Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 16
108
LÆKNABLADID
Enn fremur segir í yfirlýsingunni: »Heilsu-
gæzla felur í sér hið minnsta:
fræðslu um þau heilbrigðisvandamál, sem
uppi eru á hverjum tíma, um aðferðir til
pess að halda þeim í skefjum eða tiltækar
eru til þess að leysa vandamálin að fullu;
að tryggja heilnæmt drykkjarvatn, viðeig-
andi frárennsli og förgun úrgangs;
mæðra- og barnaeftirlit, ásamt fjölskyldu-
ráðgjöf;
ónæmisaðgerðir gegn helztu smitsjúk-
dómum;
forvörn gegn og eftirlit með landlægum
kvillum;
viðeigandi meðferð algengra sjúkdóma,
meiðsla og slysa; og
að nauðsynleg lyf eru tiltæk« (6).
í grein sinni ræðir Geir Gunnlaugsson um
vandamál þróunarríkja og hugmyndir um
framlag íslendinga til þróunaraðstoðar.
TILVITNANIR
1. Almannatryggingar á íslandi. Skýrslur un trygg-
ingar, heilsugæzlu og atvinnuleysismál eftir Jón
Blöndal og Jóhann Sæmundsson. Félagsmála-
ráðuneytið gaf út. Reykjavík 1945.
2. Lög nr. 50 7. maí 1946 um almannatryggingar: III.
kafli, 74. gr., 2. tl.
3. Idem, 75. gr., 1. tl.
4. Lög nr. 56 27. apríl 1973 um heilbrigðisþjónustu.
5. Lög nr. 57 20. maí 1978 um heilbrigðisþjónustu.
6. Declaration of Alma Ata. WHO Geneva 1978, sjá
»HEALTH FOR ALL« SERIES, No. 1 ISBN 92 4
154135 0.
FRÁ AÐALFUNDI L. R.
Myndirnar eru frá aðalfundi L. R. sem haldinn var 9. mars sl. Til vinstri sést Kristján Baldvinsson formaður
flytja skýrslu sína og fundarstjóri var Örn Bjarnason. Til hægri sést hluti fárra fundarmanna. Skýrsla
formannsins verður birt á næstunni.