Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐID
117
við útlit röntgenmynda. Nefnt skal, að af peim
9, er höfðu gipsumbúðir lengur en 12 vikur,
greru 8. Umbúðirnar voru jafnaðarlega
skemmst hafðar á brottegund IV og nokkru
lengst á brottegund III. Við mittisbrot (brotteg-
und II) var gipsmeðferð mjög mislöng. Sex
brot fengu þannig meðferð skemur en 4 vikur
og 6 lengur en 12 vikur.
Meðaltími í gipsumbúðum eftir brottegund
var, sem hér segir:
Brottegund I = 5.3 vikur
Brottegund II = 7.8 vikur
Brottegund III = 10.5vikur
Brottegund IV = 2.0 vikur
Meðal gipstími var 6.8 vikur, en þegar undan-
skildir eru sjúklingar með brottegund IV, var
meðal gipstími 7.6 vikur. Lengst voru gipsum-
búðir notaðar í 18 vikur við brot hjá sjúklingi
með brottegund II og greri hann.
Árangur: Eitthundrað og fimm brot hjá 103
sjúklingum greru (93.8 %). Sjö brot greru ekki
með gipsumbúðum einum.
Af þeim þrem sjúklingum, sem leituðu
deildarinnar eftir að 30 dagar eða meira voru
liðnir frá slysi, greru tveir í gipsumbúðum, en
gipsmeðferð var ekki reynd hjá hinum þriðja,
sem leitaði ekki til Slysadeildarinnar fyrr en 6-
8 mánuðum eftir slysið og þá með falskan lið.
í þeim hópi, er leitaði læknis 7-30 dögum
eftir slysið, greru allir með gipsmeðferð einni.
Sama gilti um þá, er leituðu læknis 1-7 dögum
eftir slysið, þeir greru allir í gipsumbúðum að
einum undanskildum. Var sá drykkjusjúkur og
sinnti ekki meðferð.
Hjá 14 sjúklingum var gliðnunin í brotinu >
1 mm við frumrannsókn og greru 8 þeirra með
giþsmeðferð einni. Meðal gipstími hjá þessum
sjúklingum var rúmar 9 vikur.
Kvartanir um óþægindi frá brotum þeim, er
greru, reyndust all tíðar. Einkennin voru þó
undantekningarlítið væg og í engu tilviki
þurfti sjúklingur að skipta um atvinnu vegna
óþæginda frá grónu broti. Fjórir sjúklingar
kvörtuðu um verki í hvíld, þar af einn um all
verulega verki. Þrjátíu og tveir sjúklingar
kváðust finna til í úlnliðnum við álag, þar af
kvörtuðu 5 um veruleg óþægindi við meiri
háttar álag. Óþægindin voru eðlilega mjög
sjaldgæf hjá sjúklingum með brottegund IV,
en voru að öðru leyti ekki tengd staðsetningu
brotsins á beininu.
Hjá 15 sjúklingum fundust slitgigtareinkenni
á röntgenmyndum. Einkenni um slitgigt
voru talin, annars vegar þrengt Iiðbil með
subchondral sclerosis og hins vegar osteophy-
tamyndanir. Fjórir sjúklinganna höfðu slitgigt-
areinkenni við frumskoðun. Hjá tveimur
þeirra höfðu breytingarnar aukizt talsvert eftir
brotið. Hjá 5 sjúklingum voru slitgigtbreyting-
arnar samfara fölskum lið á bátbeininu. Einn
sjúklingur hafði fengið brot á sveifarenda
(fract-Collesi) tveimur árum eftir bátbeins-
brotið.
Hjá 6 sjúklinganna með gróin brot, hafa
komið fram slitgigtarbreytingar í úlnlið, sem
ekki voru þar fyrir áverkann. í öllum þessum
tilfellum voru slitgigtarbreytingarnar vægar.
Auk þessa fundust við rannsóknina hjá 22
sjúklingum cystur í bátbeininu, sem ekki höfðu
verið þar við frumrannsókn. Hjá 7 þessara
sjúklinga fóru cysturnar saman við slitgigtar-
breytingar, en hjá 15 þeirra fundust ekki
slitgigtarbreytingar í úlnliðnum eða í aðlægum
smáliðum handarrótarinnar. Cysturnar voru
ekki taldar einkenni um slitgigt og óvíst hvort
þær væru afleiðingar bátbeinsáverkans.
Mældir voru hreyfiferlar allra hinna sködd-
uðu úlnliða skv. aðferð American Orthopedic
Association (1). Þrjátíu og tveir sjúklinganna
reyndust hafa skerta hreyfingu í einhverju
plani um 15° eða meira. Samræmi var ekki
milli hreyfiskerðingarinnar og subjectivra
óþæginda.
Mældur var gripstyrkur með dynamometer.
Áverkinn reyndist ekki hafa dregið úr grip-
styrk, svo marktækt væri.
Reynt var að meta þann tíma, sem sjúkling-
ur hafði verið frá vinnu vegna bátbeinsbrots-
ins og var þá farið eftir sjúkraskránum og
upplýsingum sjúklinga. Fjarvistir frá vinnu
virtust fremur tengdar starfi sjúklings, en
sjálfum áverkanum.
Sextíu og fjórir sjúklingar (58.2 %) voru
eina viku eða skemur frá vinnu. í þeirra hópi
voru þó taldir unglingar á skólaaldri.
Þau brot, sem ekki greru, voru skoðuð
sérstaklega. Eins og áður greinir var hér um
að ræða 7 brot. Tvö þeirra voru á brotstað III,
en 4 á brotstað II og eitt á brotstað 1. Hjá
einum sjúklingi greindist ekki brotið upphaf-
lega og hlaut hann því ekki meðferð. Hjá
hinum virtist gipsmeðferð á brotinu ekki hafa
verið misfellulaus, þar af 5 sinnum vegna þess,
að sjúklingur sinnti ekki meðferðinni.
Sameiginlegt með öllum ógrónu brotunum
er það, að gliðnunin í brotinu við fyrstu
röntgenrannsókn er 51 mm að undanskildum