Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 20
110 LÆK.NABLADID Mynd 4. Cysta í sinus maxiharis Mynd 5. Vökvi í sinus frontaiis. (Takið eftir breyt- ingu á skala á skerminum.) við röntgenmyndatöku. Ef endurtekin bergmál í framvegg ennishoiu koma fram geta þau falið endurkast frá afturveggnum, sem bendir á sjúkdóm. Þetta má þó oftast laga með því að breyta skalanum á tækinu eða frysta myndina á skerminum. Við sónskönnun þarf engan undirbúning nema taka út lausar tennur. Sjálf rannsóknin tekur nokkrar mínútur og hana má endurtaka. Ekki hefur tekist að sýna fram á neinar aukaverkanir og það gerir aðferðina hentuga fyrir börn og ófrískar konur. Hún sýnir þó ekki beinabyggingu eða beina- skemmdir, sem gætu bent til illkynja sjúkdóms. Sónskönnun á sínusum gefur sviþað öryggi og röntgen við þá sjúkdóma, þar sem hún hentar. Hún er vel fallin til fjöldarann- sókna og eftirskoðana. FRÁ HEILBRIGÐISSTJÓRNINNI Læknisskoðun og rannsóknir á ættleiddum börnum erlendis frá INNGANGUR Vegna þess hve erfitt er að fá að ættleiða íslensk börn, hefur færst í vöxt að börn séu ættleidd erlendis frá, einkum frá löndum utan Evróþu. í sumum þessara landa eru heilbrigð- ishættir með öðru móti en hér og eru þar algengir ýmsir sjúkdómar, sem vart þekkjast hér, eins og t.d. lungnaberklar og næringar- skortur. Auk þess bera flest börnin þarasita, sem oft eru meinlausir og auðvelt er við að eiga, en sem geta þó reynst erfiðir viðureignar. Ekki má heldur gleyma að þau geta borið með sér smitnæma sjúkdóma og er í því sambandi vert að benda á að læknisvottorð sem fylgja börnunum að utan, fullnægja oft ekki þeim kröfum, sem gerðar eru hér á landi. Af þessu má ljóst vera mikilvægi þess að börnin gangist þegar við komuna til landsins undir læknisskoðun, svo að gerðar séu þær rannsóknir, sem nauðsynlegar hljóta að teljast og gefin viðeigandi meðferð, ef þörf krefur. Æskilegt er að öll börnin séu rannsökuð á sama stað. Gert er ráð fyrir að Barnasþítali Hringsins, Landsþítalanum annist þessa rann- sókn. Tilkynna ber þeim, sem ætla að ættleiða börnin erlendis frá að börnin skuli rannsaka þegar við komu til landsins svo og hvert þeim ber að snúa sér. LÆKNISSKOÐUN OG RANNSÓKNIR 1) Somatisk skoðun þar sem athugað er al- mennt ástand barnsins, það vegið og mælt, athugað næringarástand, þsychomotori- skur þroski, möguleg sýkingareinkenni, útbrot, sár á húð, bólga í augum og eyrum, mögulegir vanskaþnaðir, miltis- lifrar- og eitlastækkanir. 2) Saursýni í bakteríuræktun x 2-3 m.t.t. sal- monella, shigella, camþ. bakt., þathog. coli. 3) Saursýni í smásjárskoðun x 2,þarasitar, egg. 4) Bakteríuræktun frá nefkoki, þvagi, útferð, sárá húð, augum svo sem þurfa þykir. 5) Blóðst. Hb, Hct, hvít blk. + deilitalning, sökk, reticulocytar, tot. þrotein, calcium, þhosþhor og c reatinin. 6) Lifrarstatus (bilirubin, S-ASAT, S-G GT, S-Alk. fosf., S- LD). 7) Lues-serologi, HBsAg. 8) hvag: Almenn skoðun + smásjárskoðun. 9) Rtg. Lungu, beinaaldur. 10) Berklaþróf. 11) PKU, Tsh. 12) Ath. á bólusetningum. Kjörforeldrum skal bent á að hafa samband við læknaritara Barnasþítalans til að fá frekari uþþlýsingar og þanta tíma fyrir skoðun. Landlæknir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.