Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 10
102 LÆK.NABLAÐIÐ nefna áhrif kaliums, nýrnastarfsemi, kinidins o.p.h. sem ekki verða nánar rædd hér. Á íslandi var heildarnotkun hjartaglykósíða 1980 8.73 DDD/1000 íbúa/dag, par af digoxin 8.50 (20). í töflu IV. er borin saman notkun nokkurra lyfjaflokka á Egilsstöðum, á íslandi í heild og í Svíþjóð á árinu 1980 (8, 21). Er áberandi hin mikla notkun hjartaglykósíða og sterkra pvagræsilyfja í Svípjóð. Allgott sam- ræmi er milli notkunar pessara lyfjaflokka á Egilsstöðum og á landinu í heild. Notkun hjartaglykosíða í Egilsstaðalæknis- héraði verður að teljast lítil. Hún er minni en meðaltalsnotkun á íslandi og miklu minni en á flestum Norðurlandanna. í þessari rannsókn er ekki reynt að skýra þennan mun, né heldur verða gæði meðferðarinnar dæmd út frá henni. í ljósi þess að eituráhrif digitalis urðu betur kunn, meðferðarheldni sjúklinga reyndist oft léleg, margir höfðu fengið lyfið á vafasömum forsendum og að aðrir möguleikar á meðferð komu til sögunnar, þá er ekki að undra þótt margir dragi í efa réttmæti tiltölulega mikillar notkunar lyfsins og reyni að hætta notkun þess. Ein besta tilraunin til að hætta digitalis- meðferð var gerð af Dobbs, Kenyon og Dobbs, en þeim tókst að hætta meðferð hjá 30 af 46 sjúklingum (22). Fleiri (11, 16, 23, 24, 25) hafa fengið svipaðar niðurstöður, en mismun- andi árangur má skýra út frá vafasömum notkunarástæðum í byrjun, mismunandi með- ferðarheldni, mismunandi aldri sjúklinganna, mismunandi þvagræsimeðferð, of litlum digi- talis skömmtum og fleiru. Viðurkennd helsta notkunarástæða fyrir digitalismeðferð í dag er stýring á takti slegils hjá sjúklingum með supraventrikulerar tak- yarritmíur (26) og þá einkum með atrial fibrillation með hjartabilunareinkennum (27, 28). Góð áhrif við bráða hjartabilun eru þekkt, einnig hjá sjúklingum í sinus takti (29) en langvarandi notkun hjá sjúkiingum í sinus takti er nú talin vafasöm af æ fleirum samtímis sem vel heppnaðar tilraunir til að hætta digitalismeðferð birtast. í þessari rannsókn reynast 15 sjúklingar á digitalismeðferð vera í sinus takti, þar af nota þrír engin þvagræsilyf. Hugsanlega gætu þess- ir þrír, svo og einhverjir hinna 12, sem eru í sinus takti verið án digoxins. Guz og McHaffie mæla með að meðferð með digitalis sé fyrst hafin þegar Ijóst sé, að þvagræsilyf duga ekki og hafa fleiri komist að sömu niðurstöðu (14, 26, 27, 30). Sé digitalis- meðferð þegar hafin, er mælt með að henni sé haldið áfram hjá sjúklingum með 1) atrial fibrillation, 2) ef í sögu er atrial fibrillation í skjaldkirtilsjafnvægi, 3) endurteknar supra- ventrikulerar takykardíur, 4) greinileg hjarta- bilun síðustu þrjá mánuðina. Hjá öðrum skyldi reynt að hætta digitalismeðferð, einkum hjá gömlum sjúklingum. Gangi ekki fyrsta tilraun skal ekki reynt aftur. Miðað við tilraunir þær, sem gerðar hafa verið til að hætta digitalis meðferð, þá bendir margt til þess að notkunin í Egilsstaðalæknis- héraði gæti verið enn minni. Aldursskipting íbúa héraðsins er mjög svipuð skiptingu lands- ins í heild. Meðalnotkun á öllu landinu er talsvert meiri en á Egilsstöðum. Þótt notkun á digitalis á íslandi sé lítil miðað við önnur Norðurlönd, þá bendir þetta til þess að hana megi minnka í samræmi við þrengri og færri ábendingar fyrir notkun þessa hjartalyfs. Könnunin var gerö meö styrk frá Landlæknisembættinu. SUMMARY The use of digitalis glycosides in the Egilsstadir health district in eastern Iceland was studied. The district is geographically well defined with three general practitioners and 2802 inhabitants (Dec lst 1980) which is 1.2% of the total population in lceland. The study period was the year 1980. 24 patients were treated with digitalis, including four patients in the local hospitai (26 beds) which also is run by the general practitioners. This is 0.9 % of the inhabitants in the area studied. The mean age was 73.6 years (58-88) and the patients had in average been treated 5.4 years (< 1 -19). The most common patient complaint before starting therapy was dyspnea. The general practitioners started therapy in 17 cases, consultants in 7. EKG was taken before therapy in 22 cases and showed 15 patients in sinus rhythm. Chest X-rays were taken of 13 patients, 3 were normal. The most comrrton diagno- sis was heart faiiure (62 %). The only glycoside used was digoxin. Subjective patient improvement was reported in all cases without any toxic symptoms. 3 patients on digoxin therapy were in sinus rhythm without supplementary diuretic therapy. The use of cardiac glycosides in the Egilsstadir health district was 5.9 DDD/1000 inhab/day which must be considered relatively iow both compared with Iceland as a whole (8.7 DDD/1000/d) and with other Nordic countries (Sweden 32.8 DDD/1000/d). Considering studies on discontinuation of main- tenance digoxin therapy in general practice and the findings of this study it is suggested that the use of

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.