Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 14
106 LÆKNABLADID (»traditiona! healer«). Fjöldi þeirra er talinn vera um einn á hverja 450 íbúa í þróunarlönd- unum. Til þeirra leita margir með kvilla sína. Þeir sem leita til hinnar eiginlegu heilsugæslu fara síðan oft til öryggis einnig til skottu- læknanna. Hvatti Alma-Ata ráðstefnan til þess að leitast væri eftir samstarfi við þennan hóp manna. (2). Staðreyndin er nefnilega sú að um ákveðna sjúkdóma hafa þeir mikla þekkingu sem gæti nýst hinni eiginlegu heilsugæslu, t.d. geðsjúkdómum (3). Við skulum heldur ekki gleyma því að fyrir flesta er það hin s.k. »vísindalega« læknisfræði sem er nýmæli. (6). Því er lögð áhersla á að skottulæknunum sé ekki ýtt út í hin ystu myrkur, (séu sköpuð starfs- skilyrðil). Ákjósanlegast væri að hvor aðilinn fyrir sig geri sér ljóst mikilvægi hins og vísi e.t.v. hver á annan eftir þörfum. AÐLÖGUÐ TÆKNI Aðlöguð tækni (»appropiate technology«) er hugtak, sem er mikið notað í umfjöllun um heilsugæslu þróunarlandanna. Ættum við að varast að líta á hana sem næst bestu lausnina. Er haft eftir dr. Mahler, aðalframkvæmda- stjóra WHO, að aðiöguð tækni sé e.t.v. einföld en ekki einföld í hugsun (»simple but not simpleminded«) (1). Hún einkennist af því að vera ódýr en áhrifarík samhliða því sem hún er ekki aðflutt og fellur vel að því samfélagi þar sem henni er beitt. (1). HEILSA FYRIR ALLA Samtvinnun forvarnarstarfs og lækninga inn- an heilsugæslu gengur sem rauður þráður í gegnum yfirlýsingu Alma-Ata ráðstefnunnar. Er lögð rík áhersla á að heilbrigði fæst ekki eingöngu fyrir áhrif heilsugæslu. Þar verða að koma aðrir þættir til, s.s. efnahagslegar aðgerðir, barátta gegn fátækt, matvælafram- leiðsla, vatn og salerni, húsnæði, umhverfis- vernd og almenn menntun. (2). Að ná því stóra markmiði »heilsa fyrir alla árið 2000« er því ekkert smáverkefni. Aðaltak- markið er eðlilega það að allir, hvar sem þeir nú búa, hafi aðgang að viðunandi heilsugæslu. Alma-Ata ráðstefnan hvetur því alla sem vettlingi geta valdið til að koma til móts við þetta markmið og að allir leggi fram krafta sína. (2). ÍSLENSK PRÓUNARAÐSTOÐ Með ofangreint í huga og það markmið Sameinuðu þjóðanna að iðnríkin skuli verja 1 % af heildarþjóðarframleiðslunni til þróunar- aðstoðar leitar óhjákvæmilega á hugann hvað ísland geti lagt af mörkum innan heilsugæslú þróunarlandanna. Vegna fámennis yrði ís- lenskt fjármagn til þróunarhjálpar skv. ofan- greindu markmiði tiltölulega lítið. Það ætti þó ekki að draga úr okkur kjarkinn. Það er ekki síður eftirsóknarvert að komast í hóp þeirra þjóða sem veita mesta þróunarhjálp en að hafa hæstan meðalaldur kvenna og karla í heiminum og lægstan barnadauða. Þjóð sem hefur náð slíkum árangri hlýtur að hafa eitthvað að gefa öðrum. Skammt er um liðið síðan ísland var nýlenda og ætti því hlutskipti nýfrjálsra ríkja að vera okkur kunnuglegt. Með þróunarhjálp sýnum við þeim samstöðu samhliða því sem við fræðumst um menningu þeirra og lífshætti. Það er mitt mat að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að láta til sín taka á þessu sviði. Við eigum að stefna að því að senda starfsfólk innan heilsugæslunnar til starfa í þróunarlöndunum. íslenska ríkið gæti staðið undir kostnaði við laun, ferðir og undirbúning. Starfsfólkinu yrði síðan komið til starfa innan heilsugæslukerfis þeirra landa sem þess óska og samstaða næst um. Á þennan hátt fæst að mínu mati mikil og góð þekking um þróunarlöndin og vanda þeirra. Á móti kæmi að starfsfólk okkar leiðbeindi hinni vaxandi kynslóð þróunarland- anna, sem síðan tæki yfir störf þeirra er tímar líða. Þannig hjálpum við þeim til sjálfshjálpar. Vissulega má segja sem svo að við íslending- ar höfum nóg með okkur og okkar vandamál. Margt má bæta í heilbrigðiskerfi okkar og víða úti á landsbyggðinni er enn skortur á fullnægjandi aðstöðu. Enginn er þó eyland og ég tel að þeim takmörkuðu fjármunum sem veitt yrði til heilsugæslu í þróunarlöndunum séu sem dropi í haf eyðslu okkar. Starfsfólk okkar kæmi síðan heim til starfa eftir lær- dómsrík ár og með því þekking sem gæti nýst okkur sjálfum á heimaslóðum. Þannig er ekki út í hött að ætla að virðing okkar fyrir hverri krónu muni e.t.v. aukast eftir stutt kynni af heilsugæslu í þróunarlöndunum. LOKAORÐ Það sem ég hef leitast við að koma til skila í þessari samantekt er: — að vandi heilsugæslu þróunarlandanna er allt annar en við eigum að venjast á heimaslóðum og krefst því annarra úr- lausna.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.