Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 41
LÆKNABLADID 69,123-125,1983
123
Jónas Björn Magnússon
HERNIA FEMORALIS
INNGANGUR
Viö skurðdeild sjúkrahússins í Ljungby hafa
tvær tegundir aðgerða verið notaðar við
lærhaul (hernia femoralis). Önnur aðgerðin er
framkvæmd með skurði neðan ligamentum
inguinale og canalis fem. lokað neðan frá. Hin
aðgerðin er framkvæmd með skurði í nárann.
Canalis inguinale er opnaður og síðan er
canalis fem. lokað ofan frá. Til þess að gera sér
grein fyrir niðurstöðum, voru sjúkraskrár allra
sjúklinga með lærhaul 1971-1979 rannsakaðar.
Vorið 1981 voru allir sjúklingar, sem enn lifðu
og hægt var að ná í, skoðaðir.
EFNIVIÐUR
Arin 1971-1979 voru framkvæmdar 20 aðgerð-
ir á körlum og 23 og á konum vegna lærhauls.
(Table I). Vorið 1981 voru fimm sjúklingar
látnir. Haft var samband við pá 38, sem eftir
lifðu, og komu 32 til eftirskoðunar. Sjúklingar
60 ára og eldri voru 58 % af hópnum. Vegna
sjálfheldu voru 13 bráðar aðgerðir fram-
kvæmdar. Aðgerðirnar voru tvenns konar.
Table 1. Scx and age. Emergency operations in
parentheses.
-39 -49 -59 -69 -79 -89
d .... i 2 5(3) 7(2) 4(3) i(i) 20 (9)
9 .... 2 6(1) 2 5(1) 7(1) i(i) 23 (4)
Total 3 8(1) 7(3) 12(3) 11(4) 2(2) 43(13)
Önnur var hin svokallaða lága aðferð, p. e. a.
s. neðan lig. ing. með brottnámi á haulsekkn-
um og viðgerð neðan frá. Hin aðgerðin var
framkvæmd með skurði í nárann. Var can. ing.
opnaður, haulsekkur fjarlægður og can. fem.
síðan lokað ofan frá. Lága aðferðin var notuð
26 sinnum (12 karlar, 14 konur). Hin aðferðin
var notuð 17 sinnum (8 karlar, 9 konur). Lága
aðferðin var notuð 10 sinnum við sjálfheldu.
Skurðdeild sjúkrahússins í Ljungby, Svípjóð. Barst 25/08/82.
Samþykkt í breyttu formi 14/01/83 og send í prentsmiðju.
NIDURSTÖÐUR
Lærhaull var staðsettur hægra megin 26
sinnum og vinstra megin 17 sinnum. Fyrir
aðgerð þótti líklegt, að um lærhaul væri að
ræða 26 sinnum, nárahaul 14 sinnum og
þrisvar þótti óvíst, um hvorn haulinn væri að
ræða.
Sex karlar og sex konur höfðu verið skorin
upp vegna hauls sömu megin. Tvær konur
höfðu verið skornar upp vegna lærhauls hin-
um megin. Sjúklingar skornir upp með lágu
aðferðinni voru sambærilegir hinum, hvað
varðaði aldur, kyn og tímalengd einkenna fyrir
aðgerð. Af bráðum aðgerðum voru tíu fram-
kvæmdar með lágu aðferðinni. Við þessar tíu
aðgerðir þurfti að nema á brott garnabút
þrisvar sinnum og allir fengu fylgikvilla. Einn
sjúklingur fékk lítils háttar sársýkingu. Annar
fékk lífhimnubólgu, var skorinn upp á ný og
var garnabútur numinn á brott vegna leka í
tengingu. Síðan fékk sjúklingurinn ígerð í
holskurð, og leiddi þetta til hauls í holskurð-
inum. Sá þriðji lést á áttunda degi, og krufning
leiddi í ljós, að garnatenging hafði brostið.
Prjár bráðar aðgerðir voru framkvæmdar
gegnum can. ing. Nauðsynlegt reyndist að
nema brott garnabút hjá einum þessara sjúk-
linga, sem síðan lést í hjartabilun. Einn þessara
sjúklinga fékk garnastíflu. Holskurður Ieiddi í
ljós, að görn var föst í haulviðgerðinni. Garna-
bútur var fjarlægður, og fékk sjúklingur síðan
ígerð í holskurðinn, sem leiddi til haulmyndu-
nar. 1 þessum hóp sjúklinga, sem þarfnaðist
bráðrar aðgerðar, létust tveir sjúklingar, og
þar að auki komu fylgikvillar fram hjá þremur.
Tvær smáígerðir án frekari afleiðinga komu
fram við aðgerðir hjá sjúklingum, sem ekki
þurftu bráða aðgerð.
í byrjun voru 43 sjúklingar í hópnum. Tveir
létust eftir aðgerð, og þrír sjúklingar hafa þar
að auki látist síðan (dauðsföll ekki tengd haul).
Þá eru 38 sjúklingar eftir. Haft var samband
við þá alla vorið 1981, en sex sjúklingar vildu
ekki koma til eftirskoðunar.