Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 24
112 LÆKNABLADIÐ tveggja auðveldað rannsóknir. Oft vantar samvinnuvilja hjá börnum, par sem þau eru oftast ófús að taka á sig óþægindin, sem fylgja rannsóknunum, enda geta þessi óþægindi ver- ið óæskileg fyrir barnið sjálft, foreldrana og rannsakandann. Annan dag fundarins var fram haldið um- ræðu um vandamál varðandi rannsóknir lyfja í börnum. Vesturþýzkur lögfræðingur fjallaði um lyfjatilraunir í »minors«, sem hann kallaði svo. Með »minors« átti hann við þá, sem eru undir forsjá annarra og þeim háðir. Hann taldi að gera þyrfti greinarmun á hreinum lyfjatil- raunum, þar sem ekki væri búist við því að tilraunin hefði nokkurt sjáanlegt gagn fyrir þann einstakling, sem tilraunin er framkvæmd á, og hinsvegar lyflækningatilraunir, sem gerð- ar eru í þeim tilgangi að bæta heilsu sjúk- lingsins. Meiri þörf er á reglum til verndar þessum einstaklingum, heldur en fullorðnum og jafnframt nákvæmu eftirliti á þeim tilraun- um, sem framkvæmdar eru. Börn tilheyra »minors« að því leyti, að þau geta ekki ákveðið sjálf, né hafnað sjálf því sem á að gera við þau, þau eru háð samþykki foreldra sinna. Hinsvegar eru víðast hvar lagalegar skyldur rannsakendanna að fá samþykki foreldranna fyrir tilrauninni. í Vestur-þýskalandi hefur ekki verið tekin afstaða til þess, hvort skilyrði fyrir leyfi til rannsókna væri háð því að einhver nytsemi tilraunarinnar yrði beint fyrir barnið. I mörgum löndum er ekki lagaleg skylda fyrir því að stofnsettar séu siðanefndir (ethical comittees), sem fjalla um og veita samþykki eða hafna tiltekinni rannsóknaráætlun, en slíkar nefndir eru mjög notaðar í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Næsta erindi fjallaði um núverandi stöðu og ástand varðandi viðurkenningu yfirvalda fyrir notkun ákveðins lyfs fyrir börn, (Drug appro- vals in Children). Eins og málum er háttað nú, gera lög og reglugerðir iðulega ráð fyrir því að notkun lyfja sé leyfð fyrir börn eftir að þau hafa verið prófuð á fullorðnum. Á síðustu árum hafa lyfjaframleiðendur skráð á pakkn- ingar lyfja, að upplýsingar um notkun lyfsins fyrir börn séu ekki til, eða að ekki sé vitað um eituráhrif á barnsaldri eða um meðgöngutíma. Þetta eru ákaflega villandi upplýsingar og haldlausar fyrir lækni þann, sem leitar að heppilegu lyfi til notkunar fyrir barn í ákveðn- um sjúkdómi. Heilbrigðisyfirvöld hafa hingað til verið alltof lin við lyfjaframleiðendur varð- andi rannsóknir lyfja í börnum. Taka á fram á umbúðum lyfs, hvort óhætt sé að nota það fyrir börn eða ekki. Sé lyf ekki rannsakað í börnum, er ekki óhætt að nota það fyrir börn. Viðskiptasjónarmiðin hafa verið alltof ráð- andi, þar sem lyfjaframleiðandinn vill gjarnan sem almennasta og mesta notkun lyfsins, en reynir á hinn bóginn að tryggja sig gagnvart kærum með því að skrifa einhverjar tvíræðar setningar á umbúðirnar. Hinsvegar var bent á, að á síðustu árum hefur náðst mjög góður árangur varðandi varnir gegn slysaeitrunum í börnum. Er það fyrst og fremst að þakka nýrri gerð af umbúðum með öryggislokum, (Child-proof). Einnig hafa lyfjaframleiðendur staðið sig betur á undanförnum árum varðandi auglýsingar aðvarana, svo sem »Geymist þar sem börn ná ekki til.« o. s. frv. Því var haldið fram að það væri á valdi heilbrigðisyfirvalda og ríkisstjórna að sjá svo um að viðhlítandi rannsóknir verði gerðar á lyfjum á réttum tíma í réttum aldurshópi. Faraldsfræði Næst var fjallað um faraldsfræði lyfjanotkun- ar barna. Rætt var um skráningu eituráhrifa lyfja í börnum á sjúkrahúsum. Tveir möguleik- ar eru fyrir hendi, annars vegar að skrá alla lyfjanotkun fyrir hvern og einn einstakling á stofnuninni og þar með allar aukaverkanir, en hins vegar að skrá eingöngu lyfjanotkun þeirra einstaklinga, sem sýna eituráhrif. Fyrri kosturinn, sem er ákaflega dýr í framkvæmd, var reyndur í Boston í Bandaríkj- um N. Ameríku fyrir nokkrum árum og gaf miklar upplýsingar. Síðari kosturinn er sá sem almennt er notaður, enda gefur hann nægjan- legar upplýsingar um eiturverkanirnar sjálfar. í næsta erindi var fjallað um lyfjanotkun sænskra barna. Þar kom fram að í aldursflokk- um fram að skólaldri fá sex börn af hverjum tíu afgreidd lyf samkvæmt lyfseðli árlega. Á skólaaldrinum, þrjú af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu þunguðum konum fá lyf afgreidd samkvæmt lyfseðli og rösklega helmingur af konum fá afgreidd lyf samkvæmt lyfseðli á fyrstu þrettán vikunum eftir fæðinguna. AI- gengustu lyfjaflokkarnir, sem börn fengu voru; háls- nef- og eyrnalyf, sýklalyf og önnur lyf v. öndunarfærasjúkdóma. Tveim þriðju hlutum lyfjanna var ávísað af praktiserandi læknum, en einum fjórða hluta af barnalæknum. Lyfja- notkun var heldur minni árið 1980 en 1979. í erindi um fylgni lyfjaávísana (compliance)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.