Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 8
100 LÆK.NABLADIÐ anna á digitalis skipt eftir aldri og borið saman við Skellefteá lén í Svípjóð 1978 (4). Ástæður meðferðar. Fjórtán sjúklinganna leit- uðu til læknis vegna mæði áður en meðferð hófst, fimm kvörtuðu einnig yfir bjúg á fótum og tveir einungis yfir bjúg á fótum. Einn kvartaði um magnieysi, var að öðru leyti einkennalaus. Einn sjúklingur fékk digitalis eftir að ósæðarlokuþrengsli (aorta stenosa) greindist við skoðun fyrir æðahnútaaðgerð, fékk síðar einkenni hjartabilunar. Einn sjúk- lingur fékk digitalis á sjúkrahúsi vegna að- gerðar á orta aneurisma. Table II. Percentages of inhabitants by age groups on digitalis therapy in the Egilsstadir health district, Iceland, and in the Skellefteá health district, Swe- den. % of inhabitants on digitalis Age in years Egilsstadir 1980 Skellefteá 1978 40-49................... — 0.3 50-59................. 2.0 2.2 60-69................. 1.6 7.6 70-79................. 9.7 18.6 80-89................ 14.6 23.7 90-99................... — 31.8 Table III. Main diagnosis of patients at the start of digitalis therapy. Diagnosis Number Mb. cordis incompensatus ................... 7 Mb. cordis incompensatus c fibrillatio.............................. 2 Mb. cordis arterioscleroticus .............. 2 Mb. cordis arterioscleroticus c decomp. cordis........................... 2 Mb. cordis arterioscleroticus c fibrillatio atriorum .................... 1 Mb. cordis coronarius seq. decomp. cordis .................................. 1 Mb. cordis rheumaticus c decomp. cordis .................................. 1 Fibrillatio atriorum c decomp. cordis .................................. 2 Op. stenosis valv. aortae c decomp. cordis........................... 1 Op. aneurisma aortae........................ 1 Atrial flutter............................. 1 Hypertensio................................. 1 Mb. cordis pulm., Emphysema, Bronchitis chron......................... 1 Asthma bronchiale .......................... 1 Af þessum 24 sjúklingum voru 17 settir á meðferð af heilsugæslulækni og sjö af sérfræð- ingum. Fyrir meðferð höfðu 13 verið röntgen- myndaðir, þar af sex af þeim 17, sem heilsu- gæslulæknar hófu meðferð á. Reyndust átta hafa lungnastasa, fjórir höfðu hjartastækkun, þar af einn án lungnastasa. Þrír voru með eðlilega mynd af hjarta og lungum. Hjartalínurit var tekið hjá 22 sjúklingum við upphaf meðferðar og voru 15 í sinus takti en sjö voru með hjartsláttaróreglu. Peir tveir sem ekki var tekið af hjartalínurit við upphaf meðferðar voru ekki heldur röntgenmyndaðir. Meðferðargreining. Leitað var að í sjúkra- skrám hverjar voru sjúkdómsgreiningar lækn- anna við upphaf digitalismeðferðar. Algeng- asta greiningin er hjartabilun, sjö sjúklingar höfðu eingöngu þá greiningu, níu höfðu grein- inguna hjartabilun ásamt öðrum sjúkdómum eða einkennum. Samtals hafði 21 sjúklingur sjúkdómsgreiningu, sem tengja má digitalis- meðferð en þrír höfðu enga greiningu sem telst til notkunarástæðna digitalis. Sjá töflu III. Lengd og eftirlit meðferðar. Flestir sjúkling- anna höfðu fengið digitalismeðferð í skamm- an tíma. Meðallengd meðferðar var 5.4 ár, ytri mörk <1-19 ár. Sjö sjúklingar höfðu fengið meðferð í 0-1 ár, fimm í 1-2 ár, þrír í 2-5 ár og níu í meir en fimm ár. Öllum sjúklingunum var fylgt eftir af heilsu- gæslulæknunum, bæði þeim 20 sem koma á heilsugæslustöðina svo og hinum fjórum, sem liggja inni á sjúkrahúsinu. Lyfjaval. Samkvæmt sjúkraskrám var digoxin eina hjartaglykósíðið, sem ávísað hafði verið. Frá lyfjaversluninni á Egilsstöðum hafði ekki annað hjartaglykósíð en digoxin verið afgreitt 1980 (5). Fengu 16 sjúklingar 0.25 mg daglega og átta fengu 0.125 mg daglega. Nokkrir sjúklinganna notuðu lyfið sex daga í viku og einn fimm daga í viku. Atján sjúklinganna fengu samtímis þvag- ræsilyf: Furosemid 13, Amilorid 10(Furosemid + Amilorid 9), Bendroflumethiazid 3, Chlor- thiazid 1 og Hydrochlorthiazid/Amilorid 1. Sex sjúklinganna eru því á digoxini án þvagræsi- lyfja og þar af þrír í sinus takti. Mat læknanna á meðferð. í sjúkraskrá er getið um betri líðan hjá öllum eftir að meðferð hófst. Enginn fær einkenni um eiturverkanir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.