multifactoral inheritance). Ef umhverfis-
þættir hafa jafnframt áhrif til sjúkdóms-
myndunar verður ennþá erfiðara að rannsaka
hvort, hversu mikið og hvernig erfðaþættir
stuðla að sjúkdómunum. Hér er til að mynda
átt við meðfæddar vanskapanir á hjarta- og
taugakerfi, sykursýki, schizophreniu og marga
fleiri sjúkdóma. Nýlega hafa orðið framfarir
við sýnatöku, sem gera kleift að rannsaka
DNA í trophoblast eða chorion sýni, sem tekið
er transcervicalt á 6.-12. viku meðgöngu. Nú er
því prenatal sjúkdómsgreining með erfða-
tækniaðferðum möguleg á fyrsta trímestri í
stað annars, einsog er við legvatnspróf.
Vonir hafa verið bundnar við notkun erfða-
tækni til meðferðar sjúkdóma. Hefur þá verið
talið nauðsynlegt að koma fyrir eðlilegu geni í
frumum sjúklingsins eða koma fyrir geni eða
basaröðum, sem hamla tjáningu hins gallaða
gens. Miklir tækniörðugleikar eru á því að
framkvæma slíkar »erfðaskurðlækningar« og
er ekki fyrirsjáanlegt hvernig né hvenær það
muni takast. Nýlega tókst vísindamönnum við
National Institutes of Health í Bandaríkjunum
að auka framleiðslu hemóglóbíns í sjúklingi
með þ thalassemiu með því að gefa lyfið 5-
azacytidine. Sjúklingurinn (42 ára) hafði gallað
þ-glóbín gen og skort á fullorðins hemóglóbíni
(Hb A: a2 P2) vegna lítillar framleiðslu Pgló-
bíns. Hins vegar hafði hann eðlilegt y globin
gen, sem starfar aðallega á fósturskeiði í þeim
tilgangi að framleiða fóstur hemoglobin (HbF:
«2 Y2)- Við lyfjagjöfina jókst myndun á HbF og
heildarframleiðsla hemóglóbíns jókst einnig
nægilega, svo að óþarft var að gefa sjúklingi
blóð meðan á meðferð stóð. Ekki er ennþá
Ijóst hvað olli aukinni myndun y glóbíns við
þessa tilraunameðferð en mögulegt er að lyfið
hafi endurvakið tjáningu y glóbín gensins, sem
stöðvast venjulega að mestu skömmu eftir
fæðingu. Ef þessi tilgáta reynist rétt þá er
þetta fyrsta þekkta dæmið um sérhæfa breyt-
ingu á tjáningu gens í lækningaskyni.
Erfðatækni er nú beitt í vaxandi mæli við
ýmsar rannsóknir í læknisfræði auk beinna
erfðafræðirannsókna og eru rannsóknir á
sérhæfingu fruma (differentiation) og krabba-
meini dæmi um hið fyrrnefnda. Líklegt er að
fyrst í stað verði helstu framfarir á sviði
erfðatækni rannsókna tengdar erfðasjúkdóm-
um, sem stafa af einu gölluðu geni. Hér er átt
við sjúkdóma eins og Duschenne vöðvady-
strophia og hemophilia A (kynbundnar erfðir)
og Huntingtons sjúkdóm, cystic fibrosis og
fleiri sjúkdóma, sem hafa autosomal erfða-
mynstur, ríkjandi eða víkjandi. Taka mun
lengri tíma að varpa Ijósi á grundvallargalla
sjúkdóma með flókið erfðamynstur svo og
galla í erfðaefni krabbameinsfruma af ýmsu
tagi, enda eru orsakir þessara sjúkdóma
margþættari en þeirra, sem erfast samkvæmt
lögmáli Mendels og stafa af galla í eða nálægt
einu geni.
Stefán Karlsson
Blóðbankinn, Reykjavík og
Clinical Hematology Branch
National Institutes of Health
Bethesda, MD, USA
HEIMILDIR
Emery AEH, Recombinant DNA technology. The
Lancet, ii: 1406-9, 1981.
Ley TJ, De Simone J, Anagonou NP, Keller GH,
Humphries RK, Turner PH, Young NS, Heller P
and Nienhuis AW. 5-azacytidine selectively in-
creases p globin synthesis in a patient with p»
thalassemia. N Engl J Med 307; 1549-75: 1982.
Marx JL. Is RNA copied into DNA by mammalian
cells? Science, 216; 969-70: 1982.
Orkin SH. Genetic diagnosis of the fetus. Nature
296; 202-3: 1982.
Smith T. How will the new genetics work? Br Med J
186; 1-2: 1983.