Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐID 69,115-120,1983
115
Rögnvaldur Þorleifsson'), Jón Karlsson'), Kristján Sigurjónsson2)
BÁTBEINSBROT
Greining, meðferð og afleiðingar
INNGANGUR
Brot á bátbeininu er algengasta brotið í
smábeinum handarrótarinnar og veldur oft
vandkvæðum við greiningu. Skoðanir hafa
verið nokkuð skiptar um hvernig meðferð
skuli háttað. Afleiðingar af mistökum í grein-
ingu, svo og ófullnægjandi meðferð, eru gjarn-
an viðvarandi óþægindi og skert nýtigeta
handarinnar.
Höfundar þessarar geinar könnuðu meðferð
og árangur hjá sjúklingum, er leituðu Slysa-
deildar Borgarspítalans með bátbeinsbrot á ár-
unum 1972-1978 að báðum árum meðtöldum.
Megin markmið könnunarinnar voru pessi:
Kanna hve erfið eða auðveld frumgreining
reyndist. Hvernig meðferð var háttað. Hve
lengi gipsumbúðir voru á hafðar. Hve lengi
sjúklingur var frá störfum, eftir því, sem bezt
varð metið. Þá var reynt að kanna hverjar
afleiðingar brotið hefði haft: Annars vegar
hvaða óþægindi sjúklingur sjálfur rekti til
áverkans og hvort áverkinn hefði breytt
starfsgetu sjúklings og hins vegar hvaða menj-
ar fyndust um áverkann, t.d. skertir hreyfiferl-
ar í úlnliðnum og minnkaður gripstyrkur.
Ennfremur í hve mörgum tilvikum brotið hefði
ekki gróið. Hvort missmíði sæist á röntgen-
myndum eða slitgigtarbreytingar í úlnliðnum
eða aðrar sjúklegar breytingar í beinum hand-
arrótar og úlnliðs, er sennilega mætti rekja til
áverkans og loks, að bera árangur Slysadeild-
arinnar saman við árangur annarra og hyggja
að því, hvort eitthvað forvitnilegt kæmi í ljós,
er áhrif kynni að hafa á greiningu og meðferð
hér eftir.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ
Á árunum 1972-1978 komu til meðferðar á
Slysadeild Borgarspítala 158 sjúklingar með
brot á bátbeini í úlnlið. Þar af höfðu tveir brot
á bátbeini í báðum úlnliðunum og voru brotin
því alls 160.
Frá 1) slysadeild og 2) röntgendeild Borgarspítalans. Grein-
in barst ritstjórn 25/10/82. Samþykkt endanlega 28/11/82
og send í prentsmiðju 01/12/82.
Áformað var að fá til klínískrar skoðunar og
röntgenrannsóknar alla þessa sjúklinga. Það
tókst að fá til rannsóknar 110 sjúklinga, er
höfðu haft 112 bátbeinsbrot. Þeir 48 sjúklingar
sem ekki komu til rannsóknar, voru yfirleitt
búsettir utan Reykjavíkursvæðisins, þ.á.m. er-
lendis og nokkrir látnir. Nær allir þeir, er
búsettir voru á Reykjavíkursvæðinu, komu til
rannsóknarinnar. Ekki virðist ástæða til að
ætla, að sjúklingar hafi valizt til hennar
þannig, að það hefði áhrif á niðurstöðurnar.
Allir þessir sjúklingar, að tveimur undan-
skildum, höfðu verið meðhöndlaðir að öllu
leyti á Slysadeild Borgarspítala. Hjá öðrum
hafði meðferð hafizt erlendis, en hjá hinum fór
lokameðferð fram erlendis. Upplýsingar lágu
fyrir um meðferðina.
Hjá öllum sjúklingunum, að einum undan-
skildum, var brotið greint við fyrstu komu eða
klínísk skoðun var talin færa svo sterkar líkur
að broti, að meðferð var hafin, svo sem um
brot væri að ræða. Þessi eini sjúklingur var
ekki boðaður til eftirlits, en leitaði sjálfur 13
mánuðum síðar til Slysadeildarinnar með
falskan lið á beininu.
NIÐURSTÖÐUR
Greining: í öllum tilvikum, þar sem klínískur
grunur var um brot á bátbeininu, voru rönt-
genmyndir teknar við fyrstu komu sjúklings á
deildina. Skv. niðurstöðum voru þær færðar í
þrjá flokka:
A = Brot sést ekki, B = Brot á beininu og C =
Óvíst um brot, þarfnast endurrannsóknar.
Við fyrstu röntgenrannsókn sást ekki brot hjá
átta er síðar reyndust brotnir (5.9 %). í fjórum
tilvikum öðrum var niðurstaða röntgenrann-
sóknarinnar óljós í upphafi. Hjá öllum öðrum
greindust brotin við fyrstu röntgenrannsókn.
Ellefu af þeim tólf sjúklingum, þar sem brot
greindust ekki með vissu á frummyndum, var
stefnt til endurrannsóknar að 10-14 dögum
liðnum og greindust þá brotin á röntgenmynd-