Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 13
LÆKNABLADID
105
í heilsugæslu þróunarlandanna. Það varð ekki
fyrr en Maurice King ritaði sína merku bók
»Medical Care in Developing Countries«. Bók
hans kom út árið 1966 og er hún byggð á
ráðstefnu sem sótt var af fjölda fólks sem
hafði starfað við heilsugæslu í þróunarlönd-
unum. King safnaði þar saman í eina bók
fjölda hugmynda sem áður voru aðeins til í
hugum heilsugæslustarfsfólks víða um heim.
Par hvatti hann til að þarfir samfélagsins væru
hafðar að leiðarljósi, og að heilsugæslan og
þjálfunin til starfa innan hennar ættu að
grundvallast á menningu þess. Ennfremur
lagði hann áherslu á þátt fátæktar sem orsök
sjúkdóma. (1,3).
Síðan þetta var hefur margt verið ritað um
þessi mál. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) tók síðan við sér svo um munaði um
miðbik 7. áratugarins. Hélt hún síðan í sam-
vinnu við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNICEF) mikla alþjóðlega ráðstefnu um
heilsugæslu í borginni Alma-Ata í Sovétríkj-
unum 1978. (2).
ALMA-ATA RÁÐSTEFNAN
í Alma-Ata voru saman komnar sendinefndir
134 ríkisstjórna og fulltrúar 67 stofnana Sam-
einuðu þjóðanna til að ganga frá hinni s.k.
Alma-Ata yfirlýsingu. Eitt þekktasta markmið
þessarar yfirlýsingar er »heilsa fyrir alla árið
2000«. Þar er því slegið föstu að aðaltakmark
ríkisstjórna, alþjóðlegra stofnana og allra
samfélaga hvar í heimi sem er skuli vera að
allir einstaklingar í heiminum nái heilsu sem
gefi þeim möguleika til félagslegs og efna-
hagslegs þroska. Er heilsugæslunni ætlað lykil-
hlutverk til að ná því marki. (2).
í skýrslu, sem lögð var fram á ráðstefnunni,
er því haldið fram, að heilsugæsla sé mikilvæg
fyrir öll samfélög á hvaða stigi þróunar sem er.
Fyrir þróunarlöndin sé hún hins vegar lífsnauð-
syn. Með heilsugæslu er átt við að heilbrigð-
isþjónustan sé flutt út til fólksins og að það
taki virkan þátt í mótun hennar. Til þess að
slíkt sé mögulegt þarf að aðlaga þá kunnáttu
sem við höfum í dag um heilsu og sjúkdóma að
þörfum hvers samfélags fyrir sig. Heilsugæslan
tekur því á sig ýmsar myndir, en felur ávallt í
sér a.m.k. átta grundvallaratriði:
— Heilbrigðisfræðsla
— Öruggt vatn og grundvallar salernisaðstaða
— Mæðra- og barnavernd
— Ónæmisaðgerðir
— Nauðsynleg lyf
— Næring
— Meðferð algengra sjúkdóma og áverka
— Takmörkun staðbundinna, landlægra sjúk-
dóma (1, 2, 5)
STARFSFÓLK HEILSUGÆSLUNNAR
Vera má að fyrir okkur íslendinga hljómi
heilsugæsla kunnuglega í eyrum enda er sumt í
okkar kerfi sem minnir á hugmyndafræði
hennar. Með nokkurri einföldun má segja að
heilsugæslan hjá okkur byggist á hinum al-
mennu heilsugæslulæknum, enda telst Island
til þróaðra landa með sæg menntaðs fólks.
Veruleiki þróunarlandanna er annar. Þar búa
um 75-85 % allra þegnanna í hinum dreifðu
byggðum. Flestir eru ólæsir og óskrifandi og
samgöngur eru oft erfiðar. Heilsugæslan bygg-
ist því að mestu á hinum s.k. heilsuliðum
(»community health workers«) (2). Er þeim
stundum líkt við hina berfættu, kínversku
lækna. (6).
Heilsuliðinn hefur oft litla skólagöngu, en
þarf helst að geta lesið og skrifað. Oft er
vinnan við heilsugæsluna hlutastarf eða starf
unnið í frítíma. Annars vinnur hann við búskap
sem aðrir í samfélaginu (þorpinu). Hann er
valinn af þorpsbúum til starfans og borga þeir
sameiginlega kostnað af námskeiði hans.
Hann má ekki vera of ungur (þá er hætta á að
hann fari til stórborgarinnar) og hann verður
að vera búsettur í þorpinu. þar sem hann
starfar. Stundum er hann jafnvel gamall skottu-
læknir. Hann vinnur að fræðslu um heilbrigðis-
mál og hefur undir höndum nokkur nauðsyn-
leg lyf til lækninga. (6, 7). Má hér til nefna sem
dæmi sótthreinsandi lyf, verkjalyf, malaríulyf,
járn og vítamín, sykur-salt lausnir gegn nið-
urgangi, ormalyf og sáraumbúðir. Þau tilfelli
sem heilsuliðinn ræður ekki við sendir hann
síðan á næstu þrep heilsugæslukerfisins. Þar
vinnur e.t.v. sjúkratæknir (»rural medical aid«)
eða læknaliði (»medical assistant«). Sjúkra-
tæknir er einstaklingur sem hefur e.t.v. 6 ára
skólagöngu og 2 ára hjúkrunarmenntun. Vinn-
ur hann mest að lækningum en minna að
forvarnarstarfi. Læknaliði hefur yfirleitt 10-12
ára skólagöngu og 4 ára framhaldsmenntun.
Vinnur hann nánast sem læknir og sérhæfir sig
iðulega, s.s. í svæfingum, almennum lyflæknis-
fræðum eða ákveðnum skurðaðgerðum (8).
SKOTTULÆKNAR
Fyrir utan allt þetta kerfi eru svo þeir sem við
köllum skottulækna, töfralæknar, andalæknar