Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 42
124
LÆKNABLAÐIÐ
Tveir endurhaular (recidiv) skráðust við
eftirskoðunina. Hvorugur þessara sjúklinga
parfnaðist bráðaaðgerðar í upphafi og gangur
eftir aðgerð var alveg eðlilegur. Tafla 2 sýnir
tíma frá aðgerð til eftirskoðunar.
Endurhaull 1: Kari fæddur 1913, skorinn
upp 1975 með náraaðferðinni. Hann hafði
verið skorinn upp fyrr á sama ári vegna
nárahauls sömu megin. Mögulegt er, að skurð-
lækninum hafi yfirsést lærhaullinn. Pessi sjúk-
lingur fékk endurhaul 1978 og var skorinn á ný
sama ár. Viðgerðin var í góðu lagi árið 1981.
Endurhaull 2: Kona fædd 1902, skorin upp
1979 með lágu aðferðinni. Áður hafði pessi
sjúklingur verið skorinn upp 1961 og 1965
vegna nárahauls sömu megin. Þessi endurhaull
fannst við eftirskoðunina og ákveðið skera
sjúklinginn á ný.
UMRÆÐA
Lærhaular eru á ýmsan hátt frábrugðnir nára-
haulum. Þeir eru sjaldgæfari, og eru þeir
venjulega algengari hjá konum (1). í>ó eru í
pessum hóp 23 konur og 20 karlar. Lærhaular
eru afar sjaldgæfir hjá börnum, en aukast að
tíðni með aldrinum. Um það bil 60 % þessa
hóps voru 60 ára og eldri. Lærhaulum hættir
miklu fremur til sjálfheldu en nárahaulum.
Þrettán bráðar aðgerðir reyndust nauðsynleg-
ar hjá þessum 43 sjúklingum. Til samanburðar
má geta þess, að hjá 122 sjúklingum með
nárahaul reyndust tíu bráðar aðgerðir nauð-
synlegar (2). Aðrir hafa sömu reynslu; lærhaul-
ar komast miklu fremur í sjálfheldu en nára-
haular (3). Ástæðan fyrir aukinni hættu á sjálf-
heldu við lærhaul er talin vera sú, að haulháls-
inn er þrengri og veggirnir stífari en þegar um
nárahaul er að ræða (3).
Tuttugu og sex þessara 43 haula voru hægra
megin. Aðrir hafa komist að því, að allar
tegundir af haulum eru algengari hægra megin
(4).
Lærhaull í sjálfheldu er lífshættulegur. Tveir
af 13 sjúklingum með innklemmdan haul
létust. Tanner greinir frá níu dauðsföllum við
135 bráðar aðgerðir vegna lærhauls (5). N. J.
Andrews greinir frá 13,6 % tíðni dauðsfalla
við innklemmda nárahaula og 15 % tíðni
dauðsfalla við innklemmda lærhaula (6). Einar
Hjaltason greinir frá 9,7 % dánartíðni við
innklemmda haula (7). Þeir þættir, sem áhrif
hafa á horfur sjúklings, eru aldur hans og aðrir
sjúkdómar. Tímalengd frá byrjun einkenna til
aðgerðar hefur einnig mikla þýðingu. Lengist
Table 2. Observation time postoperativeiy.
2 years .
3 years .
4 years .
5 years .
6 years .
7 years .
8 years .
9 years .
10 years
4 patients
3 patients
2 patients
3 patients
5 patients
3 patients
7 patients
3 patients
2 patients
tíminn, versna horfurnar (3). Allir sjúklingar í
þessum hópi voru komnir á sjúkrahús innan
sólarhrings frá byrjun einkenna.
Margs konar aðgerðir eru nothæfar við
lærhaul. Þeim má skipta í þrennt:
1. Skurður neðan við lig. ing. Haulsekkurinn
er losaður neðan lig. inguinale. Can. fem-
oralis er síðan lokað að neðan (8). Þessi
aðgerð er mjög fljótleg, staðdeyfing nægir
og sársauki eftir aðgerð er í minnsta lagi
(7). Aðgerðin er ekki góð við sjálfheldu.
Erfitt er að losa garnir neðan lig. inguinale.
Hættulegt er að gera þarmahögg niður á
læri, og tengingin er mjög viðkvæm, þegar
henni er smeygt upp í kviðarholið gegnum
þröngan can. fem. á ný (9). Augljóst er að
þessi aðferð er hættuleg við sjálfheldu.
2. Þessa aðgerð má framkvæma gegnum can.
ing. með því að losa haulsekkinn (ef til vill
einnig neðan við lig. ing.). Fascia transv. er
síðan saumuð við Coopers ligament. Að-
gerðin er venjulega kennd við Lotheissen
eða McVay. Can. fem. er lokað að ofan.
Þessi aðgerð leyfir góða viðgerð og nægj-
anlegt rými til að opna kviðarholið eftir
þörfum.
3. Ennfremur má nálgast haulinn framan við
lífhimnuna með viðgerð á aftari kviðvegg
innan frá. Þessi aðgerð leyfir góða viðgerð
og bestan aðgang að kviðarholi, ef þörf er
á. Þetta virðist vera valaðgerð við haul í
sjálfheldu. Af okkar hópi höfðu 12 af 43
áður verið skornir upp vegna nárahauls
sömu megin. Aðgerðir Girards og Bassinis
höfðu þá aðallega verið notaðar. Þetta er
afar athyglisvert. Venjan er sú að telja
nýjan haul í áður skornum nára endurhaul
(10, 11). Þessir 12 haular verða þó varla
taldir sannir endurhaular. Grunur leikur á,
að skurðlæknum hafi yfirsést þessir haular
við upphaflegu aðgerðina. Það er afar
ólíklegt, að nárahaulsaðgerð skuli geta leitt