Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 12
104 LÆKNABLADID 69, 104-107, 1983 Geir Gunnlaugsson HEILSUGÆSLA í PRÓUNARLÖNDUNUM INNGANGUR Heilsugæsla próunarlandanna stendur frammi fyrir gífurlegum vanda þar sem tvinnast saman fátækt og skortur á menntuðu fólki. Því neyðast þau ríki til að beita öðrum aðferðum en vestræn læknisfræði til lausnar vandamál- um sínum. Mikilvægast fyrir heilsugæsluna er að hún fari út til fólksins og sé því aðgengileg. Ennfremur þarf þjónustu hennar að vera óskað og mikilvægt að hún sé aðlöguð því samfélagi sem hún á að þjóna (sé »available, accessible, acceþtable, aþproptiate«) (1), (»pri- mary health care«). Heilsugæslan er talin uppfylla þessi skilyrði og er því mikilvægasta leiðin til þess að ná takmarkinu wheilsa fyrir alla árið 2000« (»health for all by the year 2000«) (2). Hér mun ég fjalla nokkuð um heilsugæsluna og þann vanda sem við er að fást. Niðurstaða mín er sú að íslenska heilbrigðiskerfið hljóti að leggja fram sinn skerf í hinni alþjóðlegu baráttu fyrir betri heilsu öllunt til handa. NÚVERANDIÁSTAND Hin skarpa skipting þjóða heimsins í ríkar þjóðir og fátækar leiðir til jafn greinilegrar skiptingar innan heilsugæslu sem og á öðrum sviðum. Hinar ríkari þjóðir hafa fjármagn og læknisfræðilega þekkingu, hinar fátækari ekki. Þessi staðreynd er ákvarðandi fyrir allt eðli heilsugæslu í þróunarlöndunum. Hún leiðir m.a. til þess að þróunarland er talið vel sett ef 1 læknir er á hverja 15.000 íbúa, eða ef það eyðir árlega um 1-2 dollurum á íbúa til heilsugæslu. Og þegar við leiðum hugann að því að mestum hluta fjármagns til heilsugæslu í þróunarlöndunum er varið til sjúkrastofnana í stórborgum þeirra er augljóst að ástandið úti á landsbyggðinni er enn verra en þessar tölur gefa til kynna. (3). í þróunarlöndunum búa nú um tveir þriðju hlutar mannkyns og langflestir þeirra sem eru hungraðir og/eða vannærðir. Áætlað er að Starfar á heilsugæslustöð í Guínea-Bissau. Barst 20/10/82. Sampykkt og send í prentsmiðju 29/10/82. börn séu um helmingur þessa fjölda. Rann- sóknir hafa síðan sýnt að 25-50 % af öilum börnum þróunarlanda deyja innan 5 ára ald- urs. Talið er að 97 % allra dauðdaga barna yngri en 5 ára eigi sér stað í þróunarlöndum. Barnadauðinn er því langstærsta vandamálið í heilsugæslu þróunarlandanna. (4). En vandamálin eru fleiri. Lítum á nokkrar fleiri dæmigerðar tölur um eðli vandans sem við er að fást: — Fólksfjöldi sem samsvarar íbúatölu Banda- ríkjanna (200 millj.) hefur blóðmigu (hema- turia) vegna schistosomiasis. — Fólksfjöldi sem samsvarar íbúatölu Sovét- ríkjanna (250 millj.) þjáist af filariasis. — Fólksfjöldi sem samsvarar samanlagðri íbúatölu Japan, Malaysíu og Filippseyja (150 millj.) hafa virka malaríu. — Árlega deyja 5 milljónir ungbarna af nid- urgangssjúkdómum, eða álíka mörg börn og árlega fæðast samanlagt í Bandaríkj- unum, Englandi, Frakklandi, Hollandi og Svíþjóð. í langflestum tilvikum er hægt að koma í veg fyrir þessi dauðsföll. — Um 5 milljónir barna undir 5 ára aldri þjást af vægri eða alvarlegri vannæringu. Þetta samsvarar samanlögðum fjölda barna á forskólaaldri í Bandaríkjunum, Evrópu og Sovétríkjunum. (5). NÝJAR LAUSNIR Það sem hér hefur verið dregið saman, er í hnotskurn sá veruleiki, sem við blasir. Umfang og eðli þessa er slíkt að það krefst annarra aðferða en vestræn læknisfræði leyfir sér á heimaslóðum. Ýmis ríki, t.d. Kúba og Kína, hafa ráðist að þessum vanda með slíkum árangri að eftirtekt hefur vakið. (1). Á einstaka stöðum vítt um álfur hafa ýmsir einstaklingar náð ágætum árangri, s.s. David Morley í Nígeríu með svonefndar »underfive-clinics« og »road-to-health cards« (þyngdarkort) (3). Þótt ótrúlegt sé var lengi vel ekki til nokkur bók í hinum mikla haug enskumælandi læknis- fræðirita sem fjallaði almennt um vandamálin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.