Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 23
LÆKNABLADIÐ 69,111-114,1983 Atli Dagbjartsson * RÁÐSTEFNA UM LYF FYRIR BÖRN Höfundur sat fund Evrópudeildar WHO um Clinical Pharmacological Evaluation in Drug Control í Schlangenbad í V. Þýskalandi dagana 27.-30. okt. 1981. Verður hér skýrt fá viðfangs- efni og helstu niðurstöðum fundarins. í petta skipti var fjallað um »Drugs for Infants and Children.« Á síðustu tveimur áratugum hefur sú staðreynd orðið æ ljósari, að lyf haga sér öðruvísi í börnum heldur en fullorðnum. Varðandi einstök lyf þarf sérstak- ar ráðleggingar varðandi skammtastærð og leiðir til gjafa lyfjanna til barnanna. Ennfremur er ljóst, að eituráhrif lyfja eru öðrum lögmálum háð hjá börnum, en fullorðnum. Tilgangurinn með fundinum var að ræða á fjölþjóðavett- vangi, almenn atriði varðandi lyfjameðferð í börnum, svo og almenn atriði varðandi rann- sóknir og hegðun lyfja (Pharmacokinetic) í börnum. Markmið Markmið fundarins var að komast að sameig- inlegum niðurstöðum og ráðleggingum hvað hafa beri í huga, þegar lyf er gefið börnum, svo og þegar hegðun lyfja er rannsökuð í barns- líkamanum. Um rannsóknir lyfja í barnslíkamanum Fyrsta erindi fundarins fjallaði um þróun lyfjameðferðar í börnum. Oftast hafa rann- sóknir fyrst verið gerðar á lyfjahegðan í börnum eftir að lyfin höfðu verið notuð fyrir börn og hvatningin til rannsóknanna verið einhverskonar slys vegna eituráhrifa lyfjanna. Oft hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi slys, hefðu rannsóknir legið fyrir áður en lyfjameðferðin hófst. Bent var á að þroski einstaklingsins ræður verulega miklu um það, hvernig lyf haga sér í líkama hans. F>að er því engan veginn hægt að nota rannsóknir, sem gerðar hafa verið á fullorðnum og heimfæra þær á börn. Einnig kom fram, að verulegur munur getur verið milli einstaklinga á sama Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum. Barst 22/10/82 og send í prentsmiðju 29/10/82. þroskastigi, hvað varðar hegðan lyfja í líkama þeirra, t.d. getur næringarástand haft ein- staklingsbundin áhrif. Munur milli einstaklinga varðandi hegðun lyfs getur verið verulegur frá einum tíma til annars, bæði v. ytri áhrifa og breyttar fysiolo- giu barnsins frá tíma til tíma. Bent var á að þegar lyf væru notuð fyrir börn, yrði að taka tillit til aldurs og þroska einstaklingsins, svo og sjúkdómsins, sem verið er að meðhöndla. Þetta á ekki eingöngu við um nýfædd og ófædd börn, heldur einnig við eldri börn. Almenna reglan er sú, að nýfædd börn eru sein til að vinna úr lyfjum, og því þurfa lyfja- skammtar að vera litlir hjá þessum aldurs- flokki, en þegar lengra líður á barnsævina verður hvataverkun fljótari hjá börnum en fullorðnum, þannig að á þeim aldri þurfa lyfja- skammtar að vera tiltölulega mun stærri en hjá fullorðnum. í næsta erindi var rætt um vandamál varð- andi rannsóknir lyfja í börnum. Fram kom, að hjá börnum er mjög sjaldgæft að hægt sé að ná í hóp af sjálfboðaliðum, því færu rann- sóknir á hegðan lyfja í börnum nær eingöngu fram hjá þeim, sem eru veikir og þurfa á meðferð að halda. Vegna þessa hafa ný lyf verið sett á markaðinn fyrir börn, þegar einvörðungu er stuðst við rannsóknir í full- orðnum varðandi tiitekið lyf. Nothæfar »non- invasive« rannsóknaraðferðir hafa til þessa verið af skornum skammti í lyfjafræði barna. Á allra síðustu árum hafa hins vegar komið fram rannsóknaraðferðir, t.d. echocardiograp- hia, impedancecardiographia, laser dopler blóðflæðimælingar, transcutanose súrefnis- mælingar og heilarit með hjálp tölvu, sem auðvelda rannsóknir á börnum. Rannsóknir á hegðan lyfja krefjast oft endurtekinna blóðsýna, eða endurtekinnar þvagsöfnunnar, en allir vita að hvort tveggja getur verið mjög erfitt þegar um lítil börn er að ræða. Nú á tímum er hins vegar oft hægt að nota háræðablóð og stundum munnvatn til lyfjamælinga hjá börnum og getur þetta hvort

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.