Læknablaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 44
126
69,126-128,1983 LÆK.NABLAÐID
Laufey Steingrímsdóttir, Gunnar Sigurðsson
MATARRÁÐGJÖF VIÐ HÆKKUÐU SERUM
KÓLESTERÓLI
INNGANGUR
Það er alkunna, að hækkað serum kólesteról
er mikill áhættuþáttur kransæðasjúkdóma (1,
2). Gildi kólesteróls í sermi ákvarðast meðal
annars af erfðum (3), en mataræði hefur einnig
áhrif á serum kólesteról, og er fituneyslan ftar
pyngst á metunum (4, 5).
Rannsóknir á sambandi mataræðis og kóle-
steróls í sermi hafa að mestu farið fram við
staðlaðar aðstæður rannsóknarstofnana og
flestar hafa f>ær verið skammvinnar. Því er
enn óljóst hversu áhrifaríkt pað er, að veita
einstaklingum ráðleggingar um breytt matar-
æði til lækkunar á serum kólesteróli.
Rannsóknir í Osló og víðar hafa að vísu
sýnt, að með töluverðu aðhaldi geta miðaldra
karlar breytt mataræði sínu til langframa og á
þann hátt ekki aðeins náð fram verulegri
lækkun á serum kólesteróli, heldur fækkaði
dauðsföllum af völdum kransæðasjúkdóma um
helming í meðferðarhópnum (6, 7). Aðrar
rannsóknir státa á hinn bóginn ekki af svo
góðum árangri. Nokkur vitneskja um áhrif
ráðlegginga er pó að sjálfsögðu algjör for-
senda pess, að læknar taki almennt upp slíka
ráðgjöf við meðferð sjúklinga með hækkað
serum kólesteról.
Hér segir frá niðurstöðum matarráðgjafar
við sjúklinga með hækkaða blóðfitu, sem fram
fór á Göngudeild Landspítalans á árunum
1980-1982.
ÞÁTTTAKENDUR OG AÐFERÐIR
Fjöldi sjúklinga, sem hér greinir frá er 126, 64
konur, meðalaldur 45 ár, og 62 karlar, meðalald-
ur 45 ár. Er pað heildarfjöldi peirra sjúklinga,
sem hófu meðferð á Göngudeild Landspítal-
ans vegna hækkaðs serum kólesteróls ein-
göngu, (pað er serum kólesteról hærra en 300
mg/dl við endurtekna mælingu), á tímabilinu
október 1980 til janúar 1982. Aðrir sjúklingar,
sem komu á deildina vegna offitu og/eða
háprýstings eru ekki með í þessari samantekt,
Frá Göngudeild Landspítalans. Barst ritstjórn 01/11/1982.
Samþykkt og sent í prentsmiðju 18/01/1983.
né heldur peir, sem höfðu pekkta orsök fyrir
hækkuðu kólesteróli, svo sem sykursýki eða
skjaldkirtilssjúkdóm eða tóku kólesteróllækk-
andi lyf við komu á deildina. Hins vegar var
hér um sundurleitan meðferðarhóp að ræða,
par sem enginn greinarmunur var gerður á
arfbundinni hækkun á serum kólsteróli annars
vegar eða hækkun vegna umhverfisþátta, svo
sem mataræðis hins vegar.
Sjúklingar komu til meðferðar á Göngudeild-
ina eftir tilvísun frá lækni eða frá hóprann-
sóknum Hjartaverndar, en í hvoru tilviki hafði
kólesteról í sermi mælst tvívegis að minnsta
kosti 300 mg/dl. Þetta kólesterólgildi jafngildir
um pað bil 90. prósentíli fyrir þennan aldurs-
hóp kvenna og karla samkvæmt niðurstöðum
Hjartaverndar (8, 9).
Við fyrstu heimsókn á deildina ræddi næring-
arfræðingur við sjúklinginn í um hálfa klukku-
stund. Á þeim tíma var leitast við að afla
upplýsinga um einstaklingsbundnar neysluvenj-
ur og gerði næringarfræðingur síðan tillögur
um breytt mataræði, sem sjúklingurinn gat
sætt sig við. Áhersla var jafnan lögð á að auka
hlut garðávaxta, kornmetis, alls fiskmetis og
magurra mjólkurafurða, en minnka í þess stað
hlut sýnilegrar fitu, pó einkum smjörs, feitra
kjötafurða og sætinda. Mælt var með mjúkri
fitu við matartilbúning, væri fita notuð á
annað borð. Allar ráðleggingar stefndu fyrst
og fremst að því að minnka hlut mettaðrar fitu
og kólesteróls í fæðunni, en auka neyslu á
sterkjuríkum fæðutegundum. Sjúklingar komu
síðan til eftirlits og viðræðu á nokkurra
mánaða fresti, nema ef um erfiða megrun var
að ræða, pá voru heimsóknir tíðari. Meðferð
varði allt frá þremur mánuðum til tveggja ára,
allt eftir pví hvenær á tímabilinu sjúklingur
kom í fyrstu heimsókn.
Fimm sjúklingar féllu úr meðferð á þessu
tímabili. Eitt hundrað tuttugu og sex sjúklingar
höfðu verið prjá mánuði eða lengur í meðferð,
65 í 12 mánuði og 34 í 24 mánuði.
Heildarkólesteról og príglyceríð í sermi
voru mæld á rannsóknarstofu Hjartaverndar
(8) og var HDL-kólesteról mælt eftir útfell-