Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 45
LÆK.NABLADIÐ 127 ingu meö heparín — mangani (10). Student’s t-test var beitt við útreikninga á niðurstöðum. NIÐURSTÖÐUR Meðalgildi kólesteróls í sermi kvenna mældist við upphaf meðferðar 332 ± 39 mg/dl (x ± SD). Að þremur mánuðum liðnum hafði með- algildið lækkað í 299 ± 36 mg/dl og hélst pað svo að segja óbreytt eftir sex og 12 mánuði, en lækkaði enn frekar eftir 24 mánuði í 283 ± 29 mg/dl. Meðalgildi serum kólesteróls karla mældist í byrjun 331 ± 38 mg/dl, lækkaði í 283 ± 39 mg/dl eftir prjá mánuði og hélst óbreytt eftir sex mánuði. Meðalgildið lækkaði við 12 mán- uði í 299 ±40 mg/dl, en lækkaði aftur eftir 24 mánaða meðferð í 287 ± 23 mg/dl (tafla I). Engin marktæk breyting varð á serum- HDL-kólesteróli karla eða kvenna meðan á meðferð stóð (meðalgildi karla 53 ± 15 mg/dl og kvenna 67 ± 23 mg/dl). Meðalgildi príglyceríða í sermi kvenna lækk- aði úr 140 ± 98 mg/dl niður 1114 ± 77 mg/dl eftir sex mánuði og í 123 ± 60 mg/dl eftir 12 mánuði. Engin marktæk breyting varð hins vegar á meðalgildi serum príglyceríða karla meðan á meðferð stóð (tafla II). Líkamspyngd breyttist lítið meðan á með- ferð stóð. Konur léttust að vísu nokkuð. Þær vógu að jafnaði 68.2 ± 10.8 kg í byrjun, léttust í 65 ± 8.2 kg eftir sex mánuði, og 65.0 ± 8.4 kg eftir 12 mánuði. Engin marktæk breyting varð á pyngd karla. UMRÆÐUR Þessar niðurstöður sýna, að tiltölulega einfald- ar ráðleggingar um mataræði, sem fela í sér litla röskun á hefðbundnum neysluvenjum, geta leitt til lækkunar á serum-kólesteróli einstaklinga. Þessi lækkun, sem nemur hér um 10-15 %, kemur strax í ljós premur mánuðum eftir að meðferð hefst, og helst nokkuð óbreytt út tveggja ára tímabil. Sú spurning vaknar ef til vill, hvort hér sé einfaldlega um að ræða svokallað »regression towards the mean«, par sem viðmiðunarhóp skortir (11). Ýmislegt bendir til pess að svo sé ekki. í fyrsta lagi hafði serum kólesteról mælst hátt í öllum tilvikum, a.m.k. einu sinni áður en upphafsgildið var fengið. í öðru lagi höfðu sjúklingar frekar breytt neysluvenjum sínum áður en komið var á deildina til meðferðar og pá oftast dregið úr smjör- eða mjólkurneyslu, strax pegar vart varð við hyperkólesterólemíu, Tafla 1. Meðalgildi kóiesteróis í sermi (mg/di). Eftir Upphafs- gildi 3 6 12 mánuði mánuði mánuði 24 mánuði Konur X 332 299 298 299 283 S.D 39 36 43 35 29 N 64 20 38 33 18 KarJar x 331 283 284 299 287 S.D 38 35 39 34 23 N 62 22 30 30 14 P <0.01 á mismun upphafsgilda og meðferðargilda Tafla II. Meðaiþyngd og gildi þrígiyceríða í sermi (mg/dl). Upphafs- gildi Eftir 6 mánuði 12 mánuði Konur Þyngd (kg) .. 68.2 65.2 65.0 S.D .. 10.8 8.2 8.4 N .. 59 28 21 Þríglyceríð .. 140 114 123 S.D .. 98 77 60 N ... 60 31 30 Karlar Þyngd .. 83.3 81.3 83.6 S.D .. 11.6 8.3 13.7 N .. 60 26 17 Þríglyceríð .. 152 141 133 S.D .. 82 59 76 N .. 57 31 24 annað hvort að eigin frumkvæði eða sam- kvæmt læknisráði. Rannsóknir hafa sýnt, að serum-kólesteról lækkar nokkuð við megrun (12). Hér var pó varla um slíkt að ræða, að minnsta kosti ekki meðal karla, par sem líkamspyngd peirra breyttist lítt eða ekkert við meðferð. Líklegt má telja, að minni fita og ef til vill breytt hlutfall fjölómettaðra og mettaðra fitusýra í fæðunni sé fyrst og fremst orsök lækkunar kólesteróls í pessu tilfelli. En hversu mjög breyttu menn fæðuvenjum sínum? Könnun á neysluvenjum fyrir og eftir með- ferð var ekki gerð og pví er ekki vitað með neinni vissu, að hve miklu leyti einstaklingar fylgdu peim ráðleggingum, sem peir fengu. Vafalaust hefur pað pó verið æði misjafnt. Til dæmis pá kemur pað greinilega í ljós, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.