Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 15
LÆK.NABLADIÐ
107
— að frumheilsugæsla er mikilvægasta leiðin
til pess að leysa öll stærstu heilsugæslu-
vandamál þróunarlandanna.
— að íslendingar hafa verk að vinna í hinni
alþjóðlegu baráttu fyrir hinu yfirlýsta
markmiði sameinaðra þjóða heims, »heilsa
fyrir alla árið 2000«.
Þess ber að geta að hin íslensku orð heilsuliði,
sjúkratæknir, læknaliði og aðlöguð tækni eru
mínar tillögur til íslenskunar á hinum ensku
hugtökum. Allar upþástungur um betri orð eru
vel þegnar.
HEIMILDIR
1) Walt, G. & Vaughan, P.: An Introduction to the
Primary Health Care Approach in Developing
Countries. Ross Institute of Tropical Hygiene
Publication No. 13. London School of Hygiene
and Tropical Medicine 1981.
2) WHO/UNICEF: Primary Health Care. World
Health Organisation, Geneva 1978.
3) King, M. (ed.): Medicai Care in Developing
Countries: A symposium from Makerere. Oxford
University Press 1966, síðan endurútg. 10 sinnum,
síðast 1977.
4) Morley, D.: Paediatric Priorities in the Develop-
ing World. Butterworths 1973, síðan endurútg. 5
sinnum, síðast 1979.
5) Hofvander, Y.: Hálsa för alla ár 2000? Lákartid-
ningen 14/81, 1413-15.
6) Vaughan, J.P.: Barefoot or Professional? Com-
munity Health Workers in the Third World.
Journal of Tropical Medicine and Hygiene 1980,
83, 3-10.
7) Werner, D.B.: The Village Health Worker —
Lackey or Liberator? Hesperian Foundation
1977.
NABLAÐIÐ
THE ICI
y
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavíkur
LR
69. ÁRG. - APRIL 1983
Heilsugæzla
f þessu hefti birtist grein Geirs Gunnlaugs-
sonar um heilsugæzlu í þróunarlöndum.
Hugtakið heilsugæzla kemur fyrst fyrir í
rituðum heimildum fyrir tæpum fjörtíu árum
(1) og merkti heilsuvernd og sjúkrahjálp. Var
sú skilgreining lögfest 1946 í almannatrygg-
ingalögunum (2). Þau lög gerðu ráð fyrir, að
heilsuverndarstöðvar, sjúkrahús og lækn-
ingastöðvar önnuðust heilsugæzlu á vegum
trygginganna (3).
Löngu síðar var heilsugæzluhugtakið endur-
vakið og skilgreint í lögum, sem »heilsuvernd-
arstarf og allt lækningastarf, sem unnið er
vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast
í sjúkrahúsum (4).
í gildandi lögum (5) segir, að heilbrigðisþjón-
usta taki til hvers konar heilsugæzlu, heilbrigð-
iseftirlits, lækningarannsókna, lækninga á
sjúkrahúsum og endurhæfingarstarfs.
Öðru hvoru hafa skotið upp kollinum heitin
frumheilsugæzla og frumheilbrigðisþjónusta,
sem þýðingar á »primary health care«. Frum-
heilsugæzla er röng þýðing og frumheilbrigð-
isþjónusta hreinlega óþarft orð, þar sem heitið
heilsugæzla er fyrir í málinu.
í Alma Ata-yfirlýsingunni (6) er skilgreining
á heilsugæslu, sem nær jafnt til tæknivæddrar
þjónustu í iðnríkjum og þeirrar þjónustu, sem
veitt er af vanefnum í þróunarríkjum; þar á er
stigs- en ekki eðlismunur:
»Heilsugæzla er kjarni heilbrigðisþjónustu
og er byggð á hagkvæmum, vísindalegum og
félagslega viðurkenndum aðferðum og tækni.
Hún stendur til boða öllum þegnum hvers
byggðarlags og fjölskyldum þeirra og gert er
ráð fyrir þátttöku allra. Kostnaður miðast við,
að byggðarlagið og þjóðfélagið í heild geti
staðið undir honum á öllum þróunarstigum, í
anda sjálfsákvörðunarréttar og þess að vera
sjálfum sér nægur. Heilsugæzlan er óaðskilj-
anlegur hluti og þungamiðja heilbrigðisþjón-
ustu hvers lands og almennrar félags- og
efnahagsþróunar byggða. Heilsugæzlan er
fyrsta stigið í samfelldri heilbrigðisþjónustu.
Þar eru fyrstu tengsl einstaklinga, fjölskyldna
og samfélaga við heilbrigðiskerfið og þjón-
ustan er veitt eins nærri vinnu- og bústöðum
manna og kostur er«.